Ofbeldisfull karlremba í sókn meðal ungra?

Á undanförnum misserum hefur mér fundist ofbeldisfull karlremba vera sífellt meira áberandi meðal unglingsstráka og ungra karlmanna. Algeng afstaða virðist vera sú að karlinn eigi að geta hagað sér að vild í samböndum og að konan eigi að að lúta vilja hans. Þá sé það klárlega hlutverk konunar að sjá um heimilið og börnin.

Þá hef ég ítrekað heyrt af tali ungra manna að þeim finnst allt í lagi "að banka kellinguna" ef þeim líkar ekki hvernig hún hagar sé.

Skelfilegt ef satt er. Þetta er áfall fyrir mig og þá karlmenn sem hafa gegnum tíðina - að minnsta kosti í orði - lagt áherslu á jafnrétti kynjanna. Já, þetta er áfall fyrir íslenskt samfélag í heild - svona samfélag viljum við ekki sjá.

Þessari þróun verður að snúa við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Ég er ekki viss um að fleiri ungir séu ofbeldisfullir karlrembur nú en áður.  En vissulega þarf að vinna forvarnirnar þannig að færri og færri festist í víti ofbeldis hvort sem það er sem gerandi eða þolandi.

Dísa Dóra, 14.1.2008 kl. 12:46

2 identicon

Ég er að mörgu leyti sammála Dísu Dóru, en finnst einkennilegt að blanda karlmembu saman við ofbeldi. Það á ekki saman held ég. Hvað þá með kvenrembuna sem er í raun og veru miklu meira áhyggjuefni og er milklu meira áberandi en karlremban. En uppalendur þjóðar okkar eru nær eingöngu konur og ættu þær að líta í eigin barm og reyna að koma auga á hvar þeim hefur mistekist og kannski að leyfa karlmönnunum að taka meiri þátt í uppeldinu. Öll "remba" frá hvoru kyninu sem það kemur er röng og ber að uppræta sem illgresi á hverjum tíma. Með þetta sem þú segir Hallur um að "banka kerlinguna", ég held að það sé meira í nösunum en hitt, því ofbeldisfullt fólk sé þarna tenging á milli, myndi síðast tala hátt um það vegna þessa að heimilisofbeldi á sér næstum alltaf stað í þögn og kyrrþey. Það bylur hæst í tómum tunnum, og einu sinni var sagt við mig þegar ég unglingurinn eitthvað að klæmast við mér eldri stúlku, þá svaraði hún mér, góði þegiðu, þeir sem eru mestir í kjaftinum er minnstir í klofinu. Ég lét mér þetta að kenningu verða. Með kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 13:54

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er alls ekki sammála þér. Ég vann með ungu fólki, á ungling.  Mér finnst  krakkar jafnari en nokkru sinnum fyrr.  Áður fyrr létu stelpur sér ekki detta í hug að þær mættu vera í tölvum, íþróttum og öðru slíku hvað þá að þær gætu toppað strákana.  Nú eru þær óhræddar og öruggar með sjálfan sig.   Held að almennt ríki það viðhorf að karlmenn sem "kunna" eða "geta" ekki hjálpað til með heimilið, jafnt og konan séu aumingjar og það er nákvæmlega ekkert kúl við það.  Ofbeldi er ekki kúl heldur en konur eru orðnar óhræddari við að koma fram.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Hulduheimar

Voða er þetta leiðinlegur siður hjá sumum að skeyta orðinu "ofbeldi" fyrir framan eitt og allt og halda að þar með hljómi þeir gáfulega. Reyndar finnst mér þessi pistill þinn Hallur vera með miklum ólíkindum og satt best að segja, tóm þvæla. Það er svo langt frá því að "karlremba" hafi aukist í þjóðfélaginu því er þvert á móti, og sem betur fer, öfugt farið. Ég legg til að þú lesir örlítið til í mannkynssögu og Íslandssögu áður en þú ferð að slá fram svona staðhæfingum. Það finnst auðvitað ekki nokkrum manni með vott af sjálfsvirðingu í lagi "að banka kellinguna". Veit ekki við hverja þú talar en þeir eru auðsýnlega hvorki í gáfulegri endanum né þversnið af ungum mönnum. Gagnkvæm virðing og verkaskipting er á efa mun algengari nú en áður fyrr. Þessi pistill þinn hljómar reyndar í mín eyru eins og þú hafir bara ákveðið að skrifa eitthvað í stað þess að gera ekki neitt. Í þessu tilfelli hefði verið gáfulegra fyrir þig að gera ekki neitt. Eða í það minnsta eitthvað annað en þetta!

Hulduheimar, 14.1.2008 kl. 15:21

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég veit ekkert hvort að þetta hefur aukist eða minnkað en eitt er víst að ég verð vör við þetta í dag! Ég starfa í framhaldsskóla og ungar stelpur sem eiga kærasta hafa komið að tala við mig stundum eftir andlegt ofbeldi og stundum líkamlegt (eða bæði). Þær tipla á tánum í kringum þessa vini sína og vilja geðjast... Því vissulega lofa þeir bót og betrun á eftir.  Auðvitað koma ekki allar sem verða fyrir ofbeldi að tala við mig svo eflaust er þetta bara toppurinn á ísjakanum. 

Þetta eru oft strákar með minnimáttarkennd á einhverju sviði sem haga sér svona. Kunna ekki almennilega samskipti og finna vanmátt sinn.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.1.2008 kl. 15:51

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Ég sé að pistill minn kom illa við ykkur sem hafið sett inn athugasemdir. Tónninn í athugasemdunum er þannig.  Vonandi hafið þið rétt fyrir okkur,

Sú upplifun undanfarna mánuði sem ég lýsi í pistlinum kom líka mjög illa við mig. Ég taldi að við værum komin lengra á jafnréttisleiðinni.

Ég verð að svara ykkur. Dísa Dóra - þú segir að það séu ekki fleiri ofbeldisfullar karlrembur meðal yngstu karlmannanna nú en áður. Kann að vera.  En ég orðið var við of mörg dæmi til að ég geti leyft mér að afgreiða þau sem tilviljun. Þá hef ég rætt þetta aðeins við 17 ára dóttur mína - sem staðfestir grun minn - það er að sífellt fleiri strákar séu í raun og veru gegnsýrðir karlrembu - og láta hnefan tala þegar annað dugir ekki.

Tek það fram að ég vann með unglingum um langt árabil - og hef því samanburðinn.

Bumba. Þér finnst einkennilegt að blanda saman ofbeldi og karlrembu.  Ég er ekki að setja samansem merki milli ofbeldis og karlrembu - heldur draga fram að ofbeldisfull karlremba virðist vera að aukast. Ekki gamla "góða, friðsamlega" karlremban sem einkenndi marga góða kalla í kynslóð foreldra minna.

Ég er ekki bara að tala um tal í nösunum á unglingum og ungum mönnum. Kannske hafa dæmi sem ég veit af verið tilviljun og ekki lýsandi - en ég óttast ekki.

Nanna Katrín. Ég er ekki að alhæfa um unglinga og ungt fólk. Ég er hins vegar að lýsa áhyggjum mínum yfir að þessi afstaða og hegðun sé að aukast meðal þessa hóps. Að sjálfsögðu er lunginn úr unglingahópnum vel gerðir unglingar eins og alltaf hefur verið. En ýmsar viðhorfssveiflur hafa verið einkennandi í þessum aldursflokki gegnum aldirnar - og ef það sem ég varpa hér fram er slík viðhorfsbreyting - þá þarf að sporna við.

Hulduheimar. Ég er með BA gráðu í sagnfræði og þjóðfræði - þannig að ég kann bæði mannkynssöguna og Íslandssöguna.  Ég er ekki að bera saman ólíka menningarheima og siði - annars vegar gamla bændasamfélagið - þar sem reyndar var skýr verka og valdaskipting á milli húsbónda og húsfreyju - og hins vegar núverandi stöðu.

Ég er að benda á að mögulega er bakslag komið í jafnréttisþróunina - sem er reyndar ekki margra áratuga gömul - og mögulega það sem verra er - einhver hópur ungra manna sem telur ofbeldi vera í lagi.  Samfélagið hefur undanfarna áratugi ekki talið ofbeldi vera í lagi - þótt það hafi farið víða fram bæði utan og innan heimilana.

Heimilisofbeldi var hins vegar þagað í hel illu heilli - gegnum tíðina. Þú segir að ég eigi ekki að skrifa um þessa upplifun mína. Ég er ósammála þér. Þvert á móti er það skylda mín að vekja athygli á þessu - skapa um það umræðu og í áframhaldinu að reyna að breyta þessu viðhorfi - ef staðreyndin er sú að ofbeldisfull karlremba sé í sókn meðal ungra manna.  Vonandi hef ég rangt fyrir mér - en þá kemur það í ljós í opinni, upplýstri umræðu sem þessari.

.

Hallur Magnússon, 14.1.2008 kl. 16:28

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Góðar pælingar Hallur.

Ofbeldi og karlremba eru ólík hugtök. En ég held að karlremba og ofbeldi séu mun samtengdari en margir vilja viðurkenna. Sjálfur er ég frekar viðkvæmur maður og verð mikið var við leiðinda karlrembu. Það tæki nokkrar kynslóðir af losna við hana. Mannastælar eru plága sem hafa átt sína hátinda. Hvort meira sé um þá en áður veit ég ekki um, en stundum verð ég var við "kerlingarembu" líka ef út í það er farið.

En bakslagur í jafnréttindaþróunina, held það sé staðreynd. Hlustið á Rush Limbaugh, skurðgoð ýmissa öfgamanna. Svo held ég að talið sjálft, málfarið og hugarfarið sé einfaldlega bakgrunnur og stoðir ofbeldisins sem við getum tengt í karlrembu. Vandamálið byrjar í málfarinu eða "nösunum." 

Ólafur Þórðarson, 14.1.2008 kl. 18:13

8 Smámynd: Dísa Dóra

Hallur ég sagði ekki að það væru ekki fleiri ofbeldisfullir karlmenn nú en áður.  Ég sagði að ég væri ekki viss um að svo væri.  Ég veit nefnilega ekki hvort svo sé og þrátt fyrir að umræðan í dag sé mun meiri (sem betur fer) um þessi mál en áður var þá þarf það alls ekki að þýða að meira sé um slík mál en áður var.  Umræðan hefur bara opnast og nú þora fleiri að tjá sig en áður.

Hins vegar verð ég að vera sammála þér um að orðin ofbeldi og karlremba eru svolítið tengd.  Það sem áður var orðað sem karlremba og slíkt var kannski einmitt sá sem að beitti ofbeldi.  Fyrr á tíðum var bara nær óhugsandi að tala um að einhver beitti ofbeldi og því var frekar notað að hann væri karlremba.  Í dag er frekar farið að tala um ofbeldi eins og það kemur af kúnni svo að segja og því hafa þessi hugtök sennilega aðeins breytta merkingu og karlremba í dag þarf ekki endilega að hafa þau persónueinkenni sem áður fólst í þessu orði.  

Ég er sammála þér um að slíkar vangaveltur eru slíkar að mjög gott er að ræða þær og skrifa um þær.  Með því að ræða ofbeldismál og allar hliðar þeirra eflum við forvarnirnar sem best

Dísa Dóra, 14.1.2008 kl. 18:41

9 identicon

Sannarlega þörf umræða. Ég held að ofbeldi sé bara hærra stig af karlrembu. Þá hef ég alltaf haft óbeit af mörgum þeim textum sem unga fólkið hlustar á lon og don. Þar hef ég heyrt marga vafasama texta. En þetta á líka að vera í okkar höndum sem ölum  börnin upp. Ég er samt svo bjartsýn að ég trúi því að áður en langt um líður verði þetta liðið undir lok.

Sigrún

Sgrún Björgvins (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 21:26

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil rekja þetta beint í rappkúltúrinn.  Hlustaðu á rapptexta, skoðaðu attitúdið í myndböndum og slíku.  Þetta þykir á einhvern perversan máta fyndið og um leið veitir mönnum fullnægju í minnimáttakenndinni og tilgangsleysinu.  Stelpur virðast mér gútera þetta svona sem tribal hegðun, svona þar til pústrarnir koma.  Að kalla konur tussur, beljur, hækjur, hórur, druslur etc þykir bara mjög tilhlýðilegt og má heyra stúlkur vísa til sjálfra sín +a þann máta.  Ég á engin ráð né meðul, en þetta er greining mín.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 06:41

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er kannski líka birtingarmynd sjálfhverfar efnishyggju og þessa Metrósexualisma, sem er einhverskonar afbrigði Narcissisma.  Ég um mig frá mér til mín.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2008 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband