Ríkisstjórnin hækki húsnæðisbætur!
9.10.2008 | 22:00
Það er skynsamlegt að frysta gjaldeyrislán heimilanna þar til íslenska krónan styrkist á ný - ef hún á annað borð gerir það. En það er alveg ljóst að greiðslubyrði heimilanna af íbúðalánum mun aukast all verulega - hvort sem fólk er rmeð gjaldeyrislán eða verðtryggt lán.
Ríkisstjórnin verður að bregðast við með hækkun húsnæðisbóta - hvort sem um er að ræða vaxtabætur eða húsaleigubætur.
Reyndar væri rétt að endurskipuleggja húsnæðisbótakerfið þannig að um verði að ræða eitt húsnæðisbótakerfi sem gerir ekki greinarbun á búsetuformum, það er húsnæðisbæturnar séu þær sömu hvirt sem um er að ræða fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði, í leiguhúsæði eða búseturéttarhúsnæði. Slíkt húsnæðisbótakerfi á að sjálfsögðu að taka mið af tekjum fólk hverju sinni.
Meira um það síðar!
![]() |
Gengistryggð lán verði fryst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Oft má satt kjurrt liggja!!!
9.10.2008 | 18:46
![]() |
Opinn" hljóðnemi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ég er orðinn vinur Vladimír Vladimíróvits Pútín!
9.10.2008 | 18:04
Ég er orðinn Vladimír Vladimíróvits Pútín!
Reyndar á "Facebook". Sé að 1826 Íslendingar eru skráðir vinir Pútíns. Hver ætli hafi verið svona skemmtilega hugvitssamur að búa til prófíl á Pútín?
Skemmtilegur brandari!
Hins vegar finn ég ekki fýlupúkan Gordon Brown í Facebook. Né Íslandsvininn Darling!
Hlekkur á Pútín: http://www.facebook.com/s.php?q=p%C3%BAt%C3%ADn&n=-1&k=400000000010&sf=r&init=q&sid=dcd283d5ecdcb76f23e6260e5665b941
![]() |
Brown: Viðhorf íslenskra stjórnvalda óviðunandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Glerþakið rofið? Loksins kona bankastjóri!
9.10.2008 | 09:55
Vonandi er glerþakið rofið með skipan konu í banakstjórastöðu eins af stærstu bönkum landsins. Það er löngu tími tilkominn!
Nú er bara að skipta Davíð út og skipa Eddu Rós seðlabankastjóra!
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusambandið vill flýtimeðferð á mögulegri umsókn Íslands!
9.10.2008 | 09:28
Ég átti mér þann draum að Íslendingar gætu farið í aðildarviðræður við Evrópusambandið í styrkleika og að við Íslendingar gætum tekið afstöðu til niðurstöðu samninga við ESB þannig að við hefðum raunverulegan valkost. Mér er illa við að taka upp málið núna - en það er því miður nauðsynlegt. Við verðum að ganga til viðræðna við ESB - því miður í veikleika! En það er því miður nauðsynlegt að reifa málið!
Það verður að kjósa umaðildarviðaræður þegar við kjósum til Alþingis í vor. Því við verðum að ganga til kosninga í vor - annað er óásættanlegt fyrir Íslendingar - ríkisstjórnin hefur einungis raunverulegt umboð frá þjóðinni til að ganga frá nauðsynlegum aðgerðurm vegna efnahagsmála - síðan ber að ganga til kosninga. Tæknilega hefur ríkisstjórnin umboð út kjörtímabilið - en ekki raunverulega í hugum fólks.
Sem betur fer er Evrópusambandið reiðubúið að taka Ísland inn í sambandið með flýti eins og sjá má á frétt besta vefmiðils landsins, www.eyjan.is:
"Fréttablaðið segir frá því í dag að einn af varaforsetum Evrópuþingsins, Diana Wallis, hafi sent Olli Rehn, stækkunarmálastjóra Evrópusambandsins, bréf þar sem hún skori á hann að aðildarumsókn frá Íslandi fengi flýtimeðferð gegnum ESB-kerfið.
Ef Ísland væri tekið með hraði inn í Evrópusambandið gæti það orðið landinu styrkur í efnahagsþrengingunum, segir í tilkynningu frá skrifstofu Wallis.
Rehn mun hafa sagt að aðildarviðræður við Ísland gætu tekið hátt í ár, en Wallis kveðst hafa eftir öðrum heimildum að hugsanlega væri hægt að ljúka viðræðum á hálfu ári og jafnvel á skemmri tíma.
Það er tekið fram, að auðviað sé það undir Íslendingum komið hvort þeir sæki um aðild, en Wallis segist gruna að athafnasvigrúm ríkisstjórnarinnar í Reykjavík þrengist nú snöggt í ljósi efnahagsástandsins í landinu. Svo virðist sem köll eftir inngöngu í ESB úr öllum áttum stjórnmálaumræðunnar og frá leiðtogum atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar séu að ná hámarki.
Wallis segir sína tilfinningu að með sérreglum um sjávarútveg væri hægt að semja um fulla aðild Íslands að ESB á nokkrum vikum frekar en mánuðum og hún telur þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir Ísland þar sem svo skjót afgreiðsla myndi að talsverðu leyti binda enda á efnahagsóvissuna í landinu.
Leitað var viðbragða frá skrifstofu Ollis Rehn í Brussel, og talsmaður hans, Anna-Kaisa Itkonen, ítrekaði fyrri ummæli hans um að aðildarumsókn frá Íslandi yrði vel tekið."
Vinur minn - Framsóknarmaðurinn Olli Rehn klikkar náttúrlega ekki!
Áfengissmygl til útlanda?
9.10.2008 | 08:52
Ég hef heyrt að nú sé stundað áfengissmygl til útlanda. Ekki að undra þegar bjórinn kostar 1250,- á Strikinu - og þá væntanlega marga þúsundkalla í miðborg Parísar! Bjórinn kostar hins vegar ennþá 600 -700 kall á Íslandi á veitingastað skilst mér.
Hitti rússneskan barþjón í ræktinni í gær. Hann er á leið heim. Hafði vit á því að skipta hýrunni sinni jafnóðum í Evrur þessi ár sem hann hefur búið á Íslandi.
Hann sagði mér að áður fyrr hefðu norskir ferðamenn verið þeir einu sem höfðu efni á því að kaupa sér bjór á Íslandi. Undanfarna daga hafi þetta hins vegar breyst! Nú séu allir útlendingar svo glaðir og ánægðir yfir því hvað bjórinn sé ódýr á Íslandi að þeir eigi það til að panta sér staup af köldu, íslensku brennivíni með bjórnum - og það með bros á vör!
Öðru vísi mér áður brá.
Eddu Rós í stað Davíðs í Seðlabankann!!
9.10.2008 | 08:32
Það ber að skipa Eddu Rós í stað Davíðs Oddssonar í Seðlabankans - strax í dag. Aðrir seðlabankastjórar eiga að sitja þar til efnahagslega gjörningaveðrið gengur niður. Þá eiga þeir að víkja - enda verður ríkissjórnin að breyta lögum um Seðlabanka þannig að Seðlabankastjóri sé einn. Einn, faglegur bankastjóri.
Ástæða þess að "litlu" bankastjórarnir þurfa að vera bankastjórar næstu vikurnar liggja í þekkingu þeirra og menntun. Þrátt fyrir allt uppfylla þeir lágmarksskilyrði ummenntun og reynslu þótt þeir séu samábyrgir aðalbankastjórnunum í endalausum mistökum undanfarinna ára - og þá sérstaklega undanfarinna daga!
Björgvin G. Sigurðurðsson hinn ungi bankamálaráðherra Samfylkingarinnar hefur gert fullt af mistökum undanfarna daga. En þrátt fyrir það - heilt yfir - finnst mér hann hafa staðið sig afar vel. Það er alveg ljóst hver á að vera arftaki Ingibjargar Sólrunar. Því miður fyrir land og þjóð var Ingibjörg Sólrún ekki með heilsu til að takast á við verkefni líðandi stundar. Það hefur veikt forsætisráðherrann Geir Haarde.
Geir Haarde forsætisráðherra ber mikkla ábyrgð á núverandi ástandi vegna aðgerðarleysis undanfarinna missera. Ég hef gangrýnt hann afar harkalega.
Hins vegar hefði engu skipt hver hefði verið forsætisráðherra undanfarna daga - eftir að bornlokunum var kippt úr þjóðarskútunni fyrir 11 dögum. Auðvitað átti Geir að taka í taumanna - en því miður hafði hann ekki afl til þess gagnvart embættismönnum - eða manni - sem starfa eftir úreltumlögumum Seðlabanka Íslands.
Mér hefur þótt Geir hafa staðið sig betur eftir því sem liðið hefur á þessa ótrúlega atburðarráðs. VIð eigum að standa að baki honum næstu daga og vikur á meðan gjörningaveðrið gengur yfir. En í kjölfar þess ber honum að boða til kosninga - og skila af sér keflinu.
PS. Rakst á þessa merkilegu færslu sjálfstæðismannsins Guðmundar Magnússonar: Davíð verður að víkja
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)