Hvaða ráðherra "hótaði" stjórnsýslufræðingnum?
13.1.2009 | 15:52
Hvaða ráðherra ætli hafi "hótað" stjórnsýslufræðingnum Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur sem staðhæfði á borgarafundi í Háskólabíói gær að hún hefði fengið boð frá ónefndum ráðherra um að hún ætti að tala varlega á fundinum.
Svo sérkennilega vill til að stjórnsýslufræðingurinn vill ekki segja hvaða ráðherra var að "hóta" henni. Því liggur öll ríkisstjórnin undir grun!
Persónulega finnst mér hálf lúalegt - og dulítið í takt við seðlabankastjórann - að segja ekki beint út hvaða ráðherra vildi múlbinda hana. Held að þjóðin eigi rétt að fá að vita það.
En mér finnst uppákoman dálítið skemmtilegt - og sé fyrir mér alla ríkisstjórnina engjast á sakbendingarbekk - og setti því upp skoðanakönnum þar sem spurt er "Hvaða ráðherra "hótaði" stjórnsýslufræðingnum?
Endilega takið þátt í þessum pólitíska samkvæmisleik!
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Facebook
Athugasemdir
Ætla má að viðkomandi ráðherra sé hlynntur einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og hafi langa reynslu af því að vera spilltur. Held að okkur sé óhætt að útiloka Jóhönnu Sigurðardóttur og Þórunni.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:24
Hallur!
Það er engum treystandi. Eins og staðan er í dag.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:28
Ég leitaði að Davíð Oddsyni á listanum en mundi allt í einu að hann er ekki lengur forsætisráherra...
Óskar Þorkelsson, 13.1.2009 kl. 17:21
Mér finnst það fremur lítilmannlegt af Sigurbjörgu að staðhæfa þetta, án þess að nefna hvaða ráðherra hér um ræðir. Fundarstjóri á borgarafundinum þaggaði niður í hrópum gesta sem vildu vita hvaða ráðherra hafði lagst svona lágt,með þeim orðum að Sigurbjörg mætti eiga sín leyndarmál líkt og við hin. Það má vissulega til sanns vegar færa.En mín skoðun er sú að fyrst að hún ætlar sér ekki að nefna hvaða ráðherra á hér í hlut, hefði hún átt að þegja yfir þessu í heild sinni, fremur en að vera með svona hálfkveðnar vísur. Fyrir vikið liggja allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar undir grun, sem og er trúverðuleiki Sigurbjargar dregin stórlega í efa.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 17:46
Imba solla Stirða var sú seka... en gerði það í góðri trú
Óskar Þorkelsson, 13.1.2009 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.