Hlustið á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn!
19.2.2009 | 10:00
Ég hvet almenning til þess að hlusta á "ræður" Ólafs Friðriks í borgarstjórn Reykjavíkur.
Því miður getur almenningur ekki fylgst með málflutningi Ólafs Friðriks í nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar því fundir þeirra eru lokaðir.
Fréttatilkynningar Ólafs Friðriks og einstaka setningar sem blaðamenn kjósa að hafa eftir manninum gefa ekki rétta mynd af málflutningi mannsins - þótt oft megi glitta í eðli málflutnings hans í borgarstjórn gegnum fréttabrotin.
Fundir borgarstjórnar eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar og hefjast kl 14.
Útvarpsútsendingar eru frá fundunum á FM 98,3 og einnig er hægt að hlusta á fundina yfir netið.
Slóðin á netinu er: http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-241/
![]() |
Ólafur F.: Framsóknarvæðing í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópusambandsaðildarviðræðulangavitleysan
18.2.2009 | 14:36
Ætli Evrópumálin verði til þess að ríkisstjórn Samfylkingar og VG standi einungis í 80 daga? Eða mun Samfylkingin fórna Evrópustefnu sinni fyrir VG? Eða mun VG fórnar Ekki-Evrópustefnu sinni fyrir Samfylkinguna? Verða Samfylking og Framsókn einu flokkarnir sem vilja aðildarviðræður við Evrópusambandið? Eða mun Sjálfstæðisflokkurinn breyta um stefnu í Evrópumálunum? Mun Sjálfstæðisflokkurinn kannske klofna út af Evrópumálunum og Evrópusinnarnir fara í ríkisstjórn með Samfylkingu og Framsókn?
Allavega tel ég að við eigum að fara í aðildarviðræður að Evrópusambandinu og taka ákvörðun um inngöngu í kjölfar niðurstaðna þeirra viðræðna.
Samningsmarkmið Framsóknarflokksins er besti grunnurinn að slíkum viðræðum og Framsóknarflokkurinn best til þess fallinn að leiða slíkar viðræður sem verða að vera eitt af fyrstu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar.
![]() |
Evrópustefna VG skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Viðhaldsframkvæmdir mikilvægar í endurreisn efnahagslífsins
18.2.2009 | 09:25
Það er mikilvægt að nýta niðursveifluna í efnahagslífinu til þess að fara í mikilvægar viðhaldsframkvæmdir, framkvæmdir sem geta ráðið úrslitum um framtíð fyrirtækja og einstaklinga í byggingariðnaði.
Ríkisstjórnin hefur tekið mikilvæg skref með því að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldsverkum að fullu sem og að rýmka reglur Íbúðalánasjóðs gagnvart endurbótum á leiguhúsnæði, en ríkisstjórnin þarf að ganga lengra.
Ég hef ítrekað bent á að ríkisstjórnin ætti að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til viðhalds og endurbótalána, þannig að Íbúðalánasjóður bjóði endurbótalán afborgunarlaus í 3 ár .
Þá hafa verið fyrirætlanir hjá Reykjavíkurborg að auka viðhaldsframkvæmdir. Líkur eru á því að borgin fari en lengra en áður var áætlað því borgarstjórn samþykkti í gær að vísa góðri tillögu borgarfulltrúa Samfylkingar og VG um átak í framkvæmdum borgarinnar og Félagsbústaða til þverpólitísks aðgerðarhóps borgarstjóra.
Tillagan er þríþætt. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að allt að einum milljarði verði varið til viðhalds. Þetta er gert í ljósi stefnumiðs ríkisstjórnarinnar um að rýmka heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði.
Í öðru lagi er þeim tilmælum beitt til ríkisstjórnarinnar og Alþingis að sambærileg endurgreiðsla verði á virðisaukaskatti vegna viðhalds og endurbóta á opinberum byggingum og gert er ráð fyrir hjá einkaaðilum.
Í þriðja lagi verði gerð áætlun um að tvöfalda reglulegt viðhald á vegum borgarinnar næstu þrjú árin.
![]() |
Gróska í viðhaldsframkvæmdum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Treysta Sjálfstæðismenn ekki þjóðinni?
17.2.2009 | 18:19
Það kemur ekki á óvart að Sjálfstæðismenn óttast fólkið og lýðræðið. Verst að hluti Samfylkingar og VG treysta þjóðinni heldur ekki til að kjósa sér stjórnlagaþing til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá.
Nú reynir á lýðræðisást þingamanna. Treysta þeir þjóðinni eða telja þeir sig þurfa að hafa vit fyrir henni?
Framsóknarflokkurinn hefur tekið forystu hvað varðar að treysta þjóðinni til þess að móta eigin framtíð. Hverjir ætli fylgi Framsókn í þessu mikilvæga lýðræðismáli og hverjir ætli berjist fyrir forsjárhyggju með því að leggjast gegn stjórnlagaþingi?
Það verður spennandi að sjá.
Geri ráð fyrir að Sjálfstæðismenn og einhverjir Samfylkingarmenn reyni að kaffæra málið með vísan til kostnaðar - en ég minni á að kostnaður við stjórnlagaþing þjóðarinnar verður væntanlega lægri en kostnaður við misheppnaða kosningabaráttu Íslands við að komast í Öryggisráðið. Þar voru formenn þessara tveggja flokka í forystu síðustu mánuðina.
![]() |
Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnlagaþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?
17.2.2009 | 09:50
Ætli sé ástæða til þess að lögbinda kynjakvóta í stjórnendateymi Seðlabankans?
Þegar ég sá hina þrjá vörpulegu karlmenn sem hafa setið í stólum Seðlabankastjóra undanfarin ár, rifjaðist upp að á fundum sem ég átti með stjórnendateymi Seðlabankans þegar ég var sviðsstjóri í Íbúðalánasjóði, þá voru eingöngu karlar í Seðlabankanum.
Það var annað en ég átti að venjast í Íbúðalánasjóði þar sem helmingur framkvæmdastjórnar sjóðsins voru konur, en konur eru reyndar í meirihluta framkvæmdastjórnar Íbúðalánasjóðs í dag!
Íbúðalánasjóður er vinsælasta fjármálafyrirtæki á Íslandi, en yfir 94% þjóðarinnar er ánægð með störf sjóðsins. Hvað ætli ánægjuhlutfallið sé hjá Seðlabankanum?
Kannske hefur bara vantað kvenlegt innsæji í stjórn Seðlabankans?
Jóhanna ætti kannske að setja inn ákvæði í nýju lögin um Seðlabankans sem kveði á um að jafnt kynjahlutfall skuli vera við skipan Seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra - en slík staða verður væntanlega bætt í frumvarp um ný Seðlabankalög.
Einnig að setja ákvæði um að hlutfall annars kynsins meðal æðstu stjórnenda Seðlabankans skuli ekki vera lægra en 40%.
Þá vil ég minna á gamla hugmynd mína um að Seðlabankinn verði fluttur á Ísafjörð og Svörtuloft verði tekin undir Listaháskólann. Málverkasafnið er þá á réttum stað.
Sjá nánar gamalt blogg: Já, Seðlabankann á Ísafjörð! og Seðlabankann á Ísafjörð?
![]() |
Gagnrýna Seðlabankafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Skrifstofuver í Vestmannaeyjum og Seðlabankann á Ísafjörð!
17.2.2009 | 08:49
Svona eiga menn að vera. Ekkert væl heldur taka djörf skref í uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni. Það skiptir ekki máli hvar á landinu ýmis tölvustarfsemi er svo fremi sem netsamband sé öflugt. Vestmannaeyjar ákjósanlegur staður í fallegri náttúru og með frábæra aðstöðu fyrir börn og unglinga - ekki síst eftir að fótboltahúsið rís!
Á sama hátt er ekkert mál að flytja Seðlabankann á Ísafjörð eins og ég lagði til vorið 2007 í pistlinum Já, Seðlabankann á Ísafjörð!
Þá losnar pláss í Svörtuloftum undir Listaháskóla Íslands sem við höfum ekki efni á að byggja á Laugarveginum í núverandi efnahagsástandi - enda ekki nægilegt pláss fyrir Listaháskólann þar!
![]() |
Skrifstofuver í Vestmannaeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Athyglisvert væri að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis
16.2.2009 | 22:19
Það væri athyglisvert að vera fluga á vegg í viðskiptanefnd Alþingis þegar bankastjórar Seðlabanka Íslands mæta til að ræða um bankann, skipulag yfirstjórnar, peningastefnunefnd og um frumvarp að nýjum lögum um Seðlabankann.
En fluga er ég ekki og verð því að geta mér til um umræðurnar.
Kannske fáum við samt einhverjar fréttir af fundinum - hver veit!
![]() |
Seðlabankastjórar funda með viðskiptanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?
16.2.2009 | 15:30
Eigum við að fá búlgarska listamanninn Christo til að pakka tónlistarhúsinu við höfnina inn á meðan við söfnum peningum til þess að klára framkvæmdirnar við húsið? Christo hefur pakkað inn mörgum byggingum - til dæmis þýska Reichstag.
Þannig hefði tónlistahúsið fullt listrænt gildi og drægi að ferðamenn þótt það sé hálfklárað!
Tónlistarhúsið við höfnina hefur verið í umræðunni enda kostnaður við að halda áfram byggingu þess mikill.
Ríkið og Reykjavíkurborg er í viðræðum við Landsbankann um áframhaldandi framkvæmdir.
Auðvitað þarf að klára tónlistarhúsið og ekki má gleyma að vinna við húsið er atvinnuskapandi - ekki veitir af - þótt við teldum kannske önnur verkefni brýnni um þessar mundir - nú þegar verið er að skera niður hvarvetna í opinbera geiranum.
En afhverju ekki að hinkra aðeins með framkvæmdirnar - og pakka húsinu inn - svona í eitt sumar eða svo!
Listamaðurinn Christo pakkaði inn þýska Reichstag - sjá mynd að ofan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bætir þingið gölluð frumvörp?
16.2.2009 | 08:55
Það verður spennandi að sjá hvort Alþingi bætir úr ágöllum sem eru á frumvarpi um Seðlabankann og frumvarpi um greiðsluaðlögun. Ég hef reyndar trú á að það munui gerst og að Alþingi afgreiði vönduð lög um hvorutveggja.
Ágallar á Seðlabankafrumvarpinu eru augljósir eins og athugasemdir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - og Framsóknarmanna - sýna berlega. Úr þeim ágöllum er verið að vinna í góðri samvinnu fulltrúa minnihlutastjórnarinnar og allavega Framsóknarflokksins.
Ágallar á lögum um greiðsluaðlögun eru þeir að ákvæði laganna gera ekki ráð fyrir að undir þau falli veðlán hjá fjármálastofnunum öðrum en þeim sem eru í ríkiseigu. Þessu ber að breyta.
Vænti þess að þingið geri einnig nauðsynlegar bætur á greiðsuaðlögunarfrumvarpinu og afgreiði vönduð lög um þetta mikilvæga málefni.
Árni Páll Árnason framtíðarformaður Samfylkingarinnar?
15.2.2009 | 22:23
Ég efast um að Ingibjörg Sólrún muni segja af sér sem formaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi flokksins. En ég tel hins vegar líkur á að hún muni draga sig í hlé í kjölfar Alþingiskosninga.
Því mun eiginleg barátta um formennsku Samfylkingarinnar verða baráttan um varaformannsembættið. Þar hefur einungis einn gefið kost á sér. Hinn öflugi þingmaður Árni Páll Árnason - sem væntanlega er ráðherraefni Samfylkingarinnar í dómsmálaráðuneytið eftir að Lúðvík var úr leik.
Mun Árni Páll Árnason verða framtíðarformaður Samfylkingarinnar?
Eða munu fleiri koma fram á næstunni?
Ég held það.
Það er hins vegar enginn sterkur leiðtogi í sjónmáli. Dagur B. mun væntanlega koma fram. Björgvin mun reyna. Sé enga sterka konu. Gunnar Svavarsson kemur örugglega til að missa ekki sæti sitt til Árna Páls. Nema Lúðvík bæjarstjóri í Hafnarfirði ákveði að taka slaginn.
Það ríkir greinilega forystukrísa í Samfylkingunni. Jón Baldvin sá það - og stimplaði sig inn.
![]() |
Segir þagnarmúr um formennsku í Samfylkingu rofinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |