Ung og öflug forysta Framsóknar nýrra tíma!

Framsóknarmenn hafa falið unga fólkinu í flokknum að leiða Framsókn nýrra tíma. Framsókn er flokkur framtíðarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 34 ára formaður, Birkir Jón Jónsson 29 ára varaformaður og Eygló Harðardóttir 36 ára ritari.

Aðrir flokkar sitja uppi með gamla gagnslausa liðið!

Það voru ekki margir sem höfðu trú á að Framsóknarflokkurinn yrði sá flokkur sem tæki forystuna inn í framtíðina með því að gera upp fortíðina. Það er ekki nema tveir og hálfur mánuður síðan ég skrifað bloggið Nýja forystu í Framsóknarflokkinn!

Þar hvatti ég Framsóknarmenn að endurnýja forystuna, óska eftir aðilarviðræðum við Evrópusambandið og gera upp mögulegan hlut Framsóknar í stöðu efnahagsmála.

Allt þetta hefur gengið eftir! 

 


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Er svigrúm fyrir menn eins og Halldór frá Kirkjubóli eða Pál frá Höllustöðum innan þessa flokks. Er búið að skera endanlega á tengslin við dreifbýlið og bændastéttina með hinni nýju Framsókn?

Gunnlaugur B Ólafsson, 18.1.2009 kl. 21:17

2 Smámynd: TómasHa

Það er nú dálítið fyndið að hlusta á ykkur frammara þessa dagana, þegar þið eruð búnir að drepa hverja vonarstjörnuna á fætur annari er núna eins og þetta hafi verið skipulagt. Eins og þetta var orða í fréttatímanum áðan er þetta seinasti sénsinn, þið eruð að veðja á ungan og óreynda einstaklinga. Stór séns sem vonandi borgar sig fyrir ykkur.

TómasHa, 18.1.2009 kl. 21:25

3 identicon

Hvaðan kemur þessi ungi piltur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ?

Hverra manna er hann ?

Tengist hann hvergi spillingu ?

Eru engir aurar að baki honum ?

Bara forvitni að vestan.

hann (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband