Lilja Mósesdóttir byrjar vel sem þingmaður VG
29.5.2009 | 13:45
Lilja Mósesdóttir byrjar afar vel sem þingmaður VG og greinilegt að hún styrkir þingflokk VG verulega. Ef ríkisstjórnin lafir fram að áramótum þá er einsýnt að Lilja er rétti aðilinn til að taka við viðskipta- og efnahagsráðuneytinu.
Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin brjóstist út úr 1983 hugsunarhætti Steingríms J. og Jóhönnu Sig. og taki upp nútímaleg vinnubrögð sem kalla á heildstæða hugsun en ekki þröngar aðgerðir sem hver og ein skaðar meira en hún leysir.
Því fagna ég sérstaklega þeirri afstöði Lilju að hafa ekki sætt sig við frumvarp fjármálaráðherra um hækkun á búsi og bensínu - fyrr en heildaráhrif skattahækkananna liggja fyrir.
Reyndar eru líkur á því að álögur á íslensk heimili og atvinnulíf aukust margfalt skattahækkuninni og tekjur ríkissjóðs verði miklu minni en talið er í fyrstu - en látum það liggja milli hluta.
Það er náttúrelga sjálfsagt mál að hafa það sem reglu á Alþingi að við mat á breytingum verði ávallt verði tekið tillit til óbeinna áhrifa, t.d. hvað varðar skattahækkanir eða niðurskurð í ríkisútgjöldum, eins og Lilja vill.
Það hefur nefnilega loðað við "sparnaðaraðgerðir" gegnum tíðina að þær hafa kostað ríkið oft miklu meira þegar upp var staðið en þær hafa sparað.
Allt tekið með í reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur.
Það eru fleiri fletir á málinu en vísitölutengingin.
Núverandi ríkisstjórn hefur gefið það út að verja tekjulítið fólk. Það er í sjálfu sér einstaklingsbundið mat hvort menn vilji reykja og drekka. Það er hins vegar verra með valið þegar að samgöngum kemur. Í Reykjavík og stærri sveitarfélögum eru reknar almannasamgöngur og þar eru aðstaða til að velja. Annars staðar bitna álögurnar á fólki hvort sem það líkar eða ekki. Álögurnar bitna líka harðast á tekjulágum. Þeir hafa ekkert svigrúm.
Einstæð móðir í Reykjavík þarf núna að borga meira fyrir að koma börnum sínum í leikskóla og sækja og líklega einnig að greiða hærra leikskólagjald vegna endurskilgreiningu á grunnþjónustu. Hjá sumum einstæðum mæðrum skapar þetta óveruleg vandamál en hjá öðrum getur þetta þýtt dropann sem flýtur yfir.
Kv. JAT
Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:02
Hárrétt hjá þér - hún Lilja ber af þarna hjá VG - ótrúlegur happafengur hjá VG að fá svona gáfaðan hagfræðing í sýnar raðir, en því miður er SteinRÍKUR ekkert að hlusta á hana. SteinRÍKUR er alltaf að sanna fyrir þjóðinni hversu ARFALÉLGUR stjórnmálamaður hann er..., en góður ræðumaður - sem sagt vita GAGNLAUS stjórnmálamaður..!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 16:29
Svona gerir maður ekki sagði Lilja við Steingrím og Steingrímur varð að kalla á reiknimeistara ríkisins til að fá "endanlega útkomu".
Ekki er ég viss um að Lilja fái mörg tækifæri hér eftir. Nú hefur Steingrímur sagt við Lilju, svona gerir maður ekki, tekið hana á teppið og losað hana við persónulegar skoðanir, samber Kastljósið í kvöld. Nú er það skoðun "Flokksins", og auðvitað er Steingrímur "Flokkurinn" ásamt einhverjum örfáum öðrum, sem ræður. Þannig fer nú oftast fyrir þeim nýliðum sem vilja fara "vitrænar leiðir í pólitík", þeir eiga sér ekki langa framtíð nema.......
Nú þarf Steingrímur ekki lengur að kalla til reiknimeistara ríkisins, hér eftir horfir hann bara á sínar %-ur og skellir þeim á, sama hver útkoman verður og sama hvaða afleiðingar þær hafa í för með sér fyrir almenning og Lilja lokar augunum, ýtir á já-takkann og hugsar, svona gerir maður ekki, en gerir samt. Þannig vinna nú greinilega "alvörupólitíkusar" og hafa alltaf gert.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.