Að hengja bakar fyrir smið!

Mótmælendur á pöllum borgarstjórnar eru að gera hróp að röngum aðila. Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar á Suðurnesjum þá er Orkuveitan og meirihlutinn í borgarstjórn ekki rétti aðilinn að skamma. Reykvíkingar hafa ekki umráð yfir þeim orkuréttindum. Það eru sveitarfélög á Suðurnesjum sem þegar hafa samið um nýtingu orkulindanna.

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji hlut sinn þá á það að gera hróp að samkeppnisyfirvöldum sem túlka samkeppnislög á þann hátt  raun ber og skikkaði Orkuveituna að selja. Eða þá stjórnvöldum fyrir að setja ekki sérlög um að Orkuveitan geti átt hlutinn áfram.

Ef fólkið er á móti því að Orkuveitan selji Magma Energy hlut sinn í HS Orku - þá er Orkuveitan ekki sá aðili sem skamma skal. Magma Energy er eini aðilinn sem hefur gert tilboð. Fólkið á að skamma ríkisstjórnina fyrir að ganga ekki inn í samninginn - eða það á að skamma ríkisstjórnina fyrir að breyta ekki löggjöf þannig að ekki megi selja hlutinn til erlends aðila.

Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn.


mbl.is Hróp gerð að borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þeir eru að gera hróp að röngum aðila, þeir eiga að gera þessi hróp að þeim sem settu þessi lög. Og hverjir voru það?? Voandi að fólk sé ekki búið að gleyma hverjir það voru  . Og hvers vegna voru þau sett, til að hygla flokksvinum ?????????????????  Það skyldi þó aldrei vera..............................

thin (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:07

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Það var Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ef ég man rétt.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 15:10

3 Smámynd: Einar Karl

Það má alveg skamma borgina og stjórn OR fyrir að hafa yfir höfuð keypt þennan bannsetta hlut!  ÞESS vegna er boltinn nú í þeirra höndum og í þeirra eigu og þau hljóta þ.a.l. að bera ábyrgð á því hvað verður um hann.

Vinnur ekki hellingur af lögfræðimenntuðu fólki hjá OR og situr í stjórn OR? Vissi þetta fólk ekkert um samkeppnislög? Eða eru þetta allt svona miklir amatörar?

Einar Karl, 15.9.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar Karl.

Það getur verið rétt hjá þér - en það eru ekki allir lögfræðingar sammála þessari túlkun samkeppnisyfirvalda - en það verður samt að fara eftir úrskurði þeirra.

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

það eru lög í landinu sem banna kanadamönnum, ásamt öðrum að eiga í fyrirtækjum á íslandi sem sýsla með orku, jafvel þó farið sé opumberlega og digurbarklega á bak við lögin með því að stofna fyrirtæki í svíþjóð þá fer þetta greinilega á skön við lögin.  Ef magna hefði stofnað fyrirtækið á íslandi þá hefði það ekki staðist gagnvart lögunum,hugsið aðeins um það, skuffufyrirtækið má vera í svíþjóð en ekki íslandi.

Þessi lög eru til þess að verja öðlindir og jafvel þó talað se um að þetta sé ekki sala á auðlindum þá er þetta sala á nytingarrétti sem getur leitt til þess að þeir nota auðlindirnar að fullu í 65 ár og skila ónýtanlegum orkulausum holum, þetta gera stórfyrirtæki, hámarka gróðan,  og tala aldrei um það opumberlega.  Ég veit að íslendinar geta líka farið illa með þetta en hverjum eigum við að treysta fyrir auðlindunum ef ekki  okkur sjálfum.

af hverju er lögum ekki breytt, einsog oft er minnst á þá eru ákaflega serstakir tímar núna en það er allra hagur að halda í þetta fyrirtæki.

hvers vegna er svo ekki búið að kjöldraga Geysir Green energy,  eru eigendur þess fyrirtækis ekki búnir að valda þjóðinni nægum skaða nú þegar.

Jóhann Hallgrímsson, 15.9.2009 kl. 15:31

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Jóhann.

Staðhæfing þín:

"það eru lög í landinu sem banna kanadamönnum, ásamt öðrum að eiga í fyrirtækjum á íslandi sem sýsla með orku, jafvel þó farið sé opumberlega og digurbarklega á bak við lögin með því að stofna fyrirtæki í svíþjóð þá fer þetta greinilega á skön við lögin."

er röng.

En hvað um það - athugasemd þín breytir ekki grundvallarstaðreyndinni að það er verið að gera hróp að röngum aðila.

Lestu betur færsluna mína.

Getur þú bent mér á eitthað í henni sem ekki er rétt?

Nei, það getur þú ekki

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 15:41

7 identicon

Kannaðu betur hverjir settu lögin (og þá væntanlega fyrir hverja?) áður en þú ert með þessa sleggjudóma. Mér finnst svo sjálfsagt að í beinu framhaldi af þessu máli að kannað verði hvort ekki sé hægt að gera það sama með fiskkvótann. Ég sé fyrir mér að við ættum að geta leigt hann og fengið dógóða upphæð til að borga skuldir útrásaralkanna.

thin (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 15:51

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

held það verði ávalt þannig að sá sem situr við stjórnvölin fái skammirnar og hvað þá ef hann tók stóran pólitískan þátt í því að koma okkur þangað þar sem við erum í dag  - ég tel að þessi væntanlegi gjörningur sé ekki nægilega vel kannaður og mundi því velja að þetta mál sé sett á hold og farið sé enn og aftir yfir þessa þætti það er að ekki sé verið að selja frá sér nokkuð sem eftirsjá verði í - ansk hart að velja "auðveldustu" leiðina til að rétta hlut borgainnar eftir freka dapra stjórnun Sjálfst og Samf - umhugsunarvert það sem "thin" her fyrir ofan nefnir

Jón Snæbjörnsson, 15.9.2009 kl. 16:08

9 Smámynd: Hallur Magnússon

Vinur minn Össur Skarphéðinsson flutti frumvarp að lögum sem urðu að lögum - þar sem tímaramminn 65 ár er settur.

Hvaða sleggjudóma ertu hef ég verið með gæskurinn?

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 16:24

10 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Er ekki hér um Samfylkingarfólk og Vinstri græna að ræða, fólk sem í öngum sínum er að reyna að beina athygli manna frá vandræðagangi og getuleysi ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að bjarga heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.  Er það ekki best gert með því að koma af stað hávaða og látum einhversstaðar víðsfjarri stjórnarráðinu. 

En það er athyglisvert að ekki fyrir svo löngu síðan voru háværar raddir um það að Reykjavík Energy og Geysir Green ættu að fara saman í útrás og eiga og reka orkuver á erlendri grund s.s. á Filippseyjum og víðar, en þegar útlendingar vilja reka orkuver hér þá horfir málið öðruvísi við.  Þvílíkur tvískinnungur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2009 kl. 16:40

11 identicon

"Það var Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ef ég man rétt."  Ef þú ert ekki viss láttu það eiga sig að  eigna öðrum þetta. Og það er óþarfi að skrifa svona "vinsamlega" til mín.

thin (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 16:51

12 identicon

Þetta er dapur dagur hjá heiðarlegu framsóknarfólki sem villdi Landi og Þjóð bjartari framtíð hér á Landi.

Guðrún Hlín (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 18:12

13 Smámynd: Hallur Magnússon

Vinsamlegi thin.

Eins og fram hefur komið þá var það vinur minn Össur Skarphéðinsson - sem síðast þegar ég gáði var í Samfylkingunni - sem stóð fyrir rammanum um 65 ár.

Mér persónulega finnst það of rúmur rammi - en lögin eru svona.

Bendi þér því að skamma ríkisstjórnina - en ekki meirihlutann í borgarstjórn fyrir þann ramma. Enda hafa Reykvíkingar ekkert um það að segja á hvaða verði eða hversu lengi afnotaréttur af auðlindunum er leigður. Enda ekkert um það í samningi um sölu hlutar Orkuveitunnar í HS Orku til Magma Energy. Það eru sveitarfélögin á Suðurnesjum sem ákvarða leigutímann og leigugjaldið innan þess ramma sem löggjöf Samfylkingarinnar veitir.

Skammaðu þá þau - ekki meirihlutann í Reykjavík

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 21:03

14 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ágæti Hallur, það er rétt að setja þetta inn hér líka svo það fari ekki framhjá þér.

Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti sölu á hlut OR í HS Orku til skúffufélags í Svíþjóð. Þessi gjörningur var samþykktur þrátt fyrir vitneskju um 65+65 ára einkaleyfi á nýtingu auðlinda, þrátt fyrir að frestur Samkeppnisstofnunar rynni ekki út fyrr en um áramót og allar líkur á að hann yrði framlengdur í ljósi aðstæðna, þrátt fyrir vitneskju um að ríkisstjórnin var ekki í stakk búin til að ganga inn í kaupin á þessari stundu en viljayfirlýsing lá fyrir um að finna innlenda fjárfesta.

Meirihlutinn samþykkti þessa sölu. Það gat enginn annar samþykkt þessa sölu. Allt tal um að verið sé að gagnrýna ranga aðila er aumt yfirklór.

Samningurinn allur er þannig saman settur að ómögulegt hlýtur að teljast að það séu aðeins "ráðgjafarnir" hjá Arctica Finance sem fá feitar sporslur fyrir aðkomu sína að málinu.

Sigurður Ingi Jónsson, 16.9.2009 kl. 01:00

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæti Sigurður Ingi.

Nei, þú hefur ekki hrakið það sem skiptir máli í athugasemd minni.

Af hverju gerir þetta fólk ekki hróp að ríkisstjórninni og sveitarfélögunum á Suðurnesjum?

Svarið er í niðurlagi mínu:

"Hvernig sem á málið er litið - þá er fólkið á pöllunum að gera hróp að löngum aðilja.

Ein ástæða þess er reyndar augljós og hefur ekkert með sölu Orkuveitunnar á HS Orku til Magma Energy. Það er nefnilega stór hluti sem er að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn vegna þess að þar er um að ræða stuðningsmenn Samfylkingar, VG og Borgarahreyfingar sem eru að hefja kosningabaráttu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og vilja fella meirihlutann í borgarstjórn hvað sem það kostar og með hvaða meðulum sem er.

Tvískinnungur Samfylkingar sem er með eina stefnu í ríkisstjórn í málinu og aðra í borgarstjórn undirstrikar þetta. Einnig það að stuðningsmenn VG  beitir sitt fólk í ríkisstjórn ekki þrýstingi til að grípa inn í á þann hátt sem ríkisstjórnin getur gert.

Við eigum eftir að sjá fleiri svona flokkspólitískar uppákomur í vetur af hálfu stuðningsmanna minnihlutans í borgarstjórn."

Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 09:11

16 identicon

Hverjir voru við völd þegar ríkið seldi hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja og sett var inn klásúla um að ekki mætti selja hann nema til einkaaðila, og af hverju var það gert??? Svo virðist að þessi gjörningur hafi verið settur inn þegar Sjálfstæðisflokkur/Framsókn sátu hér við völd.  Það er engin afsökun að benda á bullið frá Össuri, það bætir ekki þess vitleysu . Ef OR má ekki eiga 15% í Hitaveitu Suðurnesja því ekki að kaupa hana alla ??? Þeir eru nú þegar búnir að kaupa upp nokkrar hitaveitur án þess að nokkur sála hafi sagt stakt orð við því, m.a. Hitaveitu Þorlákshafnar.

thin (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:14

17 Smámynd: Hallur Magnússon

Thin.

Þú getur reynt að snúa þig út úr þessu að vild.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að það var Össur sem lagði fram frumvarp að þeim lögum sem kveða á um 65 ár.

Þannig að:

Ef fólkið er á móti því að leigja orkulindirnar í svo langan sem raunin er - það er til 65 ára - þá eiga þeir ennþá síður að gera hróp að meirihlutanum í borgarstjórn. Þeir eiga að gera hróp að ríkisstjórninni fyrir að breyta ekki lögum þannig að leigutími á auðlindum verði styttri og að sveitarfélögunum á Suðurnesjum fyrir að nýta sér að fullu þann möguleika sem lögin gefa.

Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 09:23

18 identicon

Ég segi eins og þú hér að ofan  "Lestu betur færsluna mína". Þó svo að Össsur hafi sett lög um leigutíma til allt að 65 ára er það þá nóg til að réttlæta þessa vitleysu? Gjörningur Össurar komi eftir að búið var að setja hlut ríkisins í svokallað söluferli. Af hverju var verið að selja þetta til skúffufyrirtækis í Svíþjóð? Eins og Óskar Bergsson sagði í Kastljósi í gær að þá hefðu þeir kannski átt að vera með það á Íslandi. Já það hefði allavegana litið öllu betur út.

thin (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 09:42

19 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú verður þá að gagnrýna aðra en Orkuveituna. Henni er gert skylt að selja.  Það verður þá að gagnrýna ríkisstjórnina sem er með löggjafarvaldið.

Hallur Magnússon, 16.9.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband