Ný Framsókn í framsókn!

Ný Framsókn hefur verið í framsókn á undanförnum dögum. Nú er bara að sjá hversu langt flokkurinn næsr í kosningunum - en það er að verða deginum ljósara að rödd nýrrar Framsóknar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins verður að hljóma á Alþingi.

Það er greinileg að andstæðingar Framsóknar eru farnir að ókyrrast og grípa til örþrifaráða. Þar veigra menn sér ekki við að misnota aðstöðu sína nóttinga fyrir kosningar og hætta þverpólískri samstöðu í þágu Samfylkingarinnar eins og hér má sjá

 


mbl.is Kjörsókn með ágætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég gæti vel hugsað mér Framsókn í stjórn, er þriggja flokka stjórn útilokuð. Spyr einn sem veit lítið.

Finnur Bárðarson, 25.4.2009 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég er nú skráður á sammála.is en fékk samt ekkert bréf frá Gunnari. Gæti verið að hann hefði fengið nafn þessa manns, sem stuðningsmann evrópusambandsaðildar einhvers staðar annars staðar?

Reyndar átti það ekki að fara framhjá neinum, sem skráði sig inn þarna að nafnið byrtist á netinu þar, sem allir gátu komist í það. Það er því ekki nein misnotkun á opinberlega birtum upplýsingum að senda þeim, sem þar voru bréf eða hafa samband við þá á annan hátt til að skýra sína sýn á það mál, sem þeir höfðu gefið upp stuðning sinn við. Það er ekki eins og Gunnar hafi verið að nýta sér upplýsingar, sem hafi átt að vera trúnarðarupplýsinga eða að hann hafi haft aðgang að þeim en ekki forsvarsmenn annarra flokka. Er það til dæmis misnotkun á símaskránni að hringja út eftir henni?

Sigurður M Grétarsson, 26.4.2009 kl. 09:11

3 identicon

Til hamingju Framsókn. Það er algjörlega á hreinu að þið hefðuð kolfallið alveg eins og Sjálfstæðisflokkur ef þið hefuð ekki Sigmund Davíð. Hann er skynsamur og klár og hrífur fólk með sér vegna sjálfsöryggis. Hann dróg vagninn með gömulum spillingarpésum eins og Birki, Sif Friðleyfs, og fl. og þegar maður skoðar ættartréð sem gengið hefur á netinu og sér alla spillinguna sem þessi flokkur hefur staðið fyrir  hingað til, er með ólíkindum að fólk skuli hafa sýnt slíkt dómgreindarleysi að kjósa þennan flokk. Þið eruð heppin að hafa Sigmund, annars væri þetta flokkur sem væri á góðri leið að hverfa. En því miður þá vann Sigmundur formannskjörið og það reddaði ykkur. með Höskuld í broddi fylkingar, hefðuð þið þurkast út, og það hefði verið það besta sem komið gæti fyrir ísland. Við gætum þá loksins farið að líkjast hinum Norðurlöndunum. En því miður þá gekk þetta ekki eftir. kannski næst.

Valsól (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband