Má ég frekar biðja um svarthvítan Bogart en ömurlegt eighties trash!
12.6.2009 | 22:18
Má ég frekar biðja um svarthvítan Bogart en það ömurlega eighties trash sem við þrælar ríkissjónvarpsins höfum þurft að horfa á að undanförnu fyrri part kvölds á föstudags og laugardagskvöldum!
Það er alveg ljóst að drengirnir mínir - 8 og 11 ára - bera meiri menningarlegan skaða af amerísku ömurlegum eighties trash "fjölskyldumyndum" sem sýndar eru reglulega í í ríkissjónvarpinu - en flestum svokölluðum "ofbeldismyndum" eða myndum þar sem birtist brjóst eða tvö! (Ekki það að strákarnir mínir fela sig enn oní koddan þegar kossaflensið hefst!)
Þá var nú betra á gömlu góðu svarthvítu myndirnar - en þetta helv... rusl!
Kata - elsku Kata!
Misnotaðu nú pólitíska stöðu þína og "bannaðu" þetta drasl sem haldið er að fjölskyldunum í landinu í formi "fjölskyldumynda!" hjá RÚV - sem við þurfum að greiða fyrir fáránlegan nefskatt!
Settu frekar reglugerð um að það sé skylda að sýna vandaða svarthvíta mynd - td. með Bogart - á þeim tíma sem RÚV er að klæmast með ömurlegar gamlar amrískar "fjölskyldumyndir´" á föstudögum og laugardögum!
Elsku Kata - ég veit þú ert menningarlega sinnuð - útrýmum þessum andskota úr dagskránni!
PS. Kata - þessi svokallaða "tónlits" sem leikin er undir á hljómborð - gengur frá tónlistaráhuga meðalbarns á korteri! Plís Kata!
Loftnetssjónvarpið uppfært | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þettar er engum samboðið. Meiri metnað..
hilmar jónsson, 12.6.2009 kl. 22:43
Hlynur, ég skil ekkert í þér að ákalla Kötu hér með dagskrárefni.
Farðu bara á Youtube og veldu þitt efni sjálfur. Hér er t.d. tilvísun á fyrsta hluta myndarinnar The Maltese Falcon með Humphrey Bogart:
http://www.youtube.com/watch?v=Zx7tRtWU5WI&feature=PlayList&p=292D06218C54B1C1&index=0
Það vantar hljóð á byrjunina (kynninguna) en þetta er oftast í góðu lagi og gæðin ásættanleg. (Stilltu á HQ).
Haukur Nikulásson, 13.6.2009 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.