Þjóðkjörið stjórnlagaþing móti stjórnskipan framtíðarinnar
12.1.2009 | 11:18
Íslenska þjóðin á að kjósa sér stjórnlagaþing sem endurskoði stjórnarskránna og geri tillögu um stjórnskipan framtíðarinnar. Tillögu sem síðan verði lögð fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Á stjórnlagaþinginu sitji ekki alþingismenn né ráðherrar - heldur fulltrúar sem kjörnir eru beint af íslensku þjóðinni.
Hugmyndin um þjóðkjörið stjórnlagaþing hefur lengi verið til umræðu í "gufuklúbbnum" mínum og löngu ljóst meðal þeirra sem þar sitja að brýn þörf sé á slíkri stjórnlagaþingsvinnu á þingi sem sæki umboð sitt beint til þjóðarinnar.
Þá er jafn ljóst að stjórnarskránna þarf að endurskoða.
Sú endurskoðun þarf að klárast og tillaga lögð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagan sýnir að endurskoðun stjórnarskrárinnar á vegum Alþingis gengur ekki upp. Þar næst sjaldan heildstæð niðurstaða um tillögu vegna flokkspólitískra hagsmuna. Því er ástæða til þess að kjósa sérstakt stjórnlagaþing til að sjá um verkið, enda miklu eðlilegra að þjóðin velji sér beint fulltrúa til að sjá um endurskoðun stjórnarskrár og leggja línurnar fyrir stjórnskipan framtíðar.
Það hefur verið þörf á slíkri endurskoðun um nokkurt skeið.
En núverandi ástand, þar sem orðið hefur kerfishrun, ráðherraræði ríkisstjórnar náð nýjum víddum og niðurlæging Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu aldrei verið meiri, þá er stjórnlagaþing kosið beint af þjóðinni orðið algjör nauðsyn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Athugasemdir
Sammála!
Um þetta getum við sameinast, sama hvaða flokki við tilheyrum.
Gunnar Axel Axelsson, 12.1.2009 kl. 11:22
Sæll Hallur.
Ég held að þekking á stjórnarskránni sé almennt ekki mikil en "breytum stjórnarskránni" hljómi samt vel.
Allar breytingar til bóta hljóta að vera kærkomnar. Væri það ekki til að skerpa á hugmyndinni að tilgreina einhver 2-3 helstu markmiðin með breytingu? Hverju vilja menn breyta?
Haraldur Hansson, 12.1.2009 kl. 11:33
Það er ljóst að ákveðin atriði þurfa að vera tryggð. Til dæmis eignarhald íslensku þjóðarinnar á auðlindum landsins - öllum. Þá þyrfti að skilgreina hvort og hvernig Ísland getur framselt fullveldi sitt til yfirþjóðlegra stofnanna.
Skerpa þarf aðskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds - að mínu mati.
En ég held að það yrði að vera stjórnlagaþingsins að ákvarða umfangið.
Hallur Magnússon, 12.1.2009 kl. 11:37
Stjórnlagaþing er mikilvægt og nauðsynlegt skref í þá átt að endurreisa traust almennings á stjórnskipan lýðveldisins. Stjórnmálamenn eru búnir að sanna það fyrir okkur, að þeim er ekki treystandi til að setja sjálfum sér leikreglur. Embættismenn eru búnir að sýna fram á að þeim er ekki heldur treystandi. Við þurfum nýja aðila að borðinu og við þurfum að geta byrjað með hreint borð.
Marinó G. Njálsson, 12.1.2009 kl. 11:57
Sælir strákar!
Að mínu mati er lausnin mun einfaldari eða að efna til kosninga í haust og eftirláta nýju og endurnýjuðu þingi það eftir að laga stjórnarskránna.
Við þurfum ekki nýja flokka eða stjórnlagaþing, heldur endurnýjun forystu stjórnmálaflokkanna og nýtt fólk á Alþingi, nýtt fólk í ráðuneytin og hugsanlega nýja yfirmenn nokkurra stofnana!
Mér finnst fólk alveg gjörsamlega vera að tapa sér og láta eins og við stöndum í sömu sporum og Þýskaland og Japan eftir stríðið!
Þurfum við ekki "bara" að tryggja betri aðskilnað á milli löggjafar-, framkvæmdavalds og dómsvalds, auðvelda persónukjör og koma í veg fyrir að "flokksklíkur" ráði hverjir komist á þing og auka aðhald þingsins og fjórða valdsins (fjölmiðla) gagnvart framkvæmdavaldinu og auka aðhald dómstóla, Umboðsmanns og Ríkisendurskoðunar gagnvart framkvæmdavaldinu.
Vandamálið er að framkvæmdavaldið (ráðherrar og æðstu embættismenn ráðuneyta) hafa tekið sér vald, sem með réttu á að vera hjá fulltrúum fólksins - alþingismönnum.
Til þess að þetta breytist þurfa þingmenn að breyta um hugsunarhátt og það verður erfitt fyrir þá sem hafa vanið sig á að hlýða í blindni yfirboðurum sínum.
Fljótlegasta leiðin er að skipta þessu fólki út í kosningum. Ný ríkisstjórn verður mynduð, sem skiptir út embættismönnum. Nýtt þing ákveður laga- og stjórnarskrárbreytingar í samræmi við það sem kjósendum var lofað. Slíkum breytingum verður hrundið í framkvæmd með því að boða aftur til kosninga.
Það þarf ekki einhverja byltingu eða neyðarstjórn!
Við höfum tækin til breytinga og þau heita:
Eftir hverju þurfum við að bíða?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.1.2009 kl. 12:50
Takk fyrir þetta Hallur!
Það verður einmitt spennandi að ræða þetta um næstu helgi á flokksþingi Framsóknar, þar sem búið er að leggja fram ályktun um stjórnlagaþing. Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður skrifar góða grein um efnið í Fréttablaðið í dag.
Sjáumst á flokksþinginu.
Einar Skúlason (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 13:08
Frábær tilllaga! Stjórnsýsla og embættismannakerfi er svo stórt, að það samræmist ekki höfðatölu Íslendinga. Það þyrfti að einfalda og gera fólki auðveldara að sinna málum í embættismannakerfinu.
Svo þarftu að þurka út hugmyndir þínar um aðild að ESB Hallur og hlusta á norsku vini þína, því þeir eru með rétt fyrir sér og þú rangt. Þetta er ekki krítik á þig, heldur kemur þú upp um vankunnáttu þína hvað ESB er raunverulega.
Aæ kjósa einstaklinga er meiriháttar góð hugmynd og ég held að það sé vilji þjóðarinnar. Stærð stjórnsýslu Rikis og embætta er líka í engu hlutfalli við höfðatölu á Íslandi.
Kerfið er hrunið. Þar er ég algjörlega sammála. Segja sig úr hvalveiðiráði og taka allar ákvarðanir á Íslandi og láta ekki Paul Watsaon stjórna á Íslandi lengur væri við hæfi.
Veiða þessa 100 þús hvali sem eru afátur á íslenskum fiskistofni og leyfa bara útlendingum að gala og góla. Kjötið mætti gefa hungurmorða löndum ef engin vill kaupa það, og veiða sel sem er "sullaveiki" hafsins. Nytjafiskur mundi stóraukast og þar með tekjur landssins.
Ákveða fyrirfram hvað pólitíkusar megi sitja lengi í stólum, því það er atvinnupólitíkusar sem eru búnir að setja allt í kaldakol hér. Embætti eiga ekki að erfast eins og nú er.
Ég hef lesið Stjórnarskránna og það er ekkert sem þarf að breyta þar sem heitið getur, enn það þarfað fara að byrja að fara eftir henni.
Allir núverandi stjórmálamenn þurfa að fara frá, sekir sem saklausir svo fólk fái trú á lýðræði aftur.
Taka upp norska krónu og ekki evru. Þessi tillaga er góð nema hvað að ég er í vafa með alla sem tala um ESB aðildarviðræður. Það er nankunnátta í mínum augum.
Leggja niður úrelt flokkasýstem sem aldrei hefur virkað. Það eru hæhir einstaklingar í öllum flokkum.
Slíta þjóðkirkjina frá Ríkinu og ekki láta hana haf eina krónu. Þeir geta séð um sig sjálfir.
Þjóðaratkvæðagreiðsla í miklu fleiri málum enn nú er.
Forseta sem er með einhverju viti þarf að gefa aukið vald að skipta sér að þjóðmálum. Eins og vald hans er núna er hann næstum óþarfur.
Velja stjórnendur sem tala mannamál enn ekki ekki einhverja "mállýsku" sem venjulegt fólk botnar ekkert í.
Takk fyrir aftur mjög góðar hugmyndir og vonandi verður þetta að veruleika.
Sjálfur er ég með mestan áhuga á fiskveiðimálum og vil þennan Sjávarútvegsmálaráðherra út úr sínu embætti strax! Hann kann ekki neitt.
Óskar Arnórsson, 12.1.2009 kl. 13:09
Mótmæli kommenti Guðbjarnar því í því felst engin breyting, bara tilfærslur...
Óskar Arnórsson, 12.1.2009 kl. 13:13
Sæll. Hallur þú segir nokkuð, ég hef nú ekki þurft að fara í gufubað en þetta er góð tillaga hjá þér og tek undir.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 12.1.2009 kl. 17:29
Þetta er nauðsyn og það þarf að fara í þá vinnu hvernig stjórnlagaþing verður valið ég sé fyrir mér að háskólasamfélagið fari fyrir þinginu og síðan þverskurður þjóðarinnar valið sem eitt kjördæmi þar sitji fulltrúar Atvinnulífsins og verkalíðfisfélaga stjórnmálaflokka og svo getur verið ákveðinn hluti sem hefði stöðu almenings.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 12.1.2009 kl. 18:33
Óskar.
Það var einmitt í Noregi sem ég sannfærðist um að við ættum að sækja um aðild og sjá niðurstöðu samninga og taka síðan afstöðu.
Ég hef rétt fyrir mér - ekki þeir :)
Hallur Magnússon, 12.1.2009 kl. 19:11
Sæll Hallur
Þær voru góðar hugmyndirnar sem Njörður P Njarðvík kynnti í Silfri Egils í gær. Einhverja slíka leið þurfum við að fara. Það er búið að ræða breytingar á Stjórnarskránni í mörg ár og það er búin að vera starfandi þingnefnd held ég megi segja frá 1994 sem á að koma með tillögur að breytingum. Það eina sem þær nefndir hafa áorkað er að breyta lítillega fyrirkomulagi kosninga. Með öðrum orðum framkvæmdavaldið hefur ekki viljað neinar breytingar.
Væntanlega vegna þess að allar breytingar munu rýra vald framkvæmdavaldsins. Það eina sem hefur fengið hljómgrunn hjá framkvæmdavaldinu er að fjarlæg neitunarvald forsetans þannig að það geti örugglega enginn stöðvað hvað eina sem framkvæmdavaldinu dettur í hug.
Það þarf hins vegar að fara að gera eins og Guðbjörn réttilega nefnir að taka saman þær kröfur sem verið er að gera um breytingar og keyra þær síðan með kerfisbundnum hætti í gegnum það pólitíska kerfi sem við erum með hér á landi. Annars skila þessi mótmæli og umræða nákvæmleg engu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.1.2009 kl. 22:00
Sammála. Alþingi í frí, ríkisstjórnina frá. Utanþingsstjórn, stjórnlagaþing og kosningar þegar stjórnlagþingið hefur samið nýja stjórnarskrá.
Annars mótmæli og upplausn þar sem stór hluti fólk mun ekki taka þátt í íslensku samfélagi sem greiðendur skatta. Það er nóg að sitja uppi eignalaus með himinháar skuldir, gjaldþrota fyrirtæki, án atvinnu og búin að tapa lífeyrissparnaðinum, þó að maður fari ekki að verðluna sökudólgana með frekari fjárframlögum.
Magnús Sigurðsson, 12.1.2009 kl. 22:00
Sæll Hallur.
Þú hefur rangt fyrir þér og ég rétt! Sorry...Þekki Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Og nú vilja Bretar út úr þessu ESB kjaftæði...er það ekki rétt?
Óskar Arnórsson, 12.1.2009 kl. 22:09
Hér er grein Jóns Kristjánssonar, formanns stjórnarskrárnefndar og fyrrverandi þingmanns og ráðherra, að finna. Þar útfærir hann hugmyndina um stjórnlagaþing.
http://www.visir.is/article/20090112/SKODANIR/427010674
Þar segir m.a.:
"
Sjálfstæði stjórnlagaþings mikilvægt
Með þessari skipan eru stjórnarskrárbreytingar fjarlægðar frá stjórnmálaátökum dagsins sem verka truflandi á þessa vinnu. Hugmyndin er að alþingismenn sitji ekki stjórnlagaþing til þess að þjóðin velkist ekki í vafa um þennan aðskilnað. Með því koma þjóðkjörnir fulltrúar á stjórnlagaþingi einir að málinu og ákveða nýtt upphaf að fenginni reynslu af því stjórnskipulagi sem hefur ríkt hér lítið breytt í rétt 105 ár frá heimastjórn 1904.
Hugmyndir þessar tengjast ekki með beinum hætti því ástandi sem er nú í samfélaginu, en hafa orðið til við skoðun og umræðu nú um alllangan tíma. Hins vegar kalla aðstæður nú á endurmat og nýjar aðferðir og dreifingu valds og skýrar leikreglur. Í því umróti sem nú er ríkir mikið vantraust á stjórnvöldum og stjórnmálaöflum."
Gísli Tryggvason, 12.1.2009 kl. 23:24
Hallur
Við þurfum ekki að breyta okkar stjórnaskra til að þóknast þessari ESB New World Order Elítu þinni Hallur, og þessi Lissabon sáttmáli (eða fyrrum ESB. stórnaskrá) er alls ekki góð eða þess virði, þeir ættu fyrsta að reyna breyta þessu Lissabon sáttmála og síðan ættu þeir að leyfa öllum ESB aðildarríkjum að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 23:24
"Til dæmis eignarhald íslensku þjóðarinnar á auðlindum landsins - öllum."
áttu við ríkisrekstur og ríkisfyrirtæki þar sem stjórnmálamenn eða aðrir kosnir fulltrúar fara með rekstur eða vinir þeirra?
eða að auðlindir landsins verði alltaf í eigu íslendinga og íslenskra fyrirtækja sem eru í eigu íslendinga skráð á íslandi þannig að auðlindirnar verði alltaf eign íslendinga?
Fannar frá Rifi, 13.1.2009 kl. 00:41
Þorsteinn
Það þarf að breyta stjórnarskrá - óháð EES og ESB
Hallur Magnússon, 13.1.2009 kl. 08:22
Hér er uppskrift mín að stjórnlagaþingi í 12 skrefum: Þjóðfundurinn 2009 í kjölfar greinar formanns stjórnarskrárnefndar. Beinna verður lýðræðið ekki en að þjóðin sjálf ákveði grundvöll nýs þjóðskipulags.
Gísli Tryggvason, 13.1.2009 kl. 08:50
Beint lýðræði? svona eins og í Hafnarfirði?
Fannar frá Rifi, 13.1.2009 kl. 09:49
Ég er sammála því að það þarf stjórnlagaþing og þó fyrr hefði verið. Hins vegar sýnist mér núverandi stjórnmálaöfl hafa glatað ákveðnum trúverðuleika hjá þjóðinni og því treystir þjóðin illa hugmyndum sem koma frá núverandi flokkum eða að þeir séu að skipuleggja á einhvern hátt hvernig stjórnlagaþing ætti að vera framkvæmt.
Ég tel því að við verðum að fara erfiðari leið og skipuleggja stjórnlagaþingið frá grasrótinn og vitaskuld leyfa þjóðinni bæði að kjósa sér fulltrúa (ekki flokk) á það, sem og að kjósa svo um nýja stjórnarskrá. Einnig þarf að tryggja aðgang allra að fulltrúum stjórnlagaþingsins og ýta undir frjóa umræðu um nýja stjórnarskrá meðan á stjórnlagaþingi stendur og eftir það.
Ég vil í þessu sambandi benda á nýjan vef www.lydveldisbyltingin.is
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 15:41
Geir.
Tillagan felst einmitt í því að þjóðin kjósi sér sjálf fulltrúa og að þjóðin kjósi um nýja stjórnarskrá.
Að sjálfsögðu verði fundum stjórnlagaþings sjónvarpað og almenningi gefinn greiður aðgangur að því með tillögur sínar.
Hallur Magnússon, 13.1.2009 kl. 15:58
Guðbjörn Guðmundsson sýnir enn á nýja á spjallþráðum og bloggi að hann er jafn langt frá veruleikanum og ríkisstjórnin (sem hann - n.b. - styður). Að halda því fram að núverandi kerfi sé í fínu lagi og ekki þurfi neitt nema skipta út einum tindáta fyrir annan sé allsherjarlausn á öllum vandanum segir manni að hann trúir ennþá á kerfið sem er hrunið. Hann vill áfarmhaldandi flokksræði í stað raunverulegs lýðræðis. Frjálshyggjan er hrunin, kapítalisminn virkar ekki frekar er kommúnisminn - sættu þig við það Guðbjörn þó þú finnir ennþá nokkra frjálshyggjudýrkendur á meðal vina þinna sem eru á sömu skoðun - en staðreyndirnar blasa við og því fyrr sem þið áttið ykkur á þessu því fyrr getið þið tekið þátt í raunverulegri uppbyggingu (meira að segja Greenspan hefur viðurkennt þetta og hann á nú örlíð meira þátt í þessari kerfisómynd en þú - hvað ertu að verja?)
Aftur á móti verð ég að taka hattinn ofan fyrir honum að viðurkenna að mannabreytinga sé þörf í flokknum hans - það er mun meira en - staurblindir sjálfstæðismenn af foringjadýrkun - gera dags daglega.
Neyðarstjórn og stjórnlagaþing sem starfar til hliðar við hana í ca. 1 ár er eina raunverulega leiðin til réttlætis og lýðræðis - annars tryggir flokksræðisógnin sér einfaldlega bara fólkið sem situr á stjórnlagaþinginu og verður það þá bara til þess að gera landið ennþá meira eins og Rússland er í dag - og ekki er Ísland ósvipað þeirri skelfilegu lýðræðisómynd sem þar birtist heiminum.
Þór Jóhannesson, 13.1.2009 kl. 16:39
Hallur
Ertu vissum að tilgangur þinn með þessari grein sé ekki einnig reyna"..leggja línurnar fyrir.."ESB aðild?????? ("endurskoði stjórnarskránna"???
Hvað um það bið að heils Committee of 300, David Rockfeller og Rothschild -liðinu , Henry Kissinger og (Bilderberg Group) eða ESB Elítuni
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 20:25
hehe..beitt komment frá Þorsteini Sch. Er líka sammála honum. ESB er ekki fyrir Ísland...
Hallur! Eins og þú ert með góðar hugmyndir og skarpur maður, af hverju hættir þú ekki þessu ESB tali. Lesti Sjórnarskránna aftur. Að reyna aðild að ESB er bæði hegningarlagabrot og Stjórarskábrot. Berðu nokkra virðingu fyrir þessum lögum?
Óskar Arnórsson, 14.1.2009 kl. 00:55
Guðjón (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.