Við verðum að vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast. Við verðum að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."
Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í 17. júní ávarpi sínu.
Þetta er alveg rétt hjá Jóhönnu.
Vandamálið er að Jóhanna er ekki að "vekja og efla jákvæða sýn á þau tækifæri sem hér bjóðast".
Ekki heldur "að koma í veg fyrir að við missum frá okkur þann mikla mannauð, sem býr í okkur sjálfum og afkomendum okkar."
Þvert á móti eru ýmsar aðgerðir og aðgerðarleysi Jóhönnu að draga úr jákvæðri sýn og stuðla að því að við missum mannauð.
Þá er það rangt hjá Jóhönnu að IceSave að fullyrða að það sé "fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum"
Samningarnir geta einmitt orðið til þess að skerða fullveldi Íslands og umráðarétt okkar yfir auðlindunum. Það er alls ekki víst - en ef illa fer getur þetta einmitt orðið raunun.
PS.
En ræðan var annars góð hjá henni!
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:12 | Facebook
Athugasemdir
kannski hafa áhrifin af dómsdagyfirlýsingum formanns framsóknar síast inn í hausinn á Jónku
Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 12:13
sódóma.. það er stór munur á.. Geir "stjórnaði".. en Sigmundur er valdalaus.
Óskar Þorkelsson, 17.6.2009 kl. 13:23
...tækifæri?
Tækifærið sem sjálfsóknarflokkarnir hafa nú boðið okkur er tækifærið að draga saman, láta draumana ekki rætast og koma auðlindunum í eigu erlendra aðila. Eða eigum við að segja ávaxtanna af auðlindunum - Íslendingar eiga að þræla og moka hagnaðinum ofan í erlenda vasa.
Óskaplega hallærislegt af þér Hallur og félögum þínum að skjóta sendiboðann.
Og Sódóma - Blessaður reyndu ekki að fantasera um "ef Geir hefði gert þetta eða hitt". Hann og klappliðið hans ber 100% ábyrgð á glæpavæðingu viðskiptalífsins. Megi hann og druslurnar í sjálfsóknarflokkunum vera hengdir.
Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 15:40
Ég held nú að Sódóma fari ekkert með neitt rangt mál hérna.
Það er rosaleg einfeldni að segja að stjórnarflokkar fyrrverandi beri ábyrgð á "glæpavæðingu".
Það sem gert var hér á landi hefur virkað til langs tíma í flestum vestrænum ríkjum og kallast að gefa markaðinn og annað frjálst, og er ekkert að því.
Ég get ekki skilið að það sé mér að kenna að hafa kosið yfir mig þá stefnu undanfarnar kosningar, sérstaklega þegar þessir 30+ útrásar"víkingar" gersamlega misstu sig í græðginni og létu sér ekki einusinni nægja að ræna samlanda sína heldur fara líka offari í nágrannalöndum okkar.
Annað.. Afhverju eru það "sjálfsóknarflokkar" (skrýtið nafn en ok) sem eiga að hafa komið auðlindum okkar í eigu erlendra aðila? Ég get ekki betur séð en það sé "heilög" Jóhanna sem fari þar í farabroddi með að samþykkja algerlega einhliða skuldbindingar vegna IceSLave og hún á bara eftir að liðka betur til með ESB kistunaglana með þeim gjörningi.
Svo að lokum er hérna grein um hvað AGS (IMF) eru víst almennilegir.
http://www.cgdev.org/content/general/detail/14100
Kv EJESjálfstæði HVAÐ !!!?
Eggert J. Eiríksson, 17.6.2009 kl. 16:42
ÞAÐ VAR BÚIÐ AÐ SJÓÐA GRAUTINN FYRIR LÖNGU.
Skiljirðu það ekki skilurðu ekki neitt.
Glæpavæðingin felst í því að gefa gráðugustu mönnunum sem lausastan tauminn eftirlitslaust.
Sjálfsóknarflokkarnir eru samsuðan Sjálfstæðis- & Framsóknarflokkurinn. Þetta er ekki sitthvor einingin, heldur unnu saman. Sjálfstæðisflokkurinn með auðvaldshyggju og græðgi, eftirlitslausan markað og peningaskáldskap, og Framsókn voru það sem kallast "enablers" sáu um að bakka hinn símamstvíburann upp gegn persónulegum greiðum (í formi valda og peninga).
Merkilegt hvað þú gerir ráð fyrir því hversu fólk gleymi ástæðunum Eggert - Alveg makalaust raunar!
PS. Ég er ekki, og mun aldrei verða "Jóhönnudýrkandi" en það þýðir ekki að ég stingi úr mér augun og gangi í lið með fíflunum hinumegin við stíginn mjóa.
Rúnar Þór Þórarinsson, 17.6.2009 kl. 17:12
Hallur, þú segir: "Samningarnir geta einmitt orðið til þess að skerða fullveldi Íslands og umráðarétt okkar yfir auðlindunum. Það er alls ekki víst - en ef illa fer getur þetta einmitt orðið raunin." Ég er alveg sammála þér, en innganga í ESB gerir slíkt hið sama. Það veit Jóhanna og þess vegna segir hún: "fráleitt, að samningarnir skerði fullveldi þjóðarinnar eða umráðarétt hennar yfir auðlindunum", því skerðing fullveldis þjóðarinnar og umráðaréttur yfir auðlindum okkar mun færast á annarra hendur við inngöngu í ESB, það er ljóst.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.6.2009 kl. 11:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.