Samband og Tjóðveldi hava meiriluta einsamallir

"Sambandsflokkurin og Tjóðveldi renna undan øllum hinum flokkunum í einari nýggjari veljarakanning, sum Gallup Føroyar hava gjørt fyri Dimmalætting. Flokkarnir fáa meirilutan einsamallir. Heilt nógvir veljarar eru tó enn í villareiði um, hvar krossurin skal setast."

Svo segir á dimma.fo - vefsetri færeyska blaðsins Dimmalætting - en um helgina munu Færeyingar ganga að kjörborðinu. Kosningarnar eru að mörgu leiti merkilegar - ekki síst þar sem en nú eru Færeyja í fyrsta skiptið eitt kjördæmi.

Það verður spennandi að sjá hver niðurstaðan verður - ekki hvað síst hvernig hið nýja kosningafyrirkomulag mun takast. Ef  fyrirkomulagið gengur vel og  Færeyingar verða sáttir - er þá ekki kominn tími til að taka aftur upp umræðuna Ísland eitt kjördæmi?  Mun væntanlega blogga eitthvað um það í kjölfar kosninga.

Ætla ekki að missa mig í stjórnmálaskýringar á færeyskum stjórnmálum að þessu sinni - en sakna þess að íslenskir fjölmiðlar fylgist ekki betur með fréttum frá þessum bræðrum okkar í austri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband