Ekki gleyma okkar minnsta bróður...
28.10.2008 | 23:25
Þegar efnahagshremmingar dynja yfir okkur - þessa þrátt fyrir allt vel stæðu þjóð í Norður-Atlantshafi - þá er hætt við að við gleymum þeim sem minnst hafa og þurfa að þola hungur og styrjaldir.
Ekki gleyma okkar minnsta bróður...
![]() |
Hjálparstarfsfólk á brott |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð mun sitja sem fastast í skjóli Samfylkingar!
28.10.2008 | 20:30
Davíð Oddsson seðlabankastjóri þarf ekki að hafa áhyggjur af skoðanakönnunum. Hann þarf heldur ekki að hafa áhyggjur af kosningum.
Davíð situr nú sem fastast í Seðlabankanum í skjóli Samfylkingarinnar sem rífur kjaft um hann í fjölmiðlum svo hún geti þvegið hendur sínar af honum, en gerir ekkert til þess að koma honum frá eins og Samfylkingin gæti hæglega á 24 tímum ef hún kærir sig um.
Týpísk Samfylking - er í Teflon stjórnmálum - þar sem hún ber enga ábyrgð á eigin mistökum - en geltir að samstarfsflokknum - og kemst upp með það í skjóli máttlausra fjölmiðla.
![]() |
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Reynt að blása lífi í líkið
28.10.2008 | 12:07
![]() |
Vaxtahækkun vegna IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Geir Haarde úthýst í Bretlandi?
28.10.2008 | 10:02
Það þýðir væntanlega ekkert að leita til Breta um lánafyrirgreiðslu - og allar líkur á að Geir verði ekki hleypt inn í landið - ef marka má nýjustu aðgerðir breskra stjórnvalda sem skýrt er frá í frétt á visir.is:
Bretar kynna nýjar reglur gegn hryðjuverkamönnum
Breski innanríkisráðherrann Jacqui Smith kynnir í dag nýjar reglur sem gera eiga hryðjuverkamönnum erfiðara um vik að öðlast dvalarleyfi í Bretlandi.
Miðað við fyrrr framgöngu Breta þá er ljóst að þessu ákvæði er beint að Íslendingum - eða hvað?
![]() |
Ísland leitar til seðlabanka Evrópu og Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Seðlabankinn samur við sig!
28.10.2008 | 09:16
Seðlabankinn samur við sig! Akkúrat það sem vel rekin fyrirtæki sem nú eru komin á vonarvöl vegna sífelldra mistaka Seðlabankans í hagstjórn þurftu! Náðarhöggið!
Væntanlega er verið að fara eftir tilmælum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins!
Við verðum að loka þessum Seðlabanka og taka upp Evru. Strax.
Nýi Seðlabankinn - (NCB - New Central Bank of Iceland) - verði reistur á rústum hins gamla. Án núverandi bankastjóra.
![]() |
Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Varaformennirnir vel tengdir!
28.10.2008 | 07:33
Varaformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eru vel tengdir við kjósendur sína og átta sig á því að þjóðinn vill ganga til aðildarviðræða við Evrópusambandið. Hvort þjóðin verður sátt við niðurstöðuna er annað mál.
Formennirnir ættu að hlusta á varaformenn sína og ásamt formanni Samfylkingar og formanni Frjálslyndaflokksins að sameinast um frumvarp sem kveður á um að gengið verði til aðildarviðræðna við ESB. Það væri einnig ástæða til að kanna hvort Steingrímur J. yrði með!
![]() |
Þorgerður: Taka þarf afstöðu til ESB og evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |