Orkuveitan með mikilvæga atvinnusköpun á erfiðum tímum

Orkuveita Reykjavíkur hefur væntanlega tryggt mikilvæga fjármögnun svo þetta öfluga fyrirtæki í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar geti lagt sitt af mörkum í viðreisn íslensks efnahagslífs með áframhaldandi framkvæmdum á Hellisheiði.

Þá mun Reykjavíkurborg væntanlega tryggja framkvæmdir á árinu 2009 sem munu tryggja mikilvæga atvinnu sem annars hefði ekki verið fyrir hendi. Forsenda þess er hins vegar fjármögnun á ásættanlegum kjörum sem ég trúi að Reykjavíkurborg nái.

Á meðan sveitarfélagið Reykjavíkurborg leggur sitt af mörkum við atvinnusköpun á erfiðum tímum, þá fer minna fyrir slíku hjá ríkisvaldinu - sem ætti að leiða atvinnusköpun á krepputímum.

Það er vert að minna á að við stjórnvölinn í Reykjavík - bæði í borgarstjórn og í Orkuveitunni - eru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn - sem náð hafa góðri samvinnu við minnihlutann í borginni. Minnihlutinn á hrós skilið fyrir að leggja sitt af mörkum í þeirri samvinnu. 

Þá er einnig vert að hafa í huga að við stjórnvölinn í ríkisstjórninni er Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Þau hafa enga samvinnu við minnihlutann á Alþingi.

Munið að það hefur verið Framsóknarflokkurinn sem byggt hefur upp atvinnu á Íslandi eftir að ríkisstjórnir krata og íhalds hafa skilið við með miklu atvinnuleysis. Það borgar sig að hafa Framsóknarflokkinn við stjórnvölinn - þótt mörgum svíði það! En þannig er það bara!


mbl.is OR tekur fimm milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki þriðju málsgreinina í bloggi þínu. Harma orðabrúk eins af frambjóðendum um formannskjör í Framsóknarflokknum. Það er a.m.k. ekki í anda þess sem þú boðar í samvinnuanda.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband