Frekar rakt í sveitinni!
24.9.2008 | 20:31
Það var frekar rakt í sveitinni um helgina þegar heimalandið í Hallkelsstaðahlíð var smalað! Hrannar bróðir lenti á bólakaf í Fossánni þegar hrossið sem hann reið neitaði afar snögglega að ríða út í ánna í veg fyrir væn lömb sem stefndu sér í voða. Hrannar fauk af baki og út í á - og Stóri Hallur hélt á tímabili að hann þyrfti að skera utan af sér regngallann til að draga sauðinn - það er Hrannar bróður - í land.
Þetta var eflaust frekar erfitt í roki og slagviðri - og þrátt fyrir hetjulaga aðfarir Hrannars bróður - þá misstu menn tvo væna dilka í ánna!
Ég missti af smalamennskunni - en mætti með börnin - og hana Ósk - í sveitina á sunnudeginum til að draga fé - meðal annars til slátrunar. Sem sagt fjárdráttur!
Strákarnir stóðu sig frábærlega - Styrmir 10 ára og Magnús 8 ára - í að eltast við lömbin. Eru búnir að læra heimamarkið - tvístíft aftan hægra! Svo mismunandi mörk vinstra.
Gréta litla horfði bara á!
Mitt mark - tvístíft aftan hægra - hálft af aftan, fjöður framan vinstra. Erfði það eftir langafa minn!
Núna eru þetta plastplötur með númerum - en gömlu góðu mörkin á sínum stað!
Fjárdrátturinn gekk vel - og kjötsúpan hennar Stellu alveg frábær að vanda!
Það er reyndar rétt í fréttinni - það var ótrúlega mikið í vatninu - sjaldan séð það hærra - en fyrir ókunnuga þá getur orðið 7 metra munur á hæsta og lægsta vatnsborði!
Besti silungur á landinu í Hlíðarvatni!
Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd af Hlíðarvatni og hluta heimalandsins að Hlíð - Hallkelsstaðahlíð! Reyndar er stór hluti landsins land eyðibýlisins Hafurstaða - sem er við enda Hlíðarvatns - þar sem Geirhnjúkurinn gnæfir yfir!
Þarna er miðlungs mikið í vatninu - stærsti hluti Tanganna - hrauntanganna við enda vatnsins - voru komnir undir vatn!
Vel við hæfi að þetta dúkki upp í dag - því pabbi heitinn - Magnús Hallsson húsasmíðameistari - hefði orðið 70 ára ef hann hefði lifað! En þetta er einmitt æskuheimili hans - Hallkelsstaðahlíð - vatnið og Hnappadalurinn - og þessi fallega náttúra!
Það var sko ekki ónýtt að vera þarna í sveit sumar eftir sumar!
Mynd: Kjartan Pétur Sigurðsson
![]() |
Fé bjargað úr hólmum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hækkar hávaxtastefna Davíðs bensínið og verðbólguna?
24.9.2008 | 16:42
Hækkar hávaxtastefna Davíðs Oddssonar bensínið og verðbólguna?
Það gæti meira en verið!
Staðreyndin er nefnilega sú að birgðakostnaður olíufélaganna hefur væntanlega hækkað um einhverja tugi milljóna - eða jafnvel hundruð milljóna - vegna stóraukins vaxtakostnaðar!
Nú fá olíufélögin ekki lán vegna birgðahalds í jenum - heldur íslenskum hávaxtakrónum - fjármagni á okurvöxtum Seðlabankans.
Vegna þessa þurfa olíufélögin væntanlega að hækka bensínverð umfram það sem annars væri - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið - sem Davíð hefur brugðist við með því að hækka vexti - eða ekki lækkað vexti - sem verður til þess að vaxtakostnaður hækkar - og olíuverð hækkar - sem verður til þess að hella olíu á verðbólgubálið sem verður til þess ....
Davíð!
Er áhvaxtastefnan ekki bara bull?
Viðheldur hávaxtastefnan kannske verðbólgubálinu?
Hávaxtastefnan mun allavega ekki bjarga krónunni. Það er of seint!
![]() |
Eldsneyti hækkar um 3-6 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hækkun greiðslubyrði íbúðalána bankanna var fyrirsjáanleg. Ég benti á þessa hættu haustið 2004. Vandamálið er hins vegar til staðar og getur að óbreyttu komi fjölda fjölskyldna á kaldan klaka.
Ríkisstjórnin hefur úrræði til að koma þessum fjölskyldum til bjargar.
Það er að heimila fjölskyldunum að taka Íbúðalánasjóðslán til þess að endurfjármagna þessi lán bankanna - því jafnhliða fyrirsjáanlegum stórhækkunum á vöxtum þessara íbúðalána bankanna þá losnar tímabundið úr vistarböndunum. Lántakendurnir fá nefnilega tækifæri til að greiða upp lánið - án uppgreiðslugjalds.
Slík lán Íbúðalánasjóðs eru á mun hagstæðari vöxtum en fyrirsjáanlegt vaxtaokur bankanna.
Á þetta hef ég áður bent:
Íbúðalánasjóður til aðstoðar viðskiptavinum bankanna?
![]() |
Greiðslubyrði þyngist að ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)