Þjóðarsorg í Noregi!

Get lofað ykkur að það ríkir þjóðarsorg í Noregi. Flestir Norðmenn halda með Liverpool, elska Riise og þola ekki Chelsea!

Mér sýnist allt stefna í úrslitaleik tveggja uppáhaldsliðanna minna um áratugaskeið - Chelsea og Barcelona!
mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spútnikblöðin 24 stundir og Viðskiptablaðið!

Sem gamall blaðamaður - og handhafi blaðamannaskírteinis nr. 136 - er ég sérstakur áhugamaður um dagblöð og þróun þeirra. Verð að segja að mér finnst aðdáunarvert hvernig 24 stundir og Viðskiptablaðið hafa eflst og þróast á undanförnum mánuðum.

Viðskiptablaðið - sem hjólaði stundum í mig þegar ég vann hjá Íbúðalánasjóði og ég átti jafnvel í smá skærum við - er orðið mjög öflugt og vandað viðskiptablað sem heldur dampi fimm daga vikunnar. Þá eru fylgiblöðin - eins og gömlu góðu Fiskifréttir - yfirleitt afar áhugaverð og vönduð!

Þá er vefur þeirra -  www.vb.is - afar áhugaverður - þótt þeir mættu þróa betur útlit hans.

Ólafur Þ. Stephensen hefur gert kraftaverk með 24 stundir! Ólafur tók við deyjandi blaði - Blaðinu - breytti því í 24 stundir - og breytt því í áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt dagblað - sem fjölskyldan togast á um á morgnanna.

Ef Ólafur tekur ekki við Mogganum þegar Styrmir hættir - þá held ég að Mogginn geti bara pakkað saman og komið út sem helgarblað 24 stunda í framtíðinni!


Jákvætt skref hjá Ingibjörgu Sólrúnu!

Ingibjörg Sólrún stígur jákvætt skref með því að skipa sérstakan sendifulltrúa í málefnum Palestínumanna og gefa þannig kost á því að Íslendingar geti tekið þátt í friðarferli milli Palestínumanna og Ísraela.  Við getum leikið hlutverk í slíku friðarferli - ekki hvað síst ef við náum sæti í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Þórður Ægir Óskarsson sendiherra er rétti maðurinn í starfið. Hann starfaði lengi fyrir hönd Íslands að RÖSE - Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu- sem endaði með stofnun ÖSE - Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sú reynsla ætti að nýtast honum sem sendifulltrúi í málefnum Palestínu.

Það kann að vekja athygli einhverra að ekki er um sendiherrastöðu að ræða - en þar sem Palestína er ekki fullgilt ríki þá er slíkt ekki unnt.

Við Íslendingar hljótum hins vegar að líta á stöðuna sem sendiherrastöðu - á sama hátt of við lítum á sama hátt og við lítum á aðalræðismannsstöðu Íslendinga í Færeyjum sem sendiherrastöðu!


mbl.is Friðarfundur á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður sýnir styrk og ábyrgð - að venju!

Íbúðalánasjóður sýndi bæði styrk sinn og ábyrgð með hóflegri lækkun vaxta. Sjóðurinn vann að venju eftir þeim lögum og reglum sem honum eru settar. En sjóðurinn nýtti það svigrúm sem hann hefur nú vegna ábyrgrar og góðrar áhættustýringar undanfarin misseri til þess að  teygja sig eins og hann getur á móti Seðlabankanum og hávaxtastefnu hans.

Þetta er engin nýlunda. Þótt annað mætti halda af málflutningi andstæðinga Íbúðalánasjóðs gegnum tíðina, þá hefur stjórn Íbúðalánasjóðs alla tíð reynt að koma til móts við efnahagsstefnu stjórnvalda hverju sinni eftir því svigrúmi sem lagaramminn veitir og raunar tekið á sig ótrúlegar skerðingar í nafni baráttunnar gegn þenslu.

Má þar nefna lækkun lánshlutfalls og sú staðreynd að hámarkslán sjóðsins hefur ekki hækkað í mörg misseri, er nú enn 18 milljónir króna en ætti að vera 25 milljónir ef forsendur félagsmálaráðuneytis frá því 2005 um hámarkslán sjóðsins hefði staðið.

Nú loksins viðurkenna hagfræðingar úr röðum þeirra sem helst hafa gagnrýnt sjóðinn og stjórn hans - sem alltaf hafa fylgt þeim lögum og reglum sem sjóðnum eru settar - þessa staðreynd.

Í Fréttablaðinu í dag er rætt við Ingólf Bender:

"Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir vaxtalækkun sjóðsins úr takti við við aðgerðir Seðlabankans. „Íbúðalánasjóður er ekki að spila með í þessari hagstjórn, þannig að út frá peningalegu aðhaldi myndi ég telja þetta neikvætt," segir Ingólfur. „En það má raunar segja sjóðnum til hróss að hann lækkaði vextina ekki eins mikið og hann hefði í rauninni getað."

Ingólfur bætir því við að ekki sé við sjóðinn að sakast heldur fremur löggjöf um sjóðinn. „Þetta kynni hins vegar að teljast jákvætt ef litið er til húsnæðismarkaðarins, þar sem lítið er um að vera um þessar mundir. "

Niðurlag Ingólfs er reyndar kjarni málsins og staðfesta orð Ingibjargar Þórðardóttur, formanns félags fasteignasala.

Íbúðalánasjóður er nauðsynlegur sjóður fyrir samfélagið, tryggir líf mikilvægs þáttar efnahagslífsins og veitir landsmönnum það öryggi sem þeir eiga rétt á í húsnæðismálum þótt það sé ekki alltaf í takt við ítrustu óskir misvitra forsvarsmanna í stjórnun efnahagsmála á Íslandi!

Sjá einnig: Íbúðalánasjóður lækkar vexti hóflega!


mbl.is Vaxtalækkunin sýnir styrk Íbúðalánasjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband