Af toppnum hjá Mogganum í blogghlé
9.3.2009 | 22:45
Undanfarna fjóra daga hef ég verið í efsta sæti yfir mest lesnu bloggara á mbl.is. Það var svoldið skemmtilegur áfangi að ná. Náði hins vegar ekki efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það var svoldið leiðinlegt að ná ekki þeim áfanga.
Hef núna bloggað nær daglega í 16 mánuði. Hef fengið rúmlega 300 þúsund heimsóknir.
Er orðinn dálítið þreyttur og þurrausinn.
Ætla því að taka mér frí frá blogginu út þessa viku.
Legg vonandi eitthvað gáfulegt í umræðuna í næstu viku. Eða ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Maður mun sakna þín Hallur minn enda ertu sannarlega góður bloggari.
Hilmar Gunnlaugsson, 9.3.2009 kl. 22:51
Ég mun sakna þín Hallur þú ert eini framsóknarmaðurinn sem ég les blogg hjá að staðaldri. Eitt að því sem hefði hjálpað flokknum þínum að þú hefðir komist á lista og það hefðir þú gert ef lýðræðið hefði virkað í flokknum.
Rannveig H, 10.3.2009 kl. 07:38
Duglegur Hallur. Það er gott að taka sér smá pásu öðru hvoru. Ég aftur á móti fæ afar fáar heimsóknir á mína auðmjúku bloggsíðu. Fæ þá að vera í friði með mitt bull.
Arinbjörn Kúld, 10.3.2009 kl. 08:45
Ég held að það sé mistö að þú hafir ekki komist ofarlega á lista hjá Framsókn, þar sem ég tel að þú værir góð viðbót við þann hópinn. Reynsla þín er mikil í fjármálageiranum og það er það sem þarf á þing í dag, "menn með vit".
Þú bara hvílir þig þessa viku og kemur síðan endurnærður aftur á bloggið og heldur ótrauður áfram. Vittu til, það á eftir að breytast mikið næsta þingár eftir kostningar. Það eru spennandi tímar framundan í pólitík.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 10.3.2009 kl. 09:42
Sæll.
Helvíti... Svo þú ætlaðir fram í það 1. !!
Og Vigdís Hauksdóttir fékk það sæti, sem ég er ekki sammála um.
Ég er í suður og hefði kosið þig. En þar fór það að ég kjósi í suður fyrir Framsókn?!?
Sveinn Hjörtur , 10.3.2009 kl. 13:04
Hafðu það gott og hvíldu þig á pólitíkinni í leiðinni
Guðrún Jónsdóttir, 10.3.2009 kl. 23:11
Alltaf er Framsókn jafn seinheppin. Það gildir það sama um mig og þig: Þeir vilja ekki bestu mennina. Þú hefur bæði kjörþokka og hugmyndir og vit og vilja til að keyra þær áfram. Það sem fer með flokka - og er banabiti Framsóknar - er að innan þeirra verða til litlar klíkur utan um einstaka menn og hópa. Af þeim sem eru í fyrstu sætum Framsóknar í Reykjavík er ES sá eini sem hefur sagt eitthvað um eitthvað á opinberum vettvangi svo tekið sé eftir (nb. innflytjendamál og fjölmenningarsamfélag). Aðrir: Eins og að kjósa autt umslag. Kveðja. Baldur
Baldur Kristjánsson, 17.3.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.