4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi!
27.1.2009 | 20:43
Hvalaskoðun og hvalveiðar geta gengið saman. Hvalaskoðun er afar mikilvæg gjaldeyristekjulind og það geta hvalveiðar líka orðið. En hvalaskoðun verður að hafa ákveðin forgang.
Legg því til að það verði sett upp 4 - 12 mílna hvalveiðilandhelgi þar sem hvalveiðar verði bannaðar.
Það má þó skoða sérstaklega einstaka svæði til hrefnuveiða innan þeirra marka eru leyfðar - og þá verður að tryggja aukna vernd á helstu hvalaskoðunarsvæðunum við Faxaflóa og Skjálfanda.
Slæ ekki á móti vel súru hvalrengi á þorrablótum næsta árs! Loksins alvöru hvalrengi eftir öll þessi ár
Hefjum hrefnuveiðar í apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.