Guðlaugur Þór sýnir kjark og áræði

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra sýnir mikinn kjark og áræði með þeim róttæku skipulagsbreytingum sem hann hefur boðað og felast í að skipta Íslandi upp i 6 stjórnsýsluleg heilbrigðisstofnanasvæði.  Í þessum breytingum felast mikil tækifæri.

Það væri betur að fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar sýndu sambærilegan kjark og áræði og væru tilbúnir að taka slag sem fyrirfram er ljóst að verður harður. Við stæðum þá væntanlega betur í dag sem þjóð.

En þótt mikil breyting felist í þessum róttæku breytingum sem og öðrum breytingum sem heilbrigðisráðherra hefur boðað, þá fer fyrst að reyna á ráðherrann í framhaldinu.

Það skiptir nefnilega öllu máli hvernig unnið verður úr þeim ramma sem settur hefur verið og hvernig unnið verði úr þeim tillögum um breytingar sem samhliða voru kynntar á starfsemi ýmissa sjúkrastofnanna.

Það verður úrvinnsluferlið og endanleg útfærsla sem skiptir mál. Þessi aðgerð getur endað með ósköpum ef ekki er vel haldið á málum og ekki tekið tillit til aðstæðna á hverjum stað fyrir sig. En þessi róttæka breyting getur einnig orðið til þess að auka hagkvæmni og bæta heilbrigðiskerfið í heild til lengri tíma litið.

Tíminn mun leiða í ljós hvort ráðherrann ræður við verkefnið eða hvort það verði banabiti hans sem stjórnmálamanns.

Sjá einnig:

Heilbrigðisstofnanasvæðin eðlileg stærð framtíðarsveitarfélaga

Athyglisverðar skipulagsbreytingar heilbrigðisráðherra


mbl.is Ógnar ekki öryggi sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma?

Ábyrgð, heiðarleiki og samvinna eru forsenda þess að íslenskt samfélag komist heilt út úr þeim hremmingum sem við eigum við að glíma. Framsókn nýrra tíma getur leikið lykilhlutverk í þeirri glímu, enda hefur Framsóknarflokkurinn mikla reynslu í að koma hjólum atvinnulífsins af stað á ný í kjölfar fjöldaatvinnuleysis.

En er ábyrgð, heiðarleiki og samvinna í Framsókn nýrra tíma?

Þrátt fyrir að afmarkaður hópur ungra, kappsfullra manna í Framsóknarfélagi Reykjavíkur hafi misst sig í keppnisskapinu og tekið á einum fundi upp vinnubrögð sem Framsóknarfólk yfir höfuð hefur krafist að væri að baki og reynt á vafasaman hátt að éta alla kökuna í stað þess að óska eftir réttlátum hlut í henni, þá eru allar forsendur fyrir því að Framsókn nýrra tíma byggi á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu.

Sú staðreynd að ábyrgð, heiðarleiki og samvinna hefur verið ríkjandi tónn á öllum öðrum fundum en þessum átakafundi í  Reykjavík, ætti að gefa tóninn fyrir flokksþing Framsólnarmanna og framhald þess.

Sérstaklega vil ég benda á góðan fund Framsóknarfélaganna í Kópavogi þar sem á undanförnum árum hefur ríkt nokkur togstreita milli fylkinga. Fundurinn einkenndist af ábyrgð, heiðarleika og samvinnu, þrátt fyrir að fundurinn var daginn eftir átakafundinn í Reykjavík þar sem ljóst er að markmið kappsfullu, ungu mannanna var að fylkja liði gegn Kópavogsbúanum Páli Magnússyni.

Einhvern tíma hefði viðbragðið orðið hefnd og átök. En svo varð ekki, enda held ég að allir frambjóðendur til formanns Framsóknarflokksins hafi viljað koma í veg fyrir að mistökin í Reykjavík endurtækju sig.

Þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að Framsókn þá er það gleðilegt að í framboði til formanns flokksins er hópur vel menntaðra, öflugra ungra manna sem hver um sig getur orðið sterkur forystumaður nýrrar, samhentrar forystu Framsóknarflokksins og alls Framsóknarfólks.

Slysið á fundi Framsóknarfélaganna í Reykjavík í vikunni hefur hugsanlega tímabundið veikt Framsókn í Reykjavík, sem hefur á undanförnum mánuðum unnið þétt saman í borgarmálunum með góðum árangri.

En í ljósi þess að ákveðin sátt náðist um niðurstöðu átakafundarins og að Framsóknarfólk um allt land hefur áttað sig á að ný Framsókn getur ekki byggst á stundum vafasömum aðferðum fortíða, þá er ég þess fullviss að í kjölfar flokksþings þá náist varanleg sátt innan raða Framsóknarmanna í Reykjavík,  sátt sem byggir á ábyrgð, heiðarleika og samvinnu.

Það er forsenda þess að Framsókn nýrra tíma leiki mikilvægt hlutverk í endurreisn Íslands. Endurreisn sem þarf svo á kröftum og hugsjónum Framsóknar að halda svo hún geti heppnast sem best.

Framtíðin er beint lýðræði innan stjórnmálaflokkanna


mbl.is Nýtt fólk í Framsókn viðrar gömlu gildin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband