Siv flott í gervi tannálfsins!
5.5.2007 | 12:34
Það er gott að sjá Siv í gervi tannálfsins og tryggja tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir þriggja og tólf ára barna með þessum samningi við Tannlæknafélagið.
Það er ekki hvað síst mikilvægt að það náist nýir samningar við tannlæknafélagið - en mér skilst að það hafi verið erfitt að ná samkomulagi við tannlæknana um ýmislegt annað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir undanfarin misseri.
Í yfirlýsingu sem fylgir undirrituninni segir m.a.:
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að með þessu sé stigið fyrsta skrefið í forvarnareftirliti barna og unglinga, sem leggja mun grunn að bættri tannheilsu barnsins um alla framtíð. Í framtíðinni verður hugað að því að þétta þetta eftirlitsnet með því að taka fleiri árganga inn til eftirlits á þennan hátt.
Þetta er gott því betur má ef duga skal!
Bendi á fyrra blogg mitt um þessi mál, Tannálf í skólann, takk!
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Facebook
Athugasemdir
Í minni fjölskyldu hefur það alltaf verið tannlæknir í október og apríl, svo bara í október fyrir þá eldri sem þurftu ekki strangara eftirlit, og bíllinn í skoðun í janúar. Ekkert flókið, og það gleymdist aldrei að panta tíma.
Mér þætti gaman að vita hvort þetta efnaminna fólk sem hefur ekki efni á / tímir ekki að senda börnin til tannlækna reki bíl. Tvær skoðanir á ári, ef ekkert er að, kosta nefnilega alls ekki svo mikið. Sérstaklega þar sem börn fá stóran hluta endurgreiddan.
Arfi, 5.5.2007 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.