Ólafur Ragnar kominn í bullandi pólitík
10.2.2009 | 10:14
Ólafur Ragnar hefur allt frá myndun minnihlutastjórnarinnar verið í bullandi pólitík. Þessi ummæli Ólafs Ragnars eru klárlega pólitísk.
Það er reyndar ekkert í stjórnarskránni sem segir að hann megi ekki ræða á pólitískum nótum. Frekar hefur skapast hefð um að svo skuli ekki vera.
Eitt af verkefnum stjórnlagaþings verður einmitt að setja forsetaembætti framtíðarinnar ramma.
Viljum við kannske hafa pólitískan forseta sem tjáir sig um pólitísk málefni, þótt hann taki ekki beinan þátt í stjórnmálum?
Það er reyndar athyglisvert að nú eru tveir af æðstu embættismönnum landsins þar sem ekki hefur verið hefð fyrir að standa í pólitík komnir á kaf í pólitískri umræðu. Annars vegar forsetinn og hins vegar aðalseðlabankastjórinn.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:17 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru fullkomlega fráleit ummæli og óskiljanlegt hvaða tilgangi þau eiga að þjóna.
Í besta falli óþolandi afskiptasemi af lausn mála sem eru á borði ríkisstjórnar og skilanefndar bankanna og í versta falli stórkostlega skaðlegt hagsmunum Íslands!
Þarf forsætisráðherra að kenna forsetanum hvað til hans verksviðs heyrir um leið og hún tekst á við annan ólátabelg sem skilur ekki heldur hvílíkum skaða prímadonnutaktar geta valdið.
Arnar (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:41
Er það ekki bara gott að einhver segi að við munum ekki borga þetta? Ef það er gott er þá slæmt að Forsetinn segi það?
Það væri reyndar nær að segja að við munum ekki borga þetta af því að við munum aldrei aldrei geta borgað allar þessar skuldir.
Ef á að borga allar þær skuldir sem stefnir í að borga þurfi er að ég tel ljóst að þjóðnýta verður eitthvað af lífeyrissjóðum landsmanna og einhvern hluta þess sem landsmenn greiða í sjóðina í hverjum mánuði í einhver ár, það er þeir sem enn hafa vinnu.
Hvernig hefur þú Hallur Magnússon frambjóðandi til Alþingis í komandi kosningum hugsað þér að taka á þessum málum?
Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 10:46
Auðvitað á maðurinn að svara þegar hann er spurður! Þar sem reikningarnir eru þar hafa ríkin haft fjármagnstekjuskatt af þeim. Því er fullkomlega eðlilegt að við borgum ekki!
Eysteinn Þór Kristinsson, 10.2.2009 kl. 10:47
Þetta vildi skríllinn. Sósíalista og kommúnista í ríkisstjórn (með fulltingi borgaraflokksins-í-mótun, sem er með öllu óskiljanlegur leikur) og athyglissjúkan bónda á Bessastöðum.
Ólafur hefur ekkert umboð til að segja til um þetta, af eða á. Nákvæmlega ekkert. Hann fer ekki með umboð eins né neins til að ákveða þessa hluti. Það er ótrúlegt hvað þessum aflóga Allaballa hefur tekist að niðurlægja embætti forseta.
Hallur, ég er annars gáttaður á því að Framsókn sem er að reyna að byggja sig upp sem trúverðugan flokk skuli binda trúss sitt við fólk eins og Álfheiði Ingadóttur og Ögmund Jónasson. VG mun standa fyrir aðför að millistéttinni, kjörlendi Framsóknar. Borgarastéttin er munaðarlaus í pólitík sem stendur og að henni er sótt frá vinstri. Ef einhver flokkur ætti að standa vörð um miðjuna og hindra útrýmingu millistéttarinnar ætti það að vera Framsókn. Þess í stað gengur Framsókn í lið með þeim sem vilja útrýma þeim sem hafa í sig og á. Hví?
Liberal, 10.2.2009 kl. 10:49
Ólafur Ragnar Grímsson gæti verið síðasti forseti íslenska lýðveldisins
Gestur Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 11:09
Múlbindum liðið og bönnum málfrelsi!!!!
Nema náttúrlega sjálfstæðismanna.
Þeir eru hvort sem er einu rétthafar blaðursins og bullsions með sinn gamla virðingarrúna foringja fremstan í flokki.
Leggjum forseta embættið niður þegar Ólafur hættir - þá getur við með sanni sagt að sjálfsætðimenn HAFA ALDREI ÁTT OG MUNU ALDREI EIGA sjálfstæðismann í forsetaembættinu.
Af hverju skyldi það vera?
ÞA (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:55
Ég held það sé alveg kominn tími á að hefta málfrelsi afdankaðra stjórnmálamanna. Við þurfum klárlega ekki á gaspri Ólafs Ragnars, Davíðs Oddsonar eða Jón Baldvins að halda. Það er sem betur fer að myndast ástand þar sem fagmenn geta tæklað þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir og leyst þau. Þessi þrír ættu að rúlla saman inn á stofnun fyrir úrelta stjórnmálamenn ásamt einkaþjóni Davíðs Geirs H Haarde.
Dude (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:05
Er það ekki bara gott mál að hann tjái sig maðurinn ?
hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 12:21
Dude
Við búum hér í lýðræðisríki - sama hvað kverúlöntum eins og þér finnst um það.
Í öllum lýðræðisríkjum er fólk sem vill múlbinda "suma" bæði fólk og fjölmiðla.
Af hverju ferð þú ekki til lands þar sem tekið er undir svona hugmyndir - hugmyndir um að aðeins útvaldir fái að tjá sig.
ÞA (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 12:48
Mikið rosalega hafa menn hlaupið á sig í dag. Þetta minnir á 1. apríl gabb.
Auk þess verða enhverjir að segja sannleikann! Pólitíkusar hafa ekki þor til þess í dag - þú veist , kosningar í nánd!
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:01
Nú er maður búinn að rekast á "hilmar jónsson" á nokkrum síðum - það verður seint sagt að það drjúpi greindin af kommentum hans.
Hallur, þið í Framsókn hafið það í hendi ykkar að enda þennan skrípaleik sem kallast skrílræði og birtist í núverandi stjórn. Aumingjar og afætur eiga ekkert með að reka þjóðarbúið og komandi kosningar munu skipta höfuðmáli í að forða landinu frá glötun þeirri sem kommarnir lofa okkur.
Liberal, 10.2.2009 kl. 14:12
Blessaður Hallur og til hamingju með framboðið. Vona að flokknum beri gæfu til að nota þig til góðra verka.
En þú kennir ekki gömlu hundum að sitja. Viljir þú ekki að forsetinn sé að tjá sig þá kýstu ekki Ólaf sem forseta. Viljir þú hafa frið í Seðlabankanum, þá setur þú ekki víghund þar í embætti.
Svo einfalt er það.
En hinsvegar gerði Ólafur ekkert annað en að segja sannleikann. Þó allt borgunarlið Íslands fari daglega, 5 sinnum á dag með möndruna "Við borgum", "við borgum ekki", þá borgum við ekki neitt.
Ástæða, jú - orð borga ekki skuldir heldur verðmæti. Og þar að auki varðar það við stjórnarskrána að borga. Fyrst þarf að breyta henni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2009 kl. 14:18
Libreal finnst þú ert farinn að tjá þig um greind og komment annara, væri ekki úr vegi að benda á, bæði þau komment sem þú skilur eftir þig á bloggum annara, þar sem fífl asni og hálfviti eru aðal inntakið hjá þér. og síðan djúpvitrar færslurnar þínar.
Þú skalt sleppa því að kasta grjóti úr þínu glerhúsi karlinn..
hilmar jónsson, 10.2.2009 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.