Ef Silja Bára væri í Framsókn!
16.9.2009 | 09:01
Ef Silja Bára Ómarsdóttir fulltrúi í nefnd um erlendar fjárfestingar væri í Framsókn þá hefðu bloggheimar og væntanlega einhverjir fjölmiðlar logað í ásökunum um misbeitingu og að líkindum væri krafan um að Silja Bára segði af sér.
En Silja Bára er ekki í Framsókn.
Silja Bára er í Vinstri grænum.
Þess vegna er allt kyrrt og hljótt.
Silja Bára blekkti vísvitandi fjölmiðla og almenning í landinu með því að senda út fréttatilkynningu í nafni nefndar sem ekki hefur fundað og ekki hafði verið skipaður formaður fyrir.
Blekkingarbréfið til fjölmiðla var hápólitískt þar sem Silja Bára reyndi að láta líta út sem hún væri að tala í nafni faglegrar nefndar þegar hún var að tala sem hápólitískur stuðningsmaður Vinstri grænna.
Ég ætla að leyfa mér að efast um hæfi Silju Báru til að fjalla um samning Orkuveitunnar um sölu á hlut sínum í HS Orku til Magma Energy.
Ástæðan er einföld. Silja Bára hefur fyrirfram tekið hlutdræga afstöðu í málinu sem henni ber skylda til að skoða á hlutlægan hátt. Það getur hún ekki úr þessu og málið getur því ekki fengið eðlilega og faglega afgreiðslu í nefndinni meðan Silja Bára situr þar.
Að sjálfsögðu verður hún að víkja við afgreiðslu þess máls þótt ég krefjist þess ekki að hún víki alfarið úr nefndinni.
En það er alveg ljóst að ef um Framsóknarmann væri að ræða þá væri sá maður að íhuga afsögn sína.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:36 | Facebook
Athugasemdir
Hversu margir Kastljósþættir hefðu snúist um val á formanni samninganefndar um Icesave ef t.d Halldór Ásgrímsson hefði skipað Pál Pétursson formann?
Það er svo sannarlega ekki sama hver á í hlut, hvorki hér í bloggheimum eða hjá fjölmiðlum almennt.
Stefán rn Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:36
Þessi endalausa hugmynd um að fólk sem lætur í ljósi skoðanir sínar sé af þeim orsökum vanhæft er óþolandi. Heldur þú að Silja Bára hefði haft aðrar skoðanir ef hún hefði haldið þeim fyrir sjálfa sig? Eða að aðrir fulltrúar í nefndinni hafi ekki líka skoðanir á málinu? Að krefjast þess að pólitískir fulltrúar (nefndin er flokkspólitískt skipuð) eigi að láta vera að skíra frá því hvaða skoðanir það hefur nema í reykfylltum bakherbergjum er verulega gamaldags leyndarhyggja sem ég hélt að við værum að komast yfir. Hvaða hagsmuni höfum við af því að þeir sem taki ákvarðanir leyni skoðunum sínum? Eigum við að halda í einhverskonar blekkingar um að afgreiðsla mála í íslenska stjórnkerfinu megi framkvæma af róbótum sem taka við löggjöf og málum og hafa engar skoðanir eða hugmyndir um hvað er rétt eða rangt?
Héðinn Björnsson, 16.9.2009 kl. 09:40
Það breytir ekki því að Silja Bára beitti vísvitandi blekkingum sem fjölmiðlar gleyptu.
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 09:42
Sveinbjörn Ragnar Árnason, 16.9.2009 kl. 09:55
Hafi Silja Bára þökk fyrir að taka þátt í að fletta ofan af nýjustu misgjörðum manna, sem ekkert hafa lært af hruninu, sem halda að enn sé 2007! Orkuveita Reykjavíkur þarfnast ekki áhrifa Framsóknarflokksins deginum lengur.
S.Á. (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 10:17
Auðvita á Silja Bára að segja af sér með þessari hegðun sinn því gjörninga hennar lýsi innri gerð og sýna dómgreindar skort.
Rauða Ljónið, 16.9.2009 kl. 11:28
Það er forvitnilegt innlegg í þessa umræðu í Staksteinum Moggans, undir yfirskriftinni Nefndin sem aldrei hefur fundað. Óneitanlega nokkuð sérstakt.
Haraldur Hansson, 16.9.2009 kl. 13:17
Já, þetta er óneitanlega nokkuð sérstakt!
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 14:00
Silja Bára þarf að sitja fyrir svörum í Kastljósi hjá Sigmari, ef ekki þá er Kastljós að draga lappirnar í þessu máli. Eins og þú segir Hallur, það hefði heyrst í einhverjum ef.............
365, 16.9.2009 kl. 14:06
Hallur; Er Björn Þorri kennitölulakkari og lögmaður í Framsóknarflokknum ?
með von um ÆRLEGT svar. Árni Hó
Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 19:45
Árni H.
Ég er ekki viss en held hann hafi skráð sig í vor.
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 20:11
Ekki viss,Hallur er hann Frammari eða ekki.
sami.
Árni H Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:40
Mér er spurn eftir ummælin þín hér að ofan: Ætli Halldór Ásgrímsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsókanr hafi íhugað afsögn þegar hann og Davíð gerðu þjóðina að þjóð í stríði ???
thin (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:51
Thin.
Það er ekki von þú skiljir það - en á undanförnum mánuðum hafa orðið miklar breytingar á forystu Framsóknar. Menn hafa talað um Nýja Framsókn. Hluti þeirra breytinga og þeirrar hreyfinga er krafa um að menn sýni ábyrgð og axli hana. Sem reyndar fyrrum ráðherrar flokksins gerðu!
Veit að slík hugsun er fjarri VG - enda - ef marka má orð Silju Báru á rás 2 í dag - þá þarf bara eina manneskju í nefndir. Hana. Kannske það sé lausning á niðurskurði í nefndarstarfi á vegum ríkisins. hafa bara einn VG í nefndinni.
Árni.
Ég bara veit það ekki. Framsóknarflokkurinn er rúmlega 10 þúsund manna samtök. Ég þekki ekki allar þær þúsundir.
En eins og ég sagði áðan þá held ég að hann hafi skráð sig í flokkinn í vor. Hafi hann gert það - þá er hann í flokknum. Hafi hann ekki gert það - þá er hann ekki í flokknum - því ég veit hann var ekki í flokknum fyrir rúmi ári síðan.
Allavega gegnir hann ekki trúnaðarstörfum fyrir flokkinn - ég myndi vita það.
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 21:21
Nú hefur þú í síðustu færslum reynt að telja okkur trú um að þið Framsóknarmenn njótið ekki sannmælis.
Að menn hengi "bakara fyrir smið", eða geri meiri siðferðiskröfur til ykkar en sjálfra sín.
Sé sú raunin þá eru Framsóknarmenn væntanlega e.k. píslarvottar.
Annað ráð er bara að vísa öllum svona álitamálum á mig.
bugur (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 21:24
bugur.
Hef það í huga
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 21:43
Mér er spurn eftir athugasemdir þínar hér að ofan: Nýi Framsóknarmaðurinn í borgarstjórn, skyldi hann hafa íhugað afsögn eftir að hafa haldið móttöku fyrir Framsóknarmenn sem forseti borgarstjórnar?? Ef Silja Bára hefur tekið hlutdræga afstöðu í þessu máli og er þ.a.l. orðin vanhæf hvernig getur þú þá á sama tíma réttlætt það að lögfræðingur sem er búin að tjá sig um hin ýmsu mál á bloggsíðu sinni er ekki vanhæfur um að sækja um embætti sérstaks ríkissaksóknara?
thin (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 22:15
Kæri Thin.
Móttaka Framsóknarmannsins var fullkomlega í samræmi við reglur og venjur innan borgarinnar og áttu sér fjölda fordæma - hjá VG, Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki.
Móttakan var í kjölfar fundar sveitarstjórnarráðs í Ráðhúsinu þar sem aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar var kynnt og sú samráðsstefna meirihluta borgarstjórnar hafði frumkvæði og minnihlutinn tók þátt í sem betur fer fyrir borgarbúa.
Þannig að Framsóknarmaðurinn var hvorki að brjóta reglur né hefðir. Þvert á móti. Því kom afsögn aldrei til greina.
Hins vegar er vert að nota tækifærið og benda á að risnukostnaður Reykjavíkurborgar hefur verið skorinn niður um 3/4.
Það er sama hvað þú rembist - þá er alveg ljóst að Silja Bára missteig sig og ætti að segja sig frá málinu - en það mun að sjálfsögðu ekki gerast. Það er nefnilega munur á Jóni og séra Jóni.
Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 23:06
Þetta er nú tæplega afsagnarefni. Hallærislegt, en við skulum ekki tapa okkur. Annars er hætt við að maður verði jafn leiðinlegur og skinhelgur og VG.
Stefán Bogi Sveinsson, 17.9.2009 kl. 00:01
Það er sama hvaða skít Framsóknarmenn eru að moka þeir eru semsagt séra Jón. Silja Bára fór eftir öllum reglum og var í sambandi við meirihluta nefndarinnar er hún sendi út þessa tilkynningu. Munurinn á henni og Óskari er að hún var EKKI að sóa fjármunum borgarbúa eða landsmanna.Honum fannst ekkert athugavert við að láta borgina greiða snittur og áfengi ofan í framsóknarmenn í hópi sveitastjórna á sama tíma og yfirskrift fundarins var sparnaður og þrengingar í efnahagsmálum.
thin (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 06:46
Thin.
Þetta er rangt hjá þér. Silja fór alls ekki eftir neinum reglum! Hún var þvert á móti að gefa frá sér yfirlýsingu á fölskum forsendum - vísvitandi að blekkja fjölmiðla! Það breytist ekki hvernis sem þú spriklar.
Silja á að segja sig frá því að fjalla um þetta mál.
Stefán Bogi. Ítreka það sem ég segi í upphafi - ég er ekki að fara fram á afsögn hennar úr nefndinni - en hún er orðin vanhæf að fjalla um þetta tiltekna mál.
Hallur Magnússon, 17.9.2009 kl. 09:18
Hvernig getur þú sagt að það sé rangt hjá mér, ertu búin að tala við Silju?? Fjáraustur er spilling reyndu ekki að gera lítið úr henni með og snúa út úr. Framsókn og peningar virðast vera óaðskiljanlegir hlutir og í flestöllum tilfellum kemur spilling við sögu einnig. Óskar Bergs, Björn Þorri félagi og kaffifundarvinur formannsins, Finnur Ingólfs og fleiri þarf að hafa fleiri orð um þetta ? (Félagi)
thin (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.