Lilja Mósesdóttir byrjar vel sem ţingmađur VG

Lilja Mósesdóttir byrjar afar vel sem ţingmađur VG og greinilegt ađ hún styrkir ţingflokk VG verulega. Ef ríkisstjórnin lafir fram ađ áramótum ţá er einsýnt ađ Lilja er rétti ađilinn til ađ taka viđ viđskipta- og efnahagsráđuneytinu.

Ţađ er afar mikilvćgt ađ ríkisstjórnin brjóstist út úr 1983 hugsunarhćtti Steingríms J. og Jóhönnu Sig. og taki upp nútímaleg vinnubrögđ sem kalla á heildstćđa hugsun en ekki ţröngar ađgerđir sem hver og ein skađar meira en hún leysir.

Ţví fagna ég sérstaklega ţeirri afstöđi Lilju ađ hafa ekki sćtt sig viđ frumvarp fjármálaráđherra um hćkkun á búsi og bensínu - fyrr en heildaráhrif skattahćkkananna liggja fyrir.

Reyndar eru líkur á ţví ađ álögur á íslensk heimili og atvinnulíf aukust margfalt skattahćkkuninni og tekjur ríkissjóđs verđi miklu minni en taliđ er í fyrstu - en látum ţađ liggja milli hluta.

Ţađ er náttúrelga sjálfsagt mál ađ hafa ţađ sem reglu á Alţingi ađ viđ mat á breytingum verđi ávallt verđi tekiđ tillit til óbeinna áhrifa, t.d. hvađ varđar skattahćkkanir eđa niđurskurđ í ríkisútgjöldum, eins og Lilja vill.

Ţađ hefur nefnilega lođađ viđ "sparnađarađgerđir" gegnum tíđina ađ ţćr hafa kostađ ríkiđ oft miklu meira ţegar upp var stađiđ en ţćr hafa sparađ.


mbl.is Allt tekiđ međ í reikninginn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćll Hallur.

Ţađ eru fleiri fletir á málinu en vísitölutengingin.

Núverandi ríkisstjórn hefur gefiđ ţađ út ađ verja tekjulítiđ fólk. Ţađ er í sjálfu sér einstaklingsbundiđ mat hvort menn vilji reykja og drekka. Ţađ er hins vegar verra međ valiđ ţegar ađ samgöngum kemur. Í Reykjavík og stćrri sveitarfélögum eru reknar almannasamgöngur og ţar eru ađstađa til ađ velja. Annars stađar bitna álögurnar á fólki hvort sem ţađ líkar eđa ekki.  Álögurnar bitna líka harđast á tekjulágum. Ţeir hafa ekkert svigrúm.

Einstćđ móđir í Reykjavík ţarf núna ađ borga meira fyrir ađ koma börnum sínum í leikskóla og sćkja og líklega einnig ađ greiđa hćrra leikskólagjald vegna endurskilgreiningu á grunnţjónustu. Hjá sumum einstćđum mćđrum skapar ţetta óveruleg vandamál en hjá öđrum getur ţetta ţýtt dropann sem flýtur yfir.

Kv. JAT

Jón Tynes (IP-tala skráđ) 29.5.2009 kl. 16:02

2 identicon

Hárrétt hjá ţér - hún Lilja ber af ţarna hjá VG - ótrúlegur happafengur hjá VG ađ fá svona gáfađan hagfrćđing í sýnar rađir, en ţví miđur er SteinRÍKUR ekkert ađ hlusta á hana.  SteinRÍKUR er alltaf ađ sanna fyrir ţjóđinni hversu ARFALÉLGUR stjórnmálamađur hann er..., en góđur rćđumađur - sem sagt vita GAGNLAUS stjórnmálamađur..!

kv. Heilbrigđ skynsemi

Jakob Ţór Haraldsson (IP-tala skráđ) 29.5.2009 kl. 16:29

3 identicon

Svona gerir mađur ekki sagđi Lilja viđ Steingrím og Steingrímur varđ ađ kalla á reiknimeistara ríkisins til ađ fá "endanlega útkomu".

Ekki er ég viss um ađ Lilja fái mörg tćkifćri hér eftir.  Nú hefur Steingrímur sagt viđ Lilju, svona gerir mađur ekki, tekiđ hana á teppiđ og losađ hana viđ persónulegar skođanir, samber Kastljósiđ í kvöld.  Nú er ţađ skođun "Flokksins", og auđvitađ er Steingrímur "Flokkurinn" ásamt einhverjum örfáum öđrum, sem rćđur.  Ţannig fer nú oftast fyrir ţeim nýliđum sem vilja fara "vitrćnar leiđir í pólitík",  ţeir eiga sér ekki langa framtíđ nema.......

Nú ţarf Steingrímur ekki lengur ađ kalla til reiknimeistara ríkisins, hér eftir horfir hann bara á sínar %-ur og skellir ţeim á, sama hver útkoman verđur og sama hvađa afleiđingar ţćr hafa í för međ sér fyrir almenning og Lilja lokar augunum, ýtir á já-takkann og hugsar, svona gerir mađur ekki, en gerir samt.   Ţannig vinna nú greinilega "alvörupólitíkusar" og hafa alltaf gert.

Páll A. Ţorgeirsson (IP-tala skráđ) 29.5.2009 kl. 22:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband