Ný framsókn í Bandaríkjunum?
3.11.2008 | 21:12
![]() |
Obama með forskot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Geir og Ingibjörg bera ábyrgð á ástandinu - kosningar í vor!
3.11.2008 | 15:12
Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eiga að axla ábyrgð sína á efnahagsástandinu sem þau bera ábyrgð á. Geir og Sjálfstæðisflokkurinn bera höfuðábyrgð á ástandinu. Samfylkingin er illilega meðsek vegna þeirra ítrekuðu mistaka sem núverandi ríkisstjórn hefur gert í efnahags- og bankamálum.
Þjóðin lítur á núverandi ríkisstjórn sem bráðabirgðastjórn á meðan gengið er frá nauðsynlegum grunnatriðum vegna ástandsins. Þjóðin vill kosningar næsta vor. Þá ætti að minnsta kosti Geir Haarde að vera búinn að axla ábyrgð og taka pokann sinn bæði sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Spái því að Geir fylgi hins vegar í fótspor þeirra sem óttast kosningar og lýðræðið og muni gera allt til að hanga á völdum sem lengst og hunsa vilja þjóðarinnar.
![]() |
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjöldi Framsóknarmanna vilja nýja forystu flokksins
3.11.2008 | 14:47
Fjöldi Framsóknarmanna vilja nýja forystu flokksins. Það sýna mikil og jákvæð viðbrögð sem ég hef fengið frá Framsóknarmönnum við bloggfæslu minni Nýja forystu í Framsóknarflokkinn! Ég hef reyndar líka verið skammaður fyrir að opinbera þessa skoðun mína sem reyndar byggir á viðtölum við fjölda Framsóknarmanna undanfarnar vikur.
Ég verð að taka fram að ég hef ekkert persónulega út á núverandi flokksforystu að setja. Allt þetta fólk hefur unnið af miklum krafti fyrir Framsóknarflokkinn og þjóðina. En það er jafn ljóst að forystan er ekki að ná að endurreisa Framsóknarflokkinn - en endurreisn hans er lykilatriði fyrir íslenska þjóð.
Þá hef ég heyrt að sumir Framsóknarmenn eru mér reiðir fyrir að taka þessa umræðu á opinberum vettvangi. En þar sem Framsóknarflokkurinn er opinn, lýðræðislegur flokkur sem ekkert hefur að fela - þá er opinber vettvandur einmitt rétti vettvangurinn fyrir umræðu sem þessa.
Ég ætla að birta einn þeirra tölvupósta sem mér hefur borist í kjölfar bloggfærslu minnar - en þeir eru flestir á svipaðan veg. Ég fékk leyfi hjá þeim er sendi mér póstinn til að birta hann - en þá ekki undir nafni:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Afnemið uppgreiðslugjald á íbúðalánunum!
3.11.2008 | 10:29
Ríkisbankarnir eiga að afnema illræmt uppgreiðsluákvæði á íbúðalánum sínum þannig að þeir sem vilja greiða lán sín upp hraðar en skilmálar segja til um geti gert það án aukagjalds. Hið illræmda uppgreiðslugjald var slæmur gambítur bankanna á almenning.
Þá er vert að minna ríkisstjórnarflokkana á að þeir lofuðu að afnema stimpilgjöld af íbúðalánum. Væri ekki nær að gera það núna - og hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs verulega?
![]() |
Kjörvaxtaálag Kaupþings til skoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |