Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs?
29.1.2009 | 14:25
Er Dagur B. Eggertsson nýr blaðafulltrúi borgarráðs? Það mætti ætla þegar lesin er frétt um að hætt verðið við þriggja hæða mislæg gatnamót á Miklubraut og Kringlumýrarbraut, en fréttatilkynning vegna þess er send fjölmiðlum af Degi B.
Mér sýnist reyndar á tímasetningum fréttanna að dugnaður Dags sem blaðafulltrúa sé ótrúlegur því það virðist sem fréttatilkynningin hafi verið send fjölmiðlum á meðan borgarráðsfundi stóð. Það getur hins vegar verið að ég hafi rangt fyrir mér í því.
Ég verð að segja að það fer Degi B. Eggertssyni betur að vera blaðafulltrúi en borgarstjóri.
Hélt hins vegar að metnaður hans stæði til hærri metorða en að vera blaðafulltrúi borgarráðs - hvíslast hefur verið á um að Dag langi til að verða formaður Samfylkingarinnar og jafnvel forsætisráðherra þegar hann væri orðinn stór.
Hvað málefnið sem blaðafulltrúinn var að koma á framfæri við fjölmiðla, þá er það skólabókardæmi um breytt vinnubrögð hjá Reykjavíkurborg í kjölfar þess að Hanna Birna og Óskar Bergsson tóku við valdataumunum. Samráð og samvinna í stað sundrungar og sundurlyndis.
Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Athugasemdir
Dagur verður aldrei stór.
Margrét (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:14
Þú meinar að framsókn og íhaldið sé betra en ... ööh, framsókn og íhaldið?
Elfur Logadóttir, 29.1.2009 kl. 16:46
Elfur.
Já!
Það er svo augljóst hvernig vinnubrögðin breyttust eftir að Hanna Birna og Óskar tóku við. Enda Dagur farinn að hafa af því áhyggjur!
Hallur Magnússon, 29.1.2009 kl. 17:33
Ég sé ekki af hverju hann ætti að hafa áhyggjur ef hann kemur málunum sínum (og flokksins síns) í gegn - jafnvel þegar hann er í minnihluta. Það kallast á minni íslensku að koma vitinu fyrir fólk.
Elfur Logadóttir, 29.1.2009 kl. 17:36
Dagur blaðurskjóða - blaðafulltrúi borgarráðs - lýst vel á það - hann er þá ekki að taka ákvarðanir á meðan
Óðinn Þórisson, 29.1.2009 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.