Bjálvingarstuđulslánagrunnurinn!

Ţađ var athyglisvert ađ kynna sér Bjálvingarstuđulsgrunninn, Íbúđagrunninn og Húsalánsgrunninn á fundum í Almanna- og Heilsumálaráđinu í síđustu viku.

Já, ţađ var ekki leiđinlegt ađ sćkja frćndur vora í Fćreyjum heim, ţótt stoppiđ vćri stutt og fundardagurinn langur og strangur. Reyndar er ţetta í fyrsta sinn sem ég kem til Fćreyja - sem er reyndar međ ólíkindum - eftir ađ hafa gegnum tíđina flćkst fram og til baka um Norđurlöndin allt frá Quarqatoq á Grćnlandi til Karelíu í Finnlandi. Ekki seinna vćnna.

Verkefniđ sem ég er ađ vinna međ sérfrćđingi úr norska Húsbankanum fyrir fćreyska Almanna- og heilsumálaráđiđ er spennandi - og framundan líklega tvćr vinnuferđir til Fćreyja. Vonandi get ég tekiđ einhverja frídaga í tengslum viđ annan hvorn fundinn til ađ skođa eyjarnar betur ásamt fjölskyldunni. Enda er ţetta örskotstúr - klukkutími og korter međ flugi frá Reykjavík til Vágar.

Ţađ var reyndar viđ hćfi ađ gista í litlu, gömlu húsi í miđbć Ţórshafnar, en ţađ var ekki pláss á hótelunum vegna stórrar ráđstefnu sem haldin var á sama tíma og fundarhöldin okkar. Ţađ var notaleg tilbreyting ađ gista í 120 ára húsi - í stađ venjulegu, stöđluđu hótelherbergjanna sem alls stađar eru eins.

Ţá var sérstakt ađ éta skerpikjöt, ţurrkađa grind, ţurrsaltađ grindarspik og sođnar kartöflur. Fćreyska lambasteikin var nú samt betri.

Reyndar var ráđherralisti nýrrar ríkisstjórnar Íslands birtur međan ég var í Fćreyjum. Hitti Eiđ Guđnason sendiherra okkar í Fćreyjum áđur en ráđherralistinn var birtur - og rćttist spá hans um ráđherraval held ég alveg.

Já, Bjálvingarstuđulslánagrunnurinn!

Ţađ er upp á íslensku "húsaeinangrunarlánasjóđurinn".

Ađ lokum. Gústi tölvukall er vćntanlega ađ koma mér aftur í tengingu viđ internetiđ heima - svo ţađ verđur styttra á milli blogga!  Af nógu er ađ taka!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband