Hefjið útboðsferli Sundabrautar í göngum strax!
15.1.2008 | 15:50
Það er forgangsverkefni í samgöngumálum að hefja þegar útboðsferli vegna Sundabrautar og það Sundabrautar sem liggi í göngum. Annað er ekki ásættanlegt fyrir íbúa Vestur og Norðurlands - hvað þá íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Reykjavíkurborg og ríkisstjórnin þurfa að taka nú þegar ákvörðun um að leggja Sundabraut í göng - önnur lausn er ósættanleg - og hraða þeim framkvæmdum eins og unnt er. Þetta er pólitísk ákvörðun sem hefur beðið í of mörg ár.
Minni á að Símapeningarnir eru til - og eiga að fara í verkið.
Undirstrika að ákvörðunin er ekki Vegagerðarinnar - eins og má lesa úr fyrri pistli mínum Vegagerðin og gömul stöð belja .
Sundabraut útboðsskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
Það er nú til mikið einfaldari og ódýrari leið til að laga innkomuna í Reykjavík, það væri vel hægt að rífa upp öll spæleggin í Mosfellsbænum og byggja tvö til þrjú mislæg gatnamót í staðinn fyrir þau. Síðan skylda sveitarfélög eins og Mosfellsbæ, ásamt öðrum sem þjóðvegur eitt liggur í gegnum, til að leggja sínar eigin innanbæjargötur sjálf. Ekki nota þjóðveg 1 sem tengibraut á milli hverfa.
Gulli (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.