Samfylkingarfélag Reykjavíkur "ábyrgðarlaust"?

Ætli Samfylkingarfélag Reykjavíkur sé "ábyrgðarlaust?

Í kvöld sagði  Geir H. Haarde að það væri ábyrgðarleysi að leysa upp ríkisstjórnina í ljósi þeirra aðstæðna, sem eru í efnahagslífi landsins.

Ég held reyndar að það hafi sýnt sig að það er Geir Haarde, Sjálfstæðisflokkurinn, Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin sem hafi verið ábyrgðarlaus.

Framsóknarflokkurinn hefur gert upp við fortíðina og fyrrum forysta flokksins tekið ábyrgð á þætti Framsóknar í aðdraganda bankahrunsins.  Grasrótin í Framsókn kaus sér nýja og öfluga forystu og er reiðubúinn í framtíðina.

Grasrótin í Samfylkingunni virðist vera að átta sig á að hún ber sök á núverandi ástandi og þarf að taka ábyrgð. Forysta Samfylkingarinnar þarf að víkja og grasrótin að taka við eins og í Framsókn.

Sjálfstæðisflokkurinn verður einnig að taka á sig sína ábyrgð - sem er sínu mest!

Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Geir verður að víkja ásamt öðrum í forystunni.

Kosningar í vor - ný ríkisstjórn - og stjórnlagaþing til að móta framtíðarstjórnskipan þjóðarinnar - takk fyrir.


mbl.is Samþykktu ályktun um stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin ónýt - kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin

Ríkisstjórnin er ónýt. Kosningar og bráðabirgðastjórn lausnin.

Það eru ekki nema tveir dagar síðan ég skrifaði í bloggi mínu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur í sjálfheldu:

"Forysta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks standa nú afhjúpuð í sviðsljósi eigin efnahags- og stjórnunarmistaka á meðan nýr formaður og forysta Framsóknarflokksins er farinn að leiða endurreisn Íslands nýrra tíma í hugum almennings.

Sjálfhelda Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks felst í því að forysta flokkanna er ónýt, en geta þeirra til endurnýjunnar er nánast engin.

Varaformanni Samfylkingarinnar er ekki treyst þannig að formaðurinn getur ekki stigið til hliðar fyrr en á flokksþingi, flokksþingi þar sem smákóngar Samfylkingarinnar munu berjast af mikilli hörku og lítil hætta á eindrægni og samstöðu. Þvert á móti logar samfylkingin og hver höndin upp á móti annarri."

Þetta hefur nú sannast. Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn nær að halda landsfund á þeim nótum sem ég spáði:

"Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn. Formaður flokksins er farinn að minna á aldna, líflausu leiðtoga Sovétríkjanna sem veifuðu veiklulega og ótrúverðugt af þaki grafhýsi Leníns þegar skipulegar en líflausar göngur hermanna og kommúnistaæsku gengu fram hjá.

Þannig mun það væntanlega verða á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sýning fyrir fjölmiðla þar sem líflaus formaður sem er pólitískt dauður veifar með daufu brosi til flokksmanna sinna sem vita í hjarta sínu að veldistími formannsins er búinn. Það vantar hins vegar algerlega arftakan, en vongóðir kommisarar hnykkja vöðvana og bíða óþreyfjufullir eftir því að "leiðtoginn" gefi upp öndina pólitískt."

Mögulega mun Geir ekki lifa af pólitískt landfundinn!


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnlagaþing þjóðarinnar og nýja stjórnarskrá

Það verður að rísa nýtt og betra Ísland úr úr því ófremdarástandi sem nú ríkir. Það verður ekki gert nema með nýrri stjórnarskrá.

Ný stjórnarskrá verður ekki að veruleika nema þjóðin kjósi sé stjórnlagaþing hið fyrsta. Stjórnlagaþing sem ekki er skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga. 

Stjórnlagaþing sem sækir umboð sitt beint til þjóðarinnar og hefur skýrt umboð til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá. Tillögu sem síðan verði lögð fram í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Alþingi mun brátt fá til afgreiðslu tillögu um að Alþingi setji lög er kveða á um kosningu til stjórnlagaþings.  Þá reynir á Alþingismenn - ætla þeir að verjast nauðsynlegum úrbótum eða ætla þeir að treysta þjóðinni fyrir framtíðinni.

Ég hef bloggað um þetta áður: Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar

Ég var því afar ánæðgur þegar flokksþing Framsóknarflokksins ályktaði eftirfarandi um stjórnlagaþing:

Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.

Leiðir

Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:

  • Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
  • Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
  • Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
  • Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
  • Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
  • Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
  • Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
  • Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
  • Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
  • Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
  • Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds


Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina.  Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.


mbl.is Þingfundur fellur niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterk og miklu stærri sveitarfélög eru framtíðin

Sterk og miklu stærri sveitarfélög eru framtíðin.  Gömlu kjördæmin eru æskileg stærð sveitarfélaganna.  Sveitarfélögin ættu að taka að sér öll þau verkefni sem þau geta. Skatttekjur ættu að renna beint til sveitarfélaganna og þau greiði ríkinu útsvar.  Ríkið sjái einungis um sameiginleg mál landsmanna.


mbl.is Vilja efla sveitarstjórnarstigið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband