Haarde klaufi!
30.12.2008 | 19:16
Geir Haarde er réttnefndur Haarde klaufi. Auðvitað átti Geir að auglýsa embætti skrifstofustjóra nýrrar efnahags- og alþjóðafjármálaskrifstofu hjá ráðuneytinu - þótt hann hefði leitað til Björns Rúnars um að taka starfið að sér.
Björn Rúnar er náttúrlega af því kaliberi að það hefði engu máli skipt hver annar hefði sótt um - viðkomandi hefði aldrei getað verið metinn hæfari - en auðvitað nokkrir mögulega jafn hæfir.
Haarde klaufi er með klaufaskap sínum búinn að skaða Björn Rúnar - sem þeir sem til þekkja vita að er í hópi okkar allra öflugustu hagfræðinga með mikla reynslu úr Þjóðahagsstofnun um langt árabil, sem starfsmaður OECD, fjármálaráðuneytisins, greiningardeildar Búnaðarbankans og greiningardeildar Landsbankans.
En það er hins vegar jafn ljóst að ekki er um einkavinavæðingu að ræða - enda var Björn Rúnar klárlega ekki með Geir Haarde í Heimdalli!
Var óheimilt að ráða án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:19 | Facebook
Athugasemdir
Já Hallur þeir eru margir klaufarnir á hinu háa Alþingi. Gaman að heyra í Simma í Kastljósinu, möguleiki að hann geti lífgað við flokkinn þinn. Gleðilegt ár hvort sem það verður ár framsóknar eða annara
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 21:55
Hallur!
Já hann er erkiklaufi.
Höður Már Karlsson (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.