Norskir Framsóknarmenn vilja Ísland utan ESB

Norskir Framsóknarmenn vilja Ísland utan Evrópusambandsins og hafa nokkrir vinir okkar í norska Miðflokknum skellt sér yfir Atlantsála til að hvetja Framsóknarmenn að hafna aðild að ESB á komandi  flokksþingi.

Ég á marga vini í norska Miðflokknum. Þeir hafa margt gott lagt til málanna, en ég held ég verði að vera þeim ósammála í þessari baráttu. Að sjálfsögðu á að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið með skýr og klár markmið. Þegar niðurstaða liggur fyrir getum við - íslenska þjóðin - tekið afstöðu líkt og sú norska hefur gert í tvígang.

Og að sjálfsögðu er farsælat að Framsóknarmenn leiði slíkar viðræður!


mbl.is Sagðir beita sér gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband