Sameining Moggans og Fréttablaðsins, Glitnis og Landsbanka!

Hvað er í gangi? Sameining Moggans og Fréttablaðsins, Glitnis og Landsbanka!?

Hvað næst? Sameining KR og Vals, Bónus og Sambands íslenskra samvinnufélaga?

Það væri ekki svo galið! 


mbl.is Möguleg sameining Landsbankans og Glitnis rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haarde með slæma samvisku gagnvart Glitni?

Mér fannst eins og Geir Haarde hafi verið með slæma samvisku þegar Sigmar gekk á hann í Kastjósinu í kvöld og spurði hvort aðrir kostir hefðu verið í stöðunni en það að stilla hluthöfum Glitnis upp við vegg og segja: "Þjóðnýtingu eða ekki neitt!"

Það virðast flestir málsmetandi menn á sviði efnahagsmála - nema bankastjóri Landsbankans sem hugsanlega verður bráðum bankastjóri sameinaðs Landsbanka og Glitnis - vera á þeirri skoðun að leið sú sem Glitnir óskaði eftir - þrautavaralán frá Seðlabankanum til að brúa tímabundinn og óvæntan lausafjárskort Glitnis - hefði verið sú rétta!

Enda hafi Glitnir að öðru leiti staðið nokkuð vel!

Geir vildi ekki svara því hvort sú leið hefði verið fær! 

Það kom einnig skýrt fram í máli forsætisráðherrans að það var ekki Geir Haarde og ríkisstjórnin sem var við stýrið í þjóðnýtingu Glitnisbanka. Það var Seðlabankinn ... og Samfylkingin virtist fjarri fram á síðustu stundu!

Mér virðist Seðlabankinn nánast hafa beitt Glitni misneytingu í þeirri stöðu sem bankinn var í - tímabundnum lausafjárskortið vegna ástandsins á alþjóðamörkuðum!

Ef það er rétt - þá hlýtur hinn heiðarlegi Geir Haarde að vera með slæma samvisku.


mbl.is Baksvið: Gömlu einkabankarnir ríkisvæðingu að bráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samvinnuráð í efnahagsmálum!

Það þarf að setja á fót samvinnuráð í efnahagsmálum eins og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur bent á. Guðni hefur í heilt ár varað ríkisstjórnina við þróun mála í efnahagsmálum. Því miður hlustaði ríkisstjórnin ekki. Þvert á móti óð ríkisstjórnin út í þenslufjárlög þvert á ráð Guðna.

Nú ákveður ríkisstjórnin og Seðlabankinn á "ekki krísufundi" að þjóðnýta Glitni þegar lánveiting hefði dugað.  Líklega hefði ástandið ekki verið svona ef ríkisstjórnin hefði hlustað á Guðna!

Ríkisstjórnin á að leggja við hlustir - og verða við ábendingum Guðna um að setja á fót samvinnuráð í efnahagsmálum.

Lykillinn út úr vandanum byggir nefnilega á samvinnu. Eins og samvinnumaðurinn Guðni Ágústsson hefur ítrekað bent á!


Vilja menn enn einkavæða Íbúðalánasjóð?

Vilja menn enn einkavæða Íbúðalánasjóð?

Ætla menn enn að takmarka útlán hans vegna óbeinnar ríkisábyrgðar?

Ég bara spyr!


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setið við banalegu krónunnar?

Það læðist að mann sá grunur að ráðalausir ráðamenn þjóðarinnar sitju nú við banalegu krónunnar og undibúi líkvökuna!

Vonandi eru menn þó að undirbúa öflugar efnahagsaðgerðir

Undarlegt þó að heyra Geir Haarde ítrekað reyna að segja okkur að fundarhöldin séu nánast saklaust teboð en hafi ekkert með efnahagsmálin sérstaklega að gera!


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband