Ţorvaldur á Íslensku menntaverđlaunin svo sannarlega skilin!

Hinn frábćri kennari Ţorvaldur Jónsson fékk Íslensku menntaverđlaunin í dag fyrir merkt ćvistarf. Ţorvaldur sem lengst var myndamennta- og skriftarkennari viđ Réttarholtsskóla hefur alla tíđ veriđ frábćr kennari og haft mikil og góđ áhrif á nemendur sína.

Ég er svo heppinn ađ hafa bćđi veriđ nemandi Ţorvaldar og kennt međ honum sem forfallakennari í Réttarholtsskóla. Ţá hefur Ţorvaldur kennt yngri systkynum mínum og eldri dóttur minni svo ég veit vel um hvađ ég tala.

Ég leyfi mér ađ birta umsögn dómnefndar Íslensku menntaverđlaunanna um Ţorvald:

Ţorvaldur Jónasson er fćddur í Ólafsvík 10. apríl 1942. Hann lauk kennaraprófi frá KÍ1964 og hóf ţađ sama ár störf sem myndmennta- og skriftarkennari viđ Réttarholtsskóla íReykjavík og starfađi ţar allar götur til ársins 2008, ađ undanskildu skólaárinu 1976-77 ţegarhann stundađi nám viđ Statens Lćrarhögskole og Kunst- og hĺndverksskolen í Osló.

Um árabil var Ţorvaldur stundakennari viđ KÍ (síđar KHÍ) og leiđbeindi ţar ófáum íslenskum kennaraefnum um skriftarkennslu. Auk ţess hefur Ţorvaldur sinntfullorđinsfrćđslu um árabil, m.a. á vegum Námsflokka Hafnarfjarđar og Tómstundaskólans í Reykjavík.

Ţorvaldur hefur alla tíđ haft einkar skýra sýn á kennslu sína, markmiđ hennar og innihald og veriđ fundvís á leiđir til ađ vekja áhuga og metnađ nemenda og skapa andrúmsloft vinnusemi, vandvirkni og glađvćrđar. Hann hefur haldiđ á loft gildum klassískra og agađra vinnubragđa en jafnframt veriđ laginn viđ ađ ýta undir sköpunargleđi nemenda og nýta sér strauma í unglingamenningu hvers tíma kennslu sinni til framdráttar. Margir nemenda hans fóru í framhaldsnám í myndlist ađ hans hvatningu og međ hans stuđningi.

Ţorvaldur var einnig umsjónarkennari og var sérstaklega laginn viđ ađ vinna međ nemendum sem ţurftu á sértćkum stuđningi ađ halda. Hann lagđi rćkt viđ ađ kynna nemendum sínum lífiđ utan skólans, fara á söfn og í hverskonar kynnisferđir og fyrir allnokkrum árum hafđi Ţorvaldur forgöngu um ţađ ásamt fleirum ađ Réttarholtsskóli hóf markvissa kennslu fyrir 10. bekkinga um ýmis ţjóđfélagsmálefni líđandi stundar; stjórnmál, vinnumarkađsmál, fjármál, menningu og listir. Ţessi kennsla má međ nokkrum sanni heita forveri ţess sem nú er kennt viđ lífsleikni og ákvćđi eru um í ađalnámskrá grunnskóla.

Ţorvaldur hefur alla tíđ lagt sig fram um ađ skapa persónuleg tengsl viđ nemendur og veriđ einkar laginn viđ ađ lađa fram ţađ besta í hverjum og einum. Umhyggju Ţorvaldar og virđingu fyrir nemendum og velferđ ţeirra er viđ brugđiđ. Í frásögur er fćrt hversu minnugur hann er á gamla nemendur sína og áhugasamur um ađ fylgjast međ gengi ţeirra og halda viđ ţá tengslum.

Kennsla Ţorvaldar hefur einkennst af mannrćkt í víđasta skilningi og fullyrđa má ađ uppskera hans hafi veriđ drjúg á 44 ára kennsluferli.


mbl.is Ţorvaldur Jónasson verđlaunađur fyrir ćvistarfiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ekki amarlegt ađ láta mynnast sín svona sem kennara!!

Ţađ á ađ verđlauna kennara sem marka spor sitt á jákvćđan hátt í lífi nemenda. Sem er ţeim hvatning til frekara náms og annarra góđra starfa.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 29.5.2009 kl. 12:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband