Af toppnum hjá Mogganum í blogghlé
9.3.2009 | 22:45
Undanfarna fjóra daga hef ég verið í efsta sæti yfir mest lesnu bloggara á mbl.is. Það var svoldið skemmtilegur áfangi að ná. Náði hins vegar ekki efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það var svoldið leiðinlegt að ná ekki þeim áfanga.
Hef núna bloggað nær daglega í 16 mánuði. Hef fengið rúmlega 300 þúsund heimsóknir.
Er orðinn dálítið þreyttur og þurrausinn.
Ætla því að taka mér frí frá blogginu út þessa viku.
Legg vonandi eitthvað gáfulegt í umræðuna í næstu viku. Eða ekki.
Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?
9.3.2009 | 22:44
Eitt svarið við efnahagsvandanum gæti verið að finna á afar athyglisverðri bloggsíðu Þrastar Guðmundssonar þar sem hann bloggar: Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?
![]() |
Svör við efnahagsvandanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimild til hópmálssóknar mikil réttarbót
9.3.2009 | 22:11
Heimild til hópmálssóknar er nú loks í augsýn á Íslandi, en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á lögum um meðferð einkamála sem opnar fyrir hópmálsóknir. Þetta er mikil réttarbót fyrir íslenska neytendur - enda hefur Talsmaður neytenda lagt áherslu á þessa lagabreytingu.
Það eru allar líkur á að frumvarpið verði samþykkt á næstu dögum enda þverpólitísk samstaða nú um málið.
Blaðamönnum og þingmönnum mútað af bönkunum?
9.3.2009 | 15:22
"Rannsóknarnefnd Alþingis, sem á að grafast fyrir um orsakir bankahrunsins, ætlar að rannsaka hvort stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi komið innan úr bankakerfinu um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þetta eigi við þingmenn, fyrrverandi þingmenn og ýmsa fjölmiðlamenn. Kanna á tímabilið frá 2004 til 2008."
Svo hljóðar hluti fréttar á www.visir.is.
Þótt ég hafi oft verið undrandi á hlutdrægni fjölmiðlamanna þegar ég var að verjast rangfærslum bankanna gagnvart Íbúðalánasjóði á sínum tíma - þá hafði ég ekki hugmyndaflug til að láta mér detta í hug mögulega óeðlilega fyrirgreiðslu í bönkunum til handa fjölmiðlamönnum!
Heitir það ekki mútur á íslensku?
![]() |
Eva Joly ráðleggur ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna formaður forsenda stjórntækrar Samfylkingar
9.3.2009 | 07:56
Jóhanna Sigurðardóttir verður að gefa kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar við núverandi ástæður. Það er forsenda þess að Samfylkingin verði stjórntæk í kjölfar kosninga.
Tvíhöfða þurs í forystu Samfylkingar er ekki það sem þjóðin þarfnast.
Jóhanna er óumdeildur leiðtogi Samfylkingarinnar um þessar mundir. Borgarfulltrúi eða fyrrum bæjarstjóri geta aldrei verið trúverðugir eða traustir formenn þessa dagana. Þess vegna á hún að taka kaleikinn - strákarnir verða að bíða í 2-3 ár í viðbót.
![]() |
Þrýstingur á Jóhönnu vex |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)