Ný framsókn í Bandaríkjunum?

Allt bendir til að Barack Obama verði kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna - sem betur fer. Það gæti þýtt tímabil nýrrar framsóknar í Bandaríkjunum - ekki veitir af!
mbl.is Obama með forskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Ingibjörg bera ábyrgð á ástandinu - kosningar í vor!

Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eiga að axla ábyrgð sína á efnahagsástandinu sem þau bera ábyrgð á. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á ástandinu. Samfylkingin er illilega meðsek vegna þeirra ítrekuðu mistaka sem núverandi ríkisstjórn hefur gert í efnahags- og bankamálum.

Þjóðin lítur á núverandi ríkisstjórn sem bráðabirgðastjórn á meðan gengið er frá nauðsynlegum grunnatriðum vegna ástandsins. Þjóðin vill kosningar næsta vor. Þá ætti að minnsta kosti Geir Haarde að vera búinn að axla ábyrgð og taka pokann sinn bæði sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.

Spái því að Geir fylgi hins vegar í fótspor þeirra sem óttast kosningar og lýðræðið og muni gera allt til að hanga á völdum sem lengst og hunsa vilja þjóðarinnar.


mbl.is Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi Framsóknarmanna vilja nýja forystu flokksins

Fjöldi Framsóknarmanna vilja nýja forystu flokksins. Það sýna mikil og jákvæð viðbrögð sem ég hef fengið frá Framsóknarmönnum við bloggfæslu minni Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!  Ég hef reyndar líka verið skammaður fyrir að opinbera þessa skoðun mína sem reyndar byggir á viðtölum við fjölda Framsóknarmanna undanfarnar vikur.

Ég verð að taka fram að ég hef ekkert persónulega út á núverandi flokksforystu að setja. Allt þetta fólk hefur unnið af miklum krafti fyrir Framsóknarflokkinn og þjóðina. En það er jafn ljóst að forystan er ekki að ná að endurreisa Framsóknarflokkinn - en endurreisn hans er lykilatriði fyrir íslenska þjóð.

Þá hef ég heyrt að sumir Framsóknarmenn eru mér reiðir fyrir að taka þessa umræðu á opinberum vettvangi. En þar sem Framsóknarflokkurinn er opinn, lýðræðislegur flokkur sem ekkert hefur að fela - þá er opinber vettvandur einmitt rétti vettvangurinn fyrir umræðu sem þessa.

Ég ætla að birta einn þeirra tölvupósta sem mér hefur borist í kjölfar bloggfærslu minnar - en þeir eru flestir á svipaðan veg.  Ég fékk leyfi hjá þeim er sendi mér póstinn til að birta hann - en þá ekki undir nafni:

"Sæll Hallur.
Mig langar að senda þér póst og þakka fyrir pistla þína á blog.is og sérstaklega þennan síðasta um nýja forystu framsóknarflokksins. Ég ákvað hins vegar að setja þetta ekki inn sem svar á blogginu þínu.  Ég kaus fyrst 1971 og hef kosið flokkinn allar götur síðan, það er sárt að sjá niðurlægingu flokksins núna, með Guðna eins og hann er og nær ekki að höfða til landsmanna og að Bjarni Harðarson viðrist helsti talsmaður flokksins. Það er afleitt.
Sem gamall floksmaður tel ég augljóst að róttækra breytinga sé þörf ef þetta á ekki að enda með ósköpum.
Það þarf að klippa á það sem liðið er, viðurkenna mistökin sem gerð hafa verið og læra af þeim. Og til þess þarf nýtt fólk.
Við eigum nóg af góðu fólki, og ég get tekið undir og líst vel á öll nöfnin sem þú telur upp.  Þekki reyndar ekki Árelíu og Sigrún er nú varla tilbúin að byrja upp á nýtt.  Varðandi ábyrgð var það gott hjá Jóni Sigurðssyni að koma í Markaðinn hjá Birni Inga og játa á sig mistök. Jón er mjög fínn maður og væri skynsamlegt að nýta krafta hans betur, hann fékk ekki nógu langan tíma í formannsstóli. Reyndar hæpið að gera hann að formanni, en það kæmi þó til greina.
Mér hefur alltaf litist mjög vel á Björn Inga, en held samt að hann verði að vera utan við forystuna eitthvað lengur, vegna alls þess sem dundi á honum í borgarstjórn.
Mér finnst Óskar Bergsson hafa staðið sig frábærlega eftir að hann varð forystumaður í Reykjavík, hann hefur ekki stigið feilspor og öll framkoma hans er til fyrirmyndar.
Ég held að ef flokkurinn á að lifa verði hann að hasla sér völl í þéttbýlinu, þar yrði Óskar fínn, einnig Einar Sveinbjörnsson, sem er mjög flottur og svo Jón Sigurðsson.
Og kannski ert þú til í að vera þar með, það væri fengur af því.
Og svo þarf auðvitað að hreinsa af flokknum þetta spillingarorðspor sem andstæðingar flokksins eru stöðugt að tönnlast á.  Mér finnst það óréttmætt og því verður að svara af hörku, en jafnframt líka að viðurkenna þau mistök sem gerð hafa verið.  Mestu mistökin voru að halda áfram í ríkisstjórn eftir kosningarnar 2003. Ef Halldfór hefði slitið samstarfinu þá væri staðna önnur en hún er í dag. Auðvitað átti líka að standa öðru vísi að einkavæðingu bankanna og setja skýrar reglur strax, svo menn hefðu eitthvað aðhald.
Jæja, læt þetta nægja í bili, takk fyrir pistilinn og haltu endilega áfram.
Bestu kveðjur"

Afnemið uppgreiðslugjald á íbúðalánunum!

Ríkisbankarnir eiga að afnema illræmt uppgreiðsluákvæði á íbúðalánum sínum þannig að þeir sem vilja greiða lán sín upp hraðar en skilmálar segja til um geti gert það án aukagjalds. Hið illræmda uppgreiðslugjald var slæmur gambítur bankanna á almenning.

Þá er vert að minna ríkisstjórnarflokkana á að þeir lofuðu að afnema stimpilgjöld af íbúðalánum. Væri ekki nær að gera það núna - og hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs verulega?


mbl.is Kjörvaxtaálag Kaupþings til skoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband