Pólitískt klókt hjá Svandísi - Framsókn tryggir atvinnu - enn einu sinni!
29.12.2008 | 17:00
Það er pólitískt klókt hjá Svandísi Svavarsdóttur að ganga af fundi þegar rætt var um orkuverð Orkuveitu Reykjavíkur til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.
Enn klókara að bóka að almenningur ætti að eiga: lögvarða kröfu á því að fá verðið uppgefið þar sem í þeim upplýsingum liggja miklir hagsmunir almennings. Jafnframt mun fulltrúinn áfram berjast fyrir því að raforkuverð til stóriðju verði gert opinbert."
Þetta er í takt við það sem þjóðin vill - en erfitt getur verið að fá fram - ekki endilega vegna þess að Orkuveitan vilji ekki gefa upp verðið - heldur vegna þess að um er að ræða viðskiptalegar upplýsingar sem viðsemjandi Orkuveitunnar vill náttúrlega ekki gefa upp.
Svandís sýnir hér enn einu sinni að hún er öflugur og klókur stjórnmálamaður - eins og hún á kyn til - og er á því sviði langtum fremri helsta keppinauti sínum - Degi B. Eggertssyni núverandi leiðtoga Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur.
En einu sinni sýnir það sig að þegar Framsóknarflokkurinn er við stjórnvölinn - þá tryggir það atvinnu. Annað en þegar kratar og íhald vinna saman. Meira um það á bloggi mínu:
Sala á orku hefjist 2011 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Facebook
Athugasemdir
Bloggið sem ég vísa til er:
Orkuveitan með mikilvæga atvinnusköpun á erfiðum tímum
Það er einhver bilun í kerfinu - þannig að hlekkurinn komst ekki í bloggið. Kem hlekknum fyrir þegar viðgerð lýkur.
Hallur Magnússon, 29.12.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.