Ríkisstjórnin skipi bönkunum að veita alvöru greiðsluerfiðleikaúrræði!
14.1.2009 | 17:31
Ríkisstjórnin ræður því sem hún vill ráða sem eini eigandi hlutafjár í nýju bönkunum.
Ríkisstjórnin hefur nú sýnt í verki þetta boðvald með því að skipa bankaráðum að auglýsa stöður bankastjóra.
Af hverju sýnir hún þá ekki í verki á sambærilegan hátt boðvald sitt þegar hún "segist" vilja að ríkisbankarnir komi til móts við fólkið í landinu með því að veita sömu greiðsluerfiðleikaaðstoð og Íbúðalánasjóður!
Ég krefst þess að ríkisstjórnin SKIPI bönkunum að koma til móts við fjölskyldurnar í landinu og SKIPI þeim að taka upp sömu greiðsluerfiðleikaúrræði - en feli sig ekki á bak við lin og hálfshugar "tilmæli" til bankana um að koma til móts við fólkið í landinu.
Geri ráð fyrir að málið verði klárað ekki seinna en á mánudag! Jóhanna - ekki láta bankaliðið kúga þig!
Staða bankastjóra auglýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:38 | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg af hverju þetta þarf að taka svona langan tíma. Er verið að bíða eftir því að fólk fari í þrot.
Marinó G. Njálsson, 14.1.2009 kl. 22:16
Afhverju eru ríkisbankarnir ekki sameinaðir í einn, sem lifir til frambúðar? Hvað höfum við að gera við þrjá ríkisbanka? Verður til meiri gjaldeyrir? Held varla. Kostar samfélagið bara meira.
Hræið af hinum verði síðan seld til þeim sem ennþá trúa á einkarekstur og vilja byggja upp nýtt veldi í fjármálaheiminum og þá án ábyrgðar þjóðarinnar. Þá fyrst hefði fólkið í landinu raunverulegt val um viðskipti við bankastofnanir.
Benedikt V. Warén, 15.1.2009 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.