Baugsstjórnin mun hún kallast!

Það var aumkunarvert að heyra fréttamann flokksmálgagns Sjálfstæðisflokksins, fréttastofu Ríkissjónvarpsins, reyna að nefna verðandi ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokk "Þingvallastjórnina" í stað þess nafns sem þegar hefur fests við ríkisstjórnina, það er "Baugsstjórnin" . Enda vafðist henni tunga um tönn blessaðri.

Spái því að hitt flokksmálgagnið, Morgunblaðið, muni einnig reyna að taka upp "Þingvallastjórnin", enda virðist blaðið vera að fara af hjörunum vegna þess að ríkisstjórnin hefur verið kölluð "Baugsstjórnin".  Spái því jafnframt að "Baugsstjórnin" verði lífsseigari meðal almennings þótt flokksmálgögn Sjálfstæðisflokksins muni kalla hana annað.

Reyndar ætti að kalla fráfarandi ríkisstjórn "Þingvallastjórnina" því Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson lögðu grunn að henni á Þingvöllum fyirr 12 árum.

Það var enn aumkunarverðara að sjá Hrein Loftsson, sem ritaði dýrasta lesendabréf Íslandssögunnar, reyna að sverja Baugsstimpilinn af ríkisstjórninni.

En aðeins að Baugsstjórninni sem er í burðarliðnum.

Ég vænti þess að sú stjórn geti orðið sterk og jafnvel farsæl, líkt og Baugur sjálfur.  Hefði þó pesónulega viljað sjá samstjórn Samfylkingar og Framsóknar - en það vantaði dálítið upp á kjörfylgi þessara ágætu flokka til þess að það hefði verið unnt W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ekki veit ég hvort andstæðingum hennar tekst að klína þessu nafni á hana. En merkilegt verður það ef Björn Bjarnason verður ráherra í "Baugsstjórn". En hvernig var það Hallur, kvaddi ekki formaðurinn þinn "í góðu samkomulagi"? Ekki sá ég betur. Hef reyndar stungið upp á því að þessi stjórn verði kölluð "bleikjan", m.a. með tilliti til þess hvar hún er mynduð. Og þótt ég þykist ætla að veita þessari stjórn allt það aðhald sem mér er unnt, þá finnst mér nú lýsa full mikilli beiskju hjá Framsókn og VG að ausa yfir hana fúkyrðum áður en hún er orðin til!

Sigurður G. Tómasson, 20.5.2007 kl. 16:28

2 identicon

Hallur.  Þú ert með ósmekklegar aðdróttanir og ómaklegar í garð fréttastofu sjónvarps í þessari færslu.  Hvað áttu svo við með nýjasta kommenti þínu á heimasíðu Péturs Gunnarssonar?

sigmarg (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:53

3 Smámynd: Elfur Logadóttir

Æ Hallur,

ég sem hélt að þú værir yfir svona málflutning hafinn. Ég skil vel að framsóknarmenn séu sárir eftir upplifun síðustu viku en suma hluti bara segir maður ekki. 

Langaði annars að benda þér á athugasemd mína við aðra færslu hjá þér, um lítið en hrikalega handhægt trix. Sérstaklega fyrir geðheilsuna :)

ha'de'

Elfur Logadóttir, 20.5.2007 kl. 19:55

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Sigurður G.

Mér lýst mjög vel á "Bleikjan". Og ekki ætti Össur að vera ósammála því.

Sigmar. Mér fannst þessi inngangur á fréttinni "Þingvallastjórnin" fyrir neðan allar hellur.  Hann var svo greinilega settur fram til mótvægis við uppnefnið "Baugstjórnin" - sem mun náttúrlega lifa þegar fólk vill ræða um ríkisstjórnina á neikvæðan hátt - á sama hátt og vinstri menn hafa talað um núverandi stjórn sem "afturhaldsstjórnin" og fleira í þessháttar dúr.  Það er ekki hlutverk fréttastofu Sjónvarpsins að ganga erinda á þennan hátt. 

Hefði væntanlega ekki skrifað þennan pistil annars.  Ber reyndar mikla virðingu fyrir fréttastofunni - sem - eins og Mogginn - er í 95% tilfella með mjög vandaða og góða umfjöllun og fréttir.

Minni á að Þingavallastjórnin var örlítið notuð um stjórn Davíðs og Halldórs - og er að mínu mati upptekið.  

Mun væntanlega hætta að nota "Baugsstjórnin" um komandi ríkisstjórn. Fannst það nafn frekar fyndið - en greinilegt af þeim viðbrögðum sem ég fæ að bæði Sjálfstæðismenn og Samfylkingarmenn taka þessa nafngift afar nærri sér - og hafa ekki sama húmor og ég (kannske sem betur fer).

Hvað varðar kommentið á Kastljósið - þá tel ég það hafi verið ritstjórnarleg mistök að láta Helga flytja pistilinn um veitingu ríkisborgararéttar. Þótt allt það sem kom fram í þeirri umfjöllun hefði verið rétt - sem það var ekki eins og þú veist - þá hefði að mínu mati verið rétt vegna pólitísks bakgrunnar Helga að láta hann EKKI lesa pistilinn - og alls ekki ræða við Jónínu Bjartmarz í kjölfarið - því Helgi varð í því viðtali að verja eigin orð - sem greinilega byggðust ma. á í besta falli á ónákvæmum heimildum. Gat því ekki verið hlutlægur.

Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðu siðanefndar blaðamannafélagsins í því máli.

Hins vegar vil ég taka fram að ég tel að Helgi eigi góða framtíð fyrir sér sem góður fjölmiðlamaður - ekki síst ef hann lærir af þessu máli - sem ég held hann mini gera. Hann hefur amk verið í uppáhaldi hjá mér.

Hallur Magnússon, 21.5.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Framsóknarjafnaðarmaðurinn Guðmundur Steingrímsson er kominn með nafnið!

MURTAN!

Hallur Magnússon, 21.5.2007 kl. 14:24

6 identicon

Pistill Helga var kórréttur.  Ekki eitt einasta atriði rangt eða hrakið, þrátt fyrir ömurleg gífuryrði framsóknarmanna þar sem ráðherrar hafa farið fremstir í flokki í ómerkilegheitum.  Nefni þar Guðna og Magnús fyrst.  Ekkert að vinnubrögðum kastljóss í þessu máli, einsog siðanefnd mun staðfesta verði málið kært þangað.  Ekkert okkar hefur fengið nein boð um að mæta fyrir nefndina.  Má Helgi semsagt ekki vera með umfjöllun um pólitík af því hann var einhverntímann kosningastjóri Samfylkingarinnar?  Mátti Róbert Marshall ekki flytja pólitískar fréttir af því að hann var einhverntímann ungur Allaballi.  Sjálfur var ég í Sús fyrir 18 árum.  Er ég þá vanhæfur?  Hvað með Þór Jónsson sem var framarlega í framsókn áður en hann fór í fréttirnar?  Er þá ekki með sömu rökum beinlínis absúrd að framsóknarmaðurinn Steingrímur Sævarr skuli ritstýra íslandi í dag?  Hallur, kommon, þú veist betur....

sigmarg (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband