Vanhæf ríkisstjórn? Árni Páll einn búinn að vinna heimavinnuna?

Það er undarlegt að rekstrarstjórar ráðuneytanna þurfi að þrýsta á stjórnvöld um að flýta ákvörðun um útgjaldaramma ráðuneyta á árinu 2010. Þetta sýnir að ríkisstjórnin virðist ekkert ráða við sparnaðarkröfur og fjárlög 2010.

Svo virðist sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra sé sá eini sem hefur unnið heimavinnuna sína - en það munu liggja skýrar niðurskurðartillögur fyrir í félagsmálaráðuneytinu - tillögur sem Árni Páll er reiðubúinn að fylgja eftir EF félagar hans í ríkisstjórninni koma fram með sambærilegar tillögur.

Þar hefur Árni Páll - ef marka má óstaðfestar fréttir - krafist þess af Össuri Skarphéðinssyni að hann taki til í sínum ranni og skeri verulega níður í utanríkisþjónustunni. Árni Páll gangi út frá að aðrir ráðherrar feti í fótspor hans og leggi hið fyrsta fram róttækar hagræðingatillögur.  Það sé forsenda þess að félagsmálaráðherrann framkvæmi sársaukafullar niðurskurðartillögur sínar.

Það kæmi mér ekki á óvart að ekki verði gengið í sparnaðartillögur Árna Páls - ekki af því að hann sé ekki reiðubúinn til þess- heldur vegna þess að félagar hans í ríkisstjórninni hafi ekki manndóm í sér að feta í fótspor hans!  En eðlilega mun Árni Páll ekki draga úr framlögum til aldraðra, öryrkja og fleiri - ef ekki á að taka af festu á skilkihúfum annars staðar í ríkiskerfinu.

Það verður spennandi að sjá hvort ríkisstjórnin hefur manndóm í sér að klára málið.


mbl.is Undirbúningi fjárlaga 2010 verði hraðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallur.

Það er von að þetta gangi hægt.

Vegna þess að það hefur algjöran forgang hjá Samfylkingunni að sundra þjóðinni og ganga í ESB

Lítill tími fyrir annað á meðan.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hefur þú aldrei pælt í því að þversmóðskufull afstaða andstæðinga ESB gegn því að fá kosti okkar á hreint í aðildarviðræðum og kjósa svo um niðurstöðuna geti verið að sundra þjóðinni?

Hallur Magnússon, 16.6.2009 kl. 11:44

3 identicon

Þeir sem hófu þessa ESB rétttrúnaðar vegferð eru að sundra þjóðinni og hafa nú þegar gert það. Þeir bera því fulla ábyrgða á því.

Það er alveg hárrétt hjá þér að viðbrögðin frá okkur andstæðingum ESB aðildar eru mjög hörð og eru enn að harðna. 

En ESB liðið er að gera þessa aðför að sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar og við verjumst því af fullri hörku.

Viðbrögð okkar við að verja fullt og óskorað sjálfstæði þjóðarinnar er því aðeins afleiðing af þessu ESB feigðarflani.

Ekki var heldur reynt að ná neinni sátt. Eina hugsanlega sáttinn hefði verið sú að það yrði boðið uppá þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort.

"Þjóðin samþykki að leyfa stjórnvöldum að sækja um aðild landsins að ESB og síðan í framhaldinu hefja aðildarviðræður við Bandalagið á grundvelli fyrirliggjandi þingsályktunartillögu utanríkisráðherra Íslands"

Ef þetta fengist samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu væru stjórnvöld með skýrt og milliliðalaust umboð þjóðarinnar til þess að sækja um aðild og hefja aðildarviðræður.

Ef þetta væri hinns vegar fellt þá væri þetta mál af dagskrá og stjórnvöld og þjóðin gætu sameinast að nýju um að byggja upp þetta þjóðfélag.

En ESB sinnar þora ekki að fara þessa lýðræðislegu leið. Það á að reyna að þvæla okkur í aðildarviðræður og þar reyna alls kyns brögð til að koma okkur þar inn. Kanski afslátt af ICESAVE landráðunum gegn ESB aðild, það væri "tær snilld" !

Það verður enginn friður um þetta ESB mál og ekkert mál í Íslandssögunni á eftir að reynast þessari þjóð erfiðara og það ætti að vera skynsömum stuðningsmönnum ESB aðildar áhyggjuefni þegar þúsundir manna kalla þessa ESB talsmenn óhikað ótýnda landráðamenn.

Svo grafalvarlegt er málið Hallur !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:20

4 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Hallur ég skil þetta ekki, eins og Gulli var skýr og skynsamur drengur þegar við vorum saman í skóla.

G. Valdimar Valdemarsson, 16.6.2009 kl. 13:00

5 identicon

Takk fyrir hólið G. Vald. gamli skólafélagi.

En ég skil heldur ekki hvers vegna jafn skysamur maður eins og þú skulir enn vera í Framsóknarflokknum eftir herleiðingu Halldórs tímabilsins og þá niðurlægingu alla og þar að auki í Framsóknarflokki sem nú hefur misst alla þjóðlega reisn og vill ganga ESB VALDINU á hönd.

Það bara stemmir mjög illa við þjóðlega og skynsama Framsóknarmanninn G.Vald sem ég þekkti vel í þann tíð. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:25

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Gulli þú veist vonandi að formaður VG undirritaði samninginn um IceSave samning sem afsalar Íslandi þjóðréttarlegri stöðu sinni og gerir ríkissjóð aðfararhæfan í einkamáli í Bretlandi.  Sem þýðir að Breskir aðilar geta höfðað mál verði samningurinn ekki efndur og gengið um hirslur fjármálaráðuneytisins og valið sér eignir til að taka upp í skuld.  Er vald Breska heimsveldisins ákjósanlegra vald að gangast á hönd ?

G. Valdimar Valdemarsson, 16.6.2009 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband