Nýtt búsetuúrræði með félagslegum stuðningi í burðarliðnum
3.10.2008 | 23:17
Velferðasvið Reykjavíkurborgar á nú í viðræðum við tvo aðila um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 manns. Um er að ræða einstaklinga sem hafa hætt neyslu áfengis og eða vímuefna, en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að geta tekið virkan þátt í samfélaginu.
Vonast er til að samningar náist nú á næstu dögum og að rekstur geti hafist jafnvel í nóvembermánuði þannig að úrlausn fáist fyrir þennan hóp.
Hið nýja búsetuúrræði verður ekki einungis tímabundið heimili þeirra einstaklinga sem þar munu búa heldur er ætlunin að þar fari fram öflug virkniþjálfun svo heimilismenn geti síðar haldið út í lífið og staðið þar á eigin fótum. Eðli málsins vegna þurfa þeir í fyrstu á miklum félagslegum stuðningi að halda en sá stuðningur mun væntanlega minnka þegar færnin til að taka þátt í samfélaginu eykst og að lokum geta einstaklingarnir flutt út í samfélagið að nýju.
Þess vegna er mikilvægt að heimili fólksins sé í nánd við hið daglega líf samfélagsins í Reykjavík en ekki fjarri daglegu amstri.
Það er afar mikilvægt að vandað sé til verka þegar gengið er frá samningum Reykjavíkurborgar við utanaðkomandi aðilja um rekstur búsetuúrræðis sem þessa.
Í slíkum samningum verður Velferðarráð og Velferðarsvið að tryggja ákveðin grunnatriði:
1. Rekstraraðili hafi þekkingu og reynslu af eftirmeðferð og virkniþjálfun vegna áfengis- og vímuefndavanda
2. Rekstraraðili sé fjárhagslega ábyrgur
3. Húsnæði fyrir heimilið sé tryggt
4. Velferðasvið Reykjavíkurborgar hafi tryggt eftirlit með starfseminni
5. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákveði í samráði við rekstraraðila hverjir fá notið umræddrar þjónustu
Þeir aðiljar sem nú er verið að ræða við um rekstur búsetuúrræðisins uppfylla fyrstu tvö skilyrðin enda slíkt forsenda þess að gengið sé til samninga.
Þá lítur út fyrir að báðir aðiljarnir hafi til reiðu tryggt húsnæði fyrir áfangaheimilið.
Síðustu tvö skilyrðin ætti að vera einfalt að ganga frá í samningi um reksturinn sem nú er verið að vinna að.
Hallur Magnússon
Varaformaður velferðaráðs
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 4.október 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drög að vinstri miðjustjórn um aðildarviðræður að Evrópusambandinu!
3.10.2008 | 16:16
Mér sýnist vera að myndast drög að vinstri stjórn sem hafi það að markmiði að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandinu! Reyndar ekki alveg í augnablikinu því forystumennirnir telja - eðlilega - brýnast að ná tökum á núverandi ófremdarastandi.
Það er frétt að formaður Vinstri grænna opnar á að afstaða VG til Evrópusambandsins kunni að breytast þegar búið sé að vinna úr þeim ósköpum sem nú ganga á. Það er ljóst hvar Samfylkingin stendur. Þá undirstrikar Guðni Ágústsson að Framsóknarmenn séu sammála um að vera ósammála um Evrópusambandið!
Ég er þess fullviss að þessir þrír flokkar muni ná saman um að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið til að fá á hreint hvað er í boði. Á grundvelli þess verði síðan ákveðið hvort skrefið verði tekið. Þar geta menn haft mismunandi skoðanir innan þessar flokka.
Ég er til að mynda ekki reiðubúinn að segja að við eigum skilyrðislaust að ganga í Evrópusambandið. Ég vil sjá niðurstöður aðildarviðræðnanna fyrst.
En ég vil gjarnan sjá vinstri miðjustjórn sem hafi þetta að markmiði. Það þarf nefnilega tími til að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni.
Tel mikilvægt að í slíku ferli sé gott jafnvægi milli manna eins og Guðna og Steingríms sem munu vera afar varfærnir í að ganga í Evrópusambandið og munu aldrei gera það nema mjög góðir samningar náist - á meðan Ingibjörg Sólrún sé ákveðin að vilja inn. Það er bara gott - því við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið hvað sem það kostar!
![]() |
Evran ekki á dagskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Loksins góðar fréttir í svartnættinu!
3.10.2008 | 14:05
![]() |
Guðmundur samdi til ársins 2012 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Námslán LÍN miðist við mynt og framfærslukostnað námslandsins!
3.10.2008 | 09:34
Framtíð íslands mun byggjast á vel menntuðu fólki. Ísland hefur notið þess á undanförnum áratugum að Íslendingar hafa sótt menntun sína víðs vegar um heiminn. Þrátt fyrir að á Íslandi hafi verið byggt upp öflugt og fjölbreytt háskólanám þá er nauðsynlegt að halda áfram að sækja fjölbreytta menntun víðs vegar um heiminn.
Svo það sé unnt verður að breyta aðferðafræði við útreikning námslána LÍN vegna stúdenta erlendis. Við höfum aftur og aftur séð efnilegt fólk hrökklast frá námi erlendis þegar íslenska krónan fellur og námslánin duga enn skemur fyrir framfærslu en venjulega.
Námslán til Íslendinga erlendis eiga ekki að taka mið af íslenskum framfærslugrunni og byggja á íslenskum krónum - heldur eiga þau að taka mið af framfærslukostnaði í hverju landi fyrir sig og ákvarðast í þeim gjaldmiðli sem námið fer fram í - hvort sem það er pund, dollar, evra eða norsk króna!
![]() |
Skólagjöldin nærri tvöföld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir á leið í ríkisstjórn saman?
3.10.2008 | 07:32
Það kemur mér ekki á óvart að ríkisstjórnin hafi hangið á bláþræði! Er ítrekað að heyra kjaftasögur um að Sjálfstæðisflokkurinn sé alvarlega að hugsa um stjórnarslit og hleypa Vinstri grænum í stjórnarhjónasængina!
Steingrímur J. talar líka þannig að hann sé "geim".
Má ég þá frekar biðja um vinstri miðjustjórn - því það þarf að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni - og Seðlabankanum!
En það er hins vegar afar gott að vinna með Sjálfstæðisflokknum hér í Reykjavík í aðgerðarstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar! Enda stendur Hanna Birna sig afar vel sem borgarstjóri og Óskar Bergsson stýrir borgarráði af mikilli festu!
![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)