"Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu. Henni finnst bezt, að fólk viti sem minnst." Þetta segir Jónas Kristjánsson í pistli sínum á www.jonas.is í dag.
Enn einu sinni hittir Jónas naglann á höfuðið.
Reyndar er VG í algjörri sjálfheldu. Langar ekkert í stjórn með Samfylkingunni - en neyðist til þess vegna yfirlýsinga sinna vikum fyrir kosninga. Reyndar ljóst síðustu dagana fyrir kosningar að VG sá eftir fyrri yfirlýsingum - en skaðinn var skeður.
Það að flokkarnir gefa sér að minnsta kosti viku tilviðbótar til að klára stjórnarmyndunarviðræður lofar ekki góðu.
Hvernig ætla flokkarnir að bregðast við í ríksstjórn þegar kom upp mál sem afgreiða þarf strax? Á þá að fara leið Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í síðustu ríkisstjórn - gera ekki neitt?
Það bendir allt til þess. Þannig "brugðust" flokkarnir nefnilega við efnahagsvandanum þá 80 daga sem þeir höfðu til að grípa til raunhæfra aðgerða. Gerðu nánast ekki neitt í efnahagsmálunum en einbeittu sér að málum sem hefðu átt að bíða þar til nú - eins og banni við vændi.
Hlé á viðræðum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Facebook
Athugasemdir
sammála þessari staðhæfingu..
Óskar Þorkelsson, 1.5.2009 kl. 11:16
úfffff
Framsóknarmenn af öllum, að tala um gagnsæi.
Heldurðu Hallur að við séum með gúbbyfiskaminni.
Það hefði reyndar verið betra að þið framsóknarmenn hefðuð ekki gert neitt
í þau ár sem þið voruð í ríkisstjórn.
Kannski hefði skaðinn þá orðið minni
Páll Blöndal, 1.5.2009 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.