... en Rasmussen segir dönsku krónuna Dönum dýr!
13.10.2008 | 15:01
Davíð hefur viljað halda krónunni. Krónan hefur verið okkur dýrkeypt. Hefðum verið betur sett með evru og evrópska myntsamstarfið!
Danir naga nú neglurnar vegna þess þeir tóku ekki upp evru og evrópska myntsamstarfið.
Hvernig væri að við drægjum lærdóm af þessu?
Eftirvarandi frétt var á visir.is:
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að það sé Dönum dýrt að standa fyrir utan myntsamstarf Evrópusambandsins, það sýni atburðir liðinna daga.
Ráðherrann var í viðtali við Danska ríkisútvarpið í gær þar sem rætt var um samhæfðar aðgerðir evrulandanna gegn yfirstandandi bankakreppu. Danir komu ekki að þeim aðgerðum þar sem þeir nota enn dönsku krónuna.
Rasmussen segir það Dönum dýrt, bæði á hinu efnahagslega og pólitíska sviði, að standa utan myntsamstarfsins. Landið komi ekki að ákvörðunum sem komi til með að hafa áhrif á Danmörku og þá séu vextir í Danmörku nokkuð yfir vöxtum í evrulöndunum.
Rasmussen ítrekar þó að staða Danmerkur sé sterk og þeir séu Evrópumeistarar í hagstjórn. Danskt efnahagslíf sé opið en reynslan sé þó sú að lítil efnhagskerfi með litla gjaldmiðla gjaldi verr á tímum eins og þeim sem gangi yfir núna. Þess vegna sé það dýrt að standa utan evrusamstarfsins.
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Já, tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum !
13.10.2008 | 09:28
Já, ég er ekki fjarri því að við tölum aðeins við Breta fyrir dómstólum eins og Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins vill ef marka má viðtal við hann í DV:
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegast að stefna breskum stjórnvöldum strax. Þeir beri ábyrgð á hruni Kaupþings í Bretlandi. Og þá ekki síður vegna hryðjuverkalaganna sem þeir virkjuðu gegn okkur. Þetta er svívirðilegt. Ef fulltrúar breskra stjórnvalda eru staddir hér á landi til samninga ætti að senda þá heim tafarlaust. Við höfum ekkert við þá að tala nema fyrir dómstólum,"
Gordon Brown og ríkisstjórn beittu umdeildum hryðjuverkalögum til þess að frysta eignir íslenskra banka og sökuðu okkur um að ætla ekki að ábyrgjast innistæður breskra þegna í íslenskum bönkum og dótturfyrirtækjum þeirra í Bretlandi. Þannig lögðu þeir einnig Kaupþing að velli og lögðu hald á Singer Friedlanderbankann í eigu bankans.
![]() |
Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sammála Ingibjörgu Sólrúnu!
13.10.2008 | 07:50
Ég er sammála Ingibjörgu Sólrúnu um að við eigum að sækja ótrauð fram og búa til þær varnir sem við þurfum fyrir íslenskan almenning og íslensk fyrirtæki sem við þurfum í upphafi 21. aldar með því að fara til skamms tíma í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og til lengri tíma í aðild að ESB, upptöku evru og bakstuðningi Evrópska seðlabankans.
Ég er ekki hrifinn af hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins - sem árlega hefur lagt til að leggja Íbúðalánasjóð niður í núverandi mynd - en okkur er nauðugur einnkosturinn hvað það varðar.
Ég veit það eru skiptar skoðanir um þetta innan Framsóknarflokksins - en mjög stór hluti flokksins er þessarar skoðunar.
Því er boltinn nú hjá Sjálfstæðisflokknum - sem væntanlega mun að stórum hluta fylgja stórum hluta Framsóknarflokksins og Samfylkingu í málinu þegar Þorgerður Katrín tekur við sem formaður.
![]() |
Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |