Framsókn nýrra tíma fær góðan liðsauka frá Samfylkingu!

"Þessi ákvörðun byggist fyrst og fremst á því að innan Framsóknarflokksins hafa skapast forsendur til endurnýjunar, uppbyggingar og endurmats. Mér þykir virðingarvert að flokkurinn ætli að fara út í slíkt endurreisnarstarf og ég hyggst taka þátt í því af heilum hug," segir Guðmundur Steingrímsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar og aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra. Guðmundur hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn úr Samfylkingunni." 

Þetta er alveg rétt hjá Guðmundi Steingrímssyni, en hann lét hafa framangreint eftir sér í frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun.

Það er líka alveg rétt mat hjá Guðmundi þegar hann segir:

"Ég get á engan hátt skrifað undir atburðarás síðustu mánaða sem hefur á köflum verið fáránleg og einkennst af fáti, fyrirhyggjuleysi og skorti á gagnsæi. Ég get ekki séð að þessi atburðarás rími við grundvallarhugsjónir Samfylkingarinnar, og ég veit að margir innan flokksins eru sammála mér um það," segir Guðmundur."

Ég talaði síðast í gærkvöld við öflugan Samfylkingarmann sem starfað hefur í samtökunum frá upphafi. Sá var alveg að gefast upp á Samfylkingunni, aðgerðum hennar og aðgerðarleysi.

Í fréttinni er einnig haft eftir Guðmundi Steingrímssyni:

"Guðmundur segir til mikils að vinna að endurreisa Framsókn, enda sé hann á þeirri skoðun að á Íslandi eigi að vera til frjálslyndur, framsækinn og tiltölulega öfgalaus flokkur sem horfi til félagshyggju."

Þetta er einnig dagsatt hjá Guðmundi. 

Það er gott fyrir Framsókn nýrra tíma að fá Guðmund í lið með sér ásamt fjöldan allan af nýju fólki sem gengið hefur til liðs við Framsókn að undanförnu.

Framsókn nýrra tíma býður annað félagshyggjufólk sem hefur fengið nóg af Samfylkingunni og verkum hennar undanfarna mánuði velkomið í Framsókn og taka þátt í endurreisn hennar sem "...frjálslyndur, framsækinn og tiltölulega öfgalaus flokkur sem horfi til félagshyggju."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Til hamingju með þetta Hallur... eðlilegt að Guðmundur fari heim og leiti þar eftir pólitískum frama... veit ekki hvort hann fer í formannsslag núna eða næst... en hann ætlar sér að ná þarna þeim áhrifum sem hann telur einsýnt vegna ættar og uppruna. Hann er góður maður í þetta.

Það er svolítið mannahallæri hjá ykkur núna.

Hann sennilega ynni formannskjörið í flokknum núna sem er að verða svolítið skrautlegt með alla þessa frambjóðendur.... kannski hafa menn bara samið um að Guðmundur taki þetta og hinir dragi sig til baka ??? Tell me ;-)

Jón Ingi Cæsarsson, 6.1.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 6.1.2009 kl. 09:36

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Ég, sem kjósandi Samfylkingarinnar, tek heils hugar undir tilvitunun númer tvö. Sá flokkur fær ekki mitt atkvæði aftur. Og það er ekki bara vegna Evrópu-trúboðsins, sem er hreint og klárt villuljós.

Ef Guðmundur sleppti orðinu "tiltölulega" væri þetta enn betra. Ég held að það sé rétt hjá Jóni Inga að Guðmundur myndi vinna formannsslaginn ef hann færi út í hann. Þannig lítur það a.m.k. út frá sjónarhóli manns í hæfilegri fjarlægð. Svo hefur hann jú formannsgenin!

Haraldur Hansson, 6.1.2009 kl. 09:46

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er spurning hvor Guðmundur er kominn heim eða hvort Faðmsóknarflokkurinn er á heimleið.

Allavega virðist Framsóknarflokkurinn vera búin að átta sig á því fyrstur flokka að til er orðið nýtt Ísland sem þarfnast nýrra sjónarmiða og nýrra stjórnmálamanna. 

Magnús Sigurðsson, 6.1.2009 kl. 10:12

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Held að þetta séu góð tíðindi fyrir nýja framsókn og með PM kópavogsbúa sem formann er allt hægt
til hamingju Hallur

Óðinn Þórisson, 6.1.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband