Stjórnlagaþing þjóðarinnar og nýja stjórnarskrá
21.1.2009 | 12:19
Það verður að rísa nýtt og betra Ísland úr úr því ófremdarástandi sem nú ríkir. Það verður ekki gert nema með nýrri stjórnarskrá.
Ný stjórnarskrá verður ekki að veruleika nema þjóðin kjósi sé stjórnlagaþing hið fyrsta. Stjórnlagaþing sem ekki er skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.
Stjórnlagaþing sem sækir umboð sitt beint til þjóðarinnar og hefur skýrt umboð til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá. Tillögu sem síðan verði lögð fram í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Alþingi mun brátt fá til afgreiðslu tillögu um að Alþingi setji lög er kveða á um kosningu til stjórnlagaþings. Þá reynir á Alþingismenn - ætla þeir að verjast nauðsynlegum úrbótum eða ætla þeir að treysta þjóðinni fyrir framtíðinni.
Ég hef bloggað um þetta áður: Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar.
Ég var því afar ánæðgur þegar flokksþing Framsóknarflokksins ályktaði eftirfarandi um stjórnlagaþing:
Markmið
Að stjórnskipun Íslands verði endurskoðuð á sérstöku stjórnlagaþingi þar sem stjórnarskrá Íslands og eftir ástæðum viðeigandi lög um stjórnsýslu, dómstóla, löggjafarstarf og kosningar verði endurskoðuð til samræmis við framsæknar hugmyndir um stjórnskipun landsins um gagnsæi, lýðræðislega þátttöku og jafnvægi milli valdþátta.
Leiðir
Helstu álitamál sem taka þarf afstöðu til á stjórnlagaþingi eru meðal annars:
- Hvort afnema eigi þingræði og taka upp beina kosningu æðsta handhafa framkvæmdarvalds
- Hvernig eftirliti með valdháttum eigi að vera háttað, eftirlitshlutverk Alþingis, virkari ráðherraábyrgð og óháðara val dómara
- Hvort auka eigi valfrelsi kjósenda um fulltrúa á framboðslistum
- Hvort takmarka eigi hámarkssetutíma þingmanna og ráðherra
- Hvort auka eigi möguleika á þjóðaratkvæði og jafnvel frumkvæði að löggjöf frá almenningi
- Hvernig gagnsæi stjórnkerfisins sé tryggt
- Hvort þörf sé á sérstökum þjóðhöfðingja og þá hvert hlutverk hans eigi að vera
- Hver staða sveitarfélaganna eigi að vera, svo sem með hlutdeild í fjárstjórnarvaldi ríkisins
- Hvort og þá hvernig skipta eigi landinu í kjördæmi
- Hvernig staðið skuli að framsali valdheimilda til alþjóðlegra stofnana
- Hvernig tryggja eigi skýrt og ótvírætt sjálfstæði hinna þriggja meginþátta ríkisvaldsins löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds
Fyrstu skref
Þingflokkur Framsóknarflokksins skal leggja fram tillögu á Alþingi um kosningu til stjórnlagaþings í samræmi við niðurstöður íbúalýðræðisnefndar flokksins. Einnig verði lögð fram tillaga um breytingu á stjórnarskránni þess eðlis að breytingar á stjórnarskrá verði bornar undir þjóðaratkvæði. Stefnt skal að því að stjórnlagaþing verði kallað saman sem fyrst og tillögur þess að nýrri stjórnarskrá verði lagðar fyrir þjóðina. Stjórnlagaþing skal ekki vera skipað núverandi eða fyrrverandi alþingismönnum, ráðherrum eða formönnum stjórnmálahreyfinga.
Þingfundur fellur niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:24 | Facebook
Athugasemdir
Ég trúi því þegar ég sé...
Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 12:56
Þetta er hörmuleg tillaga hjá þér og gera það eitt að verkum að fólk þarf allan daginn að vera að skipta sér af stjórnmálum. Þú ert með þessu að ýta undir að þrýstihópar komi heimskulegum málefnum í gegn í auknum mæli. Sjáðu hvað femmíninstum tókst að gera með fæðingarorlof feðra, nú þurfum við sem skattgreiðendur að borga fólki fyrir að eignast börn, það gengur náttúrulega ekki upp.
Annars er margt af því sem þú telur upp þarna hægt að breyta og bæta með almennum lögum og væri í raun glapræði að setja inn í stjórnarskrá. Þú verður að afsaka hvað ég er leiðinlegur við þig en mér er bara faið að finnast skilningur fólks á stjórnarskránni og mikilvægi hennar orðinn nánast enginn. Stjórnarskráin á að vera stutt og einföld sem hún er í dag og halda utan um grundvallareglur ekki sérrelgur um hitt og þetta.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:59
Hallur þetta er frábært blogg og vonandi verða tillögurnar að veruleika. Stjórnlagaþingið þarf að vera skipað valinkunnum mönnum og konum úr öllum stéttum og sérstaklega fulltrúum atvinnulífsins. Svo vona ég að þú styðjir mína tillögu um, að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð (sjá mitt blogg ). Gerir þú þér grein fyrir hvað skipulagsklúðrin undanfarin ár hafa kostað vegna þess að hvert sveitarfélag er að vinna í sínu horni ?
B.k. Sigurður
Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:59
Nafni minn Kjartansson sem talar um vinstri menn og femínista eins og einhver kaldastríðshægrimaður en leyfir ekki athugasemdir á eigin bloggi. Hvað er hörmulegt við að koma spillingarliðinu frá, fá fólk inn sem ekkert hafði með hrunið að gera og taka almennilega til?
Um Stjórnarskrána. Auðvitað á hún að vera einföld og skýr. Hún er einföld í dag, en ekkert sérstaklega skýr. Þar fyrir utan stangast hún á við EES að einhverju leyti. Það má alveg endurskoða hana án þess að búa til símaskrá úr henni, eins og sú evrópska er.
Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 13:10
Ég er ekki að halda því fram að ekki eigi að koma spiltu fólki úr embætti síður en svo. Ég er einungis að benda á að hættan við alhliða breytingu á stjórnarskránni endi í símarskrá og þar fari jafnvel forgörðum grundvallaréttindi á kostnað gerfiréttindi á borð við félagslegréttindi.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.