Geir og Solla á alvarlegum villigötum með Fjármálaeftirlitið!
20.11.2008 | 20:53
Geir Haarde og Samfylkingin er á villigötum með að setja Fjármálaeftirlitið inn í Seðlabankann!
Ástæða þess hjá þeim er ekki málefnaleg - heldur eru þau svo óþreyjufull að losna við Davíð - að þau gera allt til þess að koma því í kring. Þau eru líka svo veik að þau geta ekki rekið seðlabankastjórana - og kjósa því að segja þeim upp með "skipulagsbreytingum".
Auðvitað á Fjármálaeftirlitið að vera sjálfstætt - og öflugt! Leiðin er að efla það frekar!
Davíð Oddsson er búinn að upplýsa - óbeint - að það var ekki nema að litlum hluta sem Fjármálaeftirlitið brást - heldur var það fyrst og fremst Seðlabankinn. Fjármálaeftirlitið átti að fylgjast með því hvort eigið fé bankanna væri í lagi - en Seðlabankinn átti að fylgjast með lausafjármálum bankanna. Það sem klikkaði var ekki eigið fé og álagspróf Fjármálaeftirlitsins - heldur eftirlit og skortur á aðgerðum Seðlabankans vegna lausafjárstöðu bankanna.
Þá má reyndar aldrei í þessari umræðu gleyma hlut þeirra sem fyrst og fremst bera ábyrgð - stjórnendum og eigendum bankanna!
Ætlast menn til þess að pólitískir seðlabankastjórar fylgist með tryggingarfélögunum?
Seðlabankinn veit ekkert um tryggingarfélög - en það veit Fjármálaeftirlitið - sem fylgist með þeim sem og öllum fjármálafyrirtækjum landsins.
Enn einu sinni er ríkisstjórnin að gera það vitlausasta í stöðunni!
![]() |
Ekki stefna aðgerðunum í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Óstarfhæfir stjórnarliðar berja hvorn annan með Seðlabankanum!
20.11.2008 | 19:12
Siv Friðleifsdóttir hitti naglan á höfuðið í dag þegar hún sagði ríkisstjórnina óstarfhæfa og "stjórnarliðar bergi hvorn annan með Seðlabankanum".
Ríkisstjórnarflokkarnir haga sér þessar klukkustundir eins og óþægir krakkar í sandkassa.
Ættu að taka sér vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskar Bergs í borgarstjórninni til fyrirmyndar - eða viðurkenna að verkefnið er þeim ofviða - og boða til kosninga!
![]() |
Ráðherrar vilja kosningar í vor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin taki Hönnu Birnu og Óskar til fyrirmyndar!
20.11.2008 | 16:32
Ríkisstjórnin ætti að taka oddvita meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, þau Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Óskar Bergsson til fyrirmyndar. Þvert á vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem reynir að sniðganga Alþingi og hefur ekkert samráð við stjórnarandstöðuna í efnahagsþrengingunum - þá vinna þau Hanna Birna og Óskar með minnihlutanum í borgarstjórn við úrlausn helstu viðfangsefna borgarinnar.
Nú er meirihlutinn og minnihlutinn að hefja í sameiningu vinnu við nýja sóknaráætlun fyrir Reykjavík, enda gekk sameiginlega vinna meirihluta og minnihluta í vinnslu aðgerðaráætlunar borgarinna vegna efnahagsástandsins afar vel og breið samstaða náðist um meginatriði aðgerðaráætlunarinnar.
Nú stendur yfir vinnsla fjárhagsáætlunar - sem verður erfið - en þar hafa þau Hanna Birna og Óskar unnið náið með minnihlutanum að vinnslunni.
Þá hefur borgarráð skipað starfshóp til að fylgjast með þróun og áhrifum atvinnuleysis í borginni. Að tillögu Hönnu Birnu mun Svandís Svavarsdóttir leiðtogi Vinstri grænna í borgarstjórn leiða starf hópsins - en eins og menn vita er Svandís í minnihluta borgarstjórnar.
Já, vinnubrögð Hönnu Birnu og Óskars eru til fyrirmyndar.
Annað en vinnubrögði ríkisstjórnarinnar!
![]() |
Sóknaráætlun fyrir Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óvissu eytt á vinalegum fundi Davíðs og ungs framsóknarfólks?
20.11.2008 | 11:11
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fær tækifæri til að eða óvissunni ef hann þekkist elskulegt boð ungra framsóknarmanna um að mæta á opið hús í höfuðstöðvum Framsóknarflokksins við Hverfisgötu næsta laugardag en ungt Framsóknarfólk hefur boðið Davíð sérstaklega með eftirfarandi bréfi:
Reykjavík, 20. Nóvember 2008
Seðlabanki Íslands
b/t Davíð Oddsson
Kalkofnsvegi 1
101 Reykjavík
Kæri Davíð
Þú þekkir okkur sennilega ekki, en okkur finnst við sannarlega þekkja þig. Þú hefur verið fjölskylduvinur hjá okkur flestum síðan fyrir fermingu og við vöndumst því að hlusta á þig tala og hlæja og okkur finnst alltaf jafn heimilislegt þegar þú birtist heima hjá okkur. Um tíma óttuðumst við að það yrði minna um heimsóknir frá þér vegna þess að þú fékkst sjálfum þér nýja vinnu. En viti menn, þú varst samt alltaf til í að kíkja við hjá okkur með eitthvað nýtt og spennandi í pokahorninu, nýja stýrivexti, óreiðumenn eða annað skemmtilegt.
Okkur langar endilega til að bjóða þér í mat. Það kreppir nú að vísu að hjá okkur, en aldrei svo að við getum ekki boðið vinum okkar í mat og átt skemmtilegt spjall. Það er bara svo margt að skrafa.
Við heyrðum þig nefnilega segja svo merkilega hluti á þriðjudaginn. Þú sagðir okkur frá því hvernig þú hefðir nú séð þetta allt saman fyrir og reynt að vara alla við. Hvernig stendur á því að enginn hlustaði á þig? Eða, hvernig stendur þá á því að í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, sem kom út í maí, er ekki gerð grein fyrir þeirri stórhættu sem þú varst búinn að sjá. Hlustaði kannski enginn í Seðlabankanum á þig heldur? Við könnumst við þetta. Það er heldur ekkert oft hlustað á okkur Framsóknarmenn. En, hvað með vin þinn, Geir? Af hverju trúði hann þér ekki? Þú getur trúað okkur fyrir þessu, við skulum ekkert fara lengra með það. Við kjöftum ekki frá vinum okkar.
Annað sem við getum rætt er þetta með Bretana. Við urðum rosalega spennt þegar þú sagðist vita hvers vegna Bretarnir hefðu notað hryðjuverkalög á okkur Íslendinga. Urðum síðan pínu skúffuð þegar þú vildir ekki segja af hverju. Við þekkjum nefnilega fólk, nánar tiltekið 80.385 karla og konur, sem eru svo reið út af þessum prakkaraskap í Gordon Brown að þau skrifuðu sig á heimasíðu til að segja honum að við séum ekki hryðjuverkamenn. Þau langar örugglega öll að vita af hverju Gordon gerði þetta. Við vitum reyndar að svona merkilegir menn eins og þú vita fullt af hlutum sem venjulegt fólk má ekki vita. En þá var nú soldið ljótt af þér að segja okkur að þú vissir. Varstu kannski að monta þig?
Best fannst okkur samt að heyra að þú ætlar sko ekki að sitja sem bankastjóri ef í ljós kemur að þú hefur ekki staðið þig. Það er gott að vita að þú lætur þér ekki detta í hug að vera áfram bankastjóri ef sú staða kemur upp að enginn vill hafa þig. Það er karakter.
Það er svo margt, margt fleira sem þú sagðir í á þriðjudaginn sem okkur langar til að ræða við þig. Svo endilega láttu okkur vita hvenær þú getur kíkt við. Við verðum með opið hús fyrir þig og aðra áhugasama á Hverfisgötu 33 frá kl. 12 til 14 laugardaginn 22. nóvember nk. Fátt er betra en grjónagrautur og slátur í hádeginu.
Kær kveðja,
Ungir framsóknarmenn
![]() |
Mikil óvissa um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)