Ákveðið fast hlutfall tekna fari í afborganir íbúðalána
23.2.2009 | 11:49
Það er ljóst að greiðslubyrði almennings af lánum hefur stóraukist og fjölmörg heimili eru að sligast. Fjölomörg heimili eru að greiða miklu meira en fjórðung innkomu sinnar í afborganir og vextir af lánum.
Ég hef sett fram aðgerð sem getur skipt sköpum fyrir heimilin sem eru að sligast undan greiðslubyrðinni.
Hef talað fyrir þessari leið frá því í haust - meðal annars á blogginu. Setti hugmyndina í minnisblað þegar ljóst var að ný ríkisstjórn væri að komast á koppinn. Birti þetta enn einu sinni:
Aðgerðir vegna greiðslubyrði íbúðalána
Há greiðslubyrði íbúðalána ógnar stöðu fjölmargra íslenskra heimila í þeirri efnahagslægð sem nú gengur yfir. Hættan á greiðsluþroti fjölda heimila sem leiðir af sér greiðslufall vegna íbúðalánas ógnar stöðu Íbúðalánasjóðs og annarra fjármálafyrirtækja. Markmið stjórnvalda í þessari stöðu hlýtur að vera sú að tryggja heimilum bærilegri greiðslubyrði vegna íbúðalána svo heimilin komist ekki í greiðsluþrot og jafnframt að tryggja Íbúðalánasjóði og öðrum fjármálafyrirtækjum sem veitt hafa heimilunum íbúðalán öruggt greiðsluflæði til að stöðu þeirra sé ekki ógnað. Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag íbúðalána og húsnæðisbóta getur ekki verið verkefni minnihlutastjórnar sem starfar nánast sem starfsstjórn fram að kosningum þar sem þjóðin mun endurnýja pólitískt umboð Alþingis. Hér á eftir koma tillögur að bráðabirgðaaðgerðum sem tryggja hóflega greiðslubyrði heimilanna og tryggja öruggt fjárstreymi til fjármálafyrirtækja vegna íbúðalána á næstu mánuðum og misserum.
Greiðslubyrði fast hlutfall af brúttó innkomu
Greiðendum íbúðalána verði gefinn kostur á að greiða ákveðið fast hlutfall brúttó innkomu sinnar 20% sem greiðslu af íbúðalánum sínum.. Íbúðalánasjóði, ríkisbönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum sem lánað hafa íbúðalán verði gert skylt að heimila lántakendum að velja tímabundið slíkt fast greiðsluhlutfall. Gengið verði síðar frá uppgjöri á greiðslu mismunar lægri greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins.
Hefðbundin vísitölutryggð lán
Mismunur á greiðslu vegna hins fasta hlutfalls og fjárhæðar hefðbundinnar afborgunar íbúðalánsins verði fryst og bætist við höfuðstól lánsins um áramót. Ákvörðun um meðferð mismunarins til lengri tíma verði tekin að 3 árum liðnum. Möguleika á meðhöndlun hærra láns gera þá orðið lenging láns ef greiðslubyrði er og há og í einhverjum tilfellum möguleg afskrift hluta lánsins. Ákvörðun um slíkt verði í höndum nýrrar ríkisstjórnar.
Gjaldeyrislán
Haldið verði utan um greiðsluflæði vegna gjaldeyrislána í íslenskum krónum. Uppgjör á greiðslum vegna gjaldeyrisláns verði um hver áramót. Ákvörðun um hvort miðað verði við þá gengisvísitölu sem ríkir um áramót eða að uppgjör verði gert á sérstaklega ákveðinni gengisvísitölu verðu tekin þegar þar að kemur enda er ekki um endurgreiðslu ríkisbankanna á fjármögnun gjaldeyrislánanna að ræða fyrr en síðar.
Hefðbundin vísitölutryggð lán
Ríkisbönkum verði gert skylt að veita viðskiptavinum sínum sambærilega greiðsluerfiðleikaaðstoð og hefðbundin greiðsluerfiðleikaaðstoð Íbúðalánasjóðs.
Fjórðungur tekna í afborganir og vexti af lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
líst vel á þessa hugmynd...atvinnulausir geta til dæmis ekki verið að borga af myntkörfuláni þegar krónan hefur fallið um helming?
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.2.2009 kl. 12:09
Góðar tillögur, jafnvel miðað við Framsóknarmann. En hvað með ábyrgðarmenn? Mér sýnist margir vera að berjast í bökkum lengur en þeir geta með tilheyrandi vandræðum fyrir heimilin vegna þess að þeir vilja ekki að lán falli á ábyrgðarmennina. Þá eru líka foreldrar oft ábyrgðarmenn fyrir unga námsmenn og spurning hvort ekki sé þörf á að líta aðeins á þessa hlið, hvort hægt er að taka ábyrgðarmenn úr sambandi tímabundið ég veit það ekki, en eitthvað hlýtur að vera hægt.
Jón (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.