Ungt fólk í ráðherrastólana!

Það verður spennandi að sjá málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks - og ekki síður að sjá skiptingu ráðuneyta og ráðherra. Hin nýja ríkisstjórn hefur alla burði til þess að verða öflug og farsæl, enda tekur hún við óvenjulega góðu búi.

Forsenda þess er sú að þau Geir og Ingibjörg Sólrún ná að vinna vel saman og að þau geti tekist tvo á um málin sín á milli, komist að niðurstöðu og staðið saman um hana gagnvart samráðherrum og þingflokkum sínum.

Ég hef fyrirfram enga ástæðu til að halda að svo verði ekki. Geir er öflugur, traustur og reyndur stjórnmálamaður sem getur verið mun fastari fyrir þegar þess þarf en almenningur gerir sér kannske grein fyrir. Ingibjörg Sólrún er afar reyndur leiðtogi sem hefur mikla reynslu af því að vinna með ólíkum stjórnmálaflokkum og ná sínu fram í slíku samstarfi.

Með allri virðingu fyrir miðaldra þingmönnum og þaðan af eldri, þá óska ég eftir að sjá nokkra öfluga ráðherra í yngri kantinum inn í þessa ríkisstjórn.  Þar er af ágætum hóp að taka. Þorgerður Katrín leiðir náttúrlega nýja kynslóð Sjálfstæðismanna sem varaformaður flokksins, Guðlaugur Þór hefur sýnt styrk og hefur orðið yfirvegaðri með hverju árinu. Bjarni Benediktsson er náttúrlega framtíðamaður. Þá hafa yngri konurnar í Sjálfstæðisflokknum verið að styrkja stöðu sína undanfarið.

Samfylkingin er með öfluga menn eins og Björgvin G. Sigurðsson sem nú er kominn með góða þingreynslu, Árna Pál Árnason sem er öflugt leiðtogaefni og með mikla reynslu í málaflokkum eins og öryggis og varnarmálum, Evrópumálum og húsnæðismálum, en geldur þess að hafa einungis náð 4. sæti í sínu fyrsta prófkjöri.  Þá er Þórunn Sveinbjörnsdóttir næstum orðin hokin af reynslu - kornung konan. Hún hefur meðal annars mikla reynslu í utanríkis- og þróunarmálum. Þau tvö bæta hvort annað upp í þeim málaflokkum . Þá er Katrín Júlíusdóttir bráðung og fersk og sýndi pólitísk klókindi í prófkjöri þar sem hún náði 2. sætinu sem hún stefndi að með glans.  Þá er Gunnar Svavarsson nýr í þingflokknum.

Ekki má heldur gleyma Helga Hjörvari sem er miklu yngri en margir halda vegna langrar veru sinnar í stjórnmálum.

Ég myndi vilja að minnsta kosti helming ráðherra úr hópi framangreindra þingmanna úr yngri kantinum.

Finnst reyndar synd að unga fólkið í Framsóknarflokknum fékk ekki tækifæri til að taka þátt í nýrri ríkisstjórn, en þar er öflugt, bráðungt fólk sem hefði þar átt fullt erindi eins og Birkir Jón Jónsson, Sæunn Stefánsdóttir og að sjálfsögðu Siv Friðelifsdóttir sem enn er bráðung þrátt fyrir langan ráðherraferil.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram eftir hádegi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt hvað þið Framsóknarmenn "gleymið" alltaf Ágúsi Ólafi, varaformanni Samfylkingarinnar, sem er jú yngstur þingmanna flokksins en hefur samt ótrúlega miklu. Það skyldi þó ekki vera óttinn við öflugan andstæðing á hinum pólitíska vettvangi. Að sjálfsögðu verður varaformaðurinn ungi ráðherra. Annað myndi á skákmáli kallast að leika af sér manni.

benjon (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:02

2 identicon

Það fór svo að Ágúst varð ekki ráðherra. Það er synd en hann fær tækifæri til að styrkja innra starf flokksins.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband