Jóhanna með kíkinn fyrir blinda auganu

Það er tilbreyting að sjá Jóhönnu Sigurðardóttir í þinginu og takast á við pólitíska andstæðinga sína. Það hefur verið áberandi hvað Jóhanna hefur foðast það frá því löngu fyrir kosningar.

En Jóhanna hefur enn einu sinni sett kíkiinn fyrir blinda augað og staðhæfir núna  að engar líkur verði á því að Ísland verði gjaldþrota vegna IceSave samninganna.  Þetta er alrangt!

Það er einmitt möguleiki á að IceSave samningurinn verði - ásamt öðru - að setja Ísland í gjaldþrot.

Það sem verra er. Bretar og Hollendingar eru komnir með veð í Alþingishúsinu og öðrum eigum ríkisins - jafnvel auðlindunum í hafinu -  gegnum IceSave samninginn. Það þýðir ekkert fyrir Jóhönnu og Steingrím að neita því - grein 16.3 í samingi við hollenska ríkið hljóðar svo:

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deiluefni, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum (án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef Tryggingasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu (þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sjálfum sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig.„

Þetta þýðir einfaldlega að Ísland er búið að veðsetja allar eigur ríkisins.

Hvaða gildi hefur öryggisákvæði í samningnum um að samningarnir verði teknir upp fari svo að íslendingar muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum - þegar engin ákvæði eru um hvernig að því verðir staðið - og ágreiningur mun fara fyrir breska dómstóla!

Það kæmi mér ekki á óvart að skilyrði Breta og Hollendinga fyrir að taka upp samninginn verði þau að ríkin leysi til sín íslenskar virkjanir! Eða taki yfir fiskveiðiréttindin!

Jóhanna ætti að lesa grein 16.3 í IceSave samkomulaginu - áður en hún fer að bulla í ræðustól á Alþingi!


mbl.is Gjaldþol ríkisins ekki í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband