600 störf og uppbygging hafnarsvæðisins skiptir máli!
19.2.2009 | 15:39
600 störf og uppbygging hafnarinnar skiptir miklu máli. Vissulega hefði getað verið æskilegra að nota þetta fé í mannaflsfrekar og arðsamar framkvæmdir annars staðar en við tónlistarhús. En tónlistarhúsið er komið vel á veg, fjárhagslegar skulbindingar Landsbanka upp á milljarða þegar frágengnar. Ef ekki hefði verið haldið áfram eru líkur á að það fé væri alfarið glatað.
Ég stakk upp á því um daginn að við fengjum búlgarska listamanninn Christo til að pakka inn húsinu á meðan við biðum af okkur kreppuna. Það hefði mögulega dregið að ferðamenn með dýrmætar gjaldeyristekjur.
Þótt það hafi verið sett fram á gamansaman hátt, þá var í tillögunni alvarlegur undirtónn. Það skýtur svolítið skökku við að setja framkvæmd við tónlistarhús framar öðrum arðsömum verkefnum í kreppunni þegar lánsfé er takmarkað.
En staðan var bara þannig að það er betra að halda áfram með verkefnið, skapa þessi 600 störf og fá tónlistar- og ráðstefnuhöllina í gagnið sem fyrst svo unnt sé að nýta það fyrir erlenda gesti sem gefa okkur dýrmætan gjaldeyri.
Því styð ég þessa ákvörðun - en skil sjónarmið sem telja að bíða hefði átt með verkið - annað væri brýnna. Það voru mín fyrstu viðbrögð - en þegar ég skoðaði málið í kjölinn skipti ég um skoðun.
Eigum við að fá Christo til að pakka tónlistarhúsinu inn?
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Facebook
Athugasemdir
600 störf eru 600 heimili sem er frábært á þessum tíma
ingibjörg (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:51
Við getum ekki haft höfuðborgina í sárum. Þetta mun hjálpa og veita mörgum heimilum von.
þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:54
Það er ekki nóg að byggja húsið.Rekstur þess í framtíðinni er allur í uppnámi.þann taprekstur verður almenningur látinn greiða þótt hann stígi ekki þarna inn fyrir dyr.Það átti að selja húsið hæstbjóðanda, sama hvað lágt hefði verið boðið, gegn því skylyrði að húsið yrði klárað.Það hefði jafnvel verið betra að láta það fyrir ekki neitt eða hugsanlaga að borga eitthvað með því.Þetta rugl að gjaldþrota ríkissjóður sé að setja pening í þetta,er ekkert annað en fásinna.
Sigurgeir Jónsson, 19.2.2009 kl. 17:01
Er það öruggt að þeir sem þarna fái vinnu tali íslensku ?
JR (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.