Bætir þingið gölluð frumvörp?
16.2.2009 | 08:55
Það verður spennandi að sjá hvort Alþingi bætir úr ágöllum sem eru á frumvarpi um Seðlabankann og frumvarpi um greiðsluaðlögun. Ég hef reyndar trú á að það munui gerst og að Alþingi afgreiði vönduð lög um hvorutveggja.
Ágallar á Seðlabankafrumvarpinu eru augljósir eins og athugasemdir Alþjóða gjaldeyrissjóðinn - og Framsóknarmanna - sýna berlega. Úr þeim ágöllum er verið að vinna í góðri samvinnu fulltrúa minnihlutastjórnarinnar og allavega Framsóknarflokksins.
Ágallar á lögum um greiðsluaðlögun eru þeir að ákvæði laganna gera ekki ráð fyrir að undir þau falli veðlán hjá fjármálastofnunum öðrum en þeim sem eru í ríkiseigu. Þessu ber að breyta.
Vænti þess að þingið geri einnig nauðsynlegar bætur á greiðsuaðlögunarfrumvarpinu og afgreiði vönduð lög um þetta mikilvæga málefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur - hafðu þakkir fyrir þessi skrif.
En í guðanna bænum leiðbeindu hinum nýja framsóknar-þingmanni Eyglóu Harðardóttur í miðlun þingmanna á störfum sínum á löggjafarþinginu til okkar sem eru vinnuveitendur hennar.
Skömm sé þeirri konu fyrir hsandkassaskrif hennar á blogg-síðu hennar. Hún hlýtur að skemma fyrir framsóknarflokknum í heild sinni.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 16.2.2009 kl. 15:15
Innan um skammirnar í umsögn Seðlabankans má enn sjá glitta í efnislegar athugasemdir sérfræðinga bankans. Séu þær dregnar fram kemur í ljós að þær er einnig þær sömu og fram komu í umræðunum í þinginu og athugasemdum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það ætti að einfalda mjög verkefni viðskiptanefndar svo það er vandséð af hverju hún ætti ekki að klára málið. Sú reiðibylgja sem reis í bloggheimum gegn Sigmundi Davíð og framsóknarmönnum þegar menn héldu að flokkurinn ætlaði að stöðva eða tefja málið og slá skjaldborg um óbreytt ástand held ég að hafi verið alveg ótímabær.
Arnar (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.