Frumvarp að fjárhagsáætlun borgarfulltrúum öllum til sóma!

Frumvarp að fjárhagáætlun Reykjavíkurborgar er borgarfulltrúum öllum til sóma, því við fjárhagsáætlunarvinnuna sneru oddvitar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna bökum saman og unnu saman að vinnslu frumvarpsins.

Hver hefði trúað því fyrr á þessu ári að oddvitar þessara flokka næðu að vinna náið saman að vinnslu fjárhagsáætlunar, náð saman um erfiðar hagræðingaraðgerðir í borgarkerfinu í erfiðu efnahagsástandi og skila frá sér frumvarpi að fjárhagsáætlun sem gerir ráð fyrir hallalausum rekstri borgarsjóðs?

Það er hins vegar raunin og eiga allir hrós skilið.

Ég sem varaformaður Velferðaráðs er sérstaklega ánægður með að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá næst að verja mikilvæga grunnþjónustu Velferðasviðs, því Velferðarsvið veitir borgarbúum mikilvæga grunnþjónustu og leikur lykilhlutverki í stuðningi við íbúa borgarinnar á erfiðum tímum.

Það er nefnilega ljóst er að fjárþörf vegna fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar mun aukast í því efnahagsástandi sem nú ríkir, enda er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir verulegri aukningu í fjárhagsaðstoð.

Fulltrúar allra flokka í Velferðaráði lögðu mikla áherslu á að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Velferðaráðs og heimildargreiðslur vegna barna yrðu hækkaðar frá því sem verið hefur þótt meginregla í forsendum fjárhagsáætlun borgarinnar hafi verið að taka ekki tillit til vísitöluhækkanna,

Að frumkvæði fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var brotið var blað í samvinnu meirihluta og minnihluta í Velferðaráði með sameiginlegri bókun alls ráðsins vegna þessa.

Það gleður mig sérstaklega að þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þá urðu allir fulltrúar í borgarráði við áskorun Velferðasviði hvað hækkun hámarksfjárhæðar varðar. Þessi samheldni Velferðaráðs varð væntanlega til þess að hækkun hámarskfjárhæðar er tryggð í frumvarpinu sem nú liggur fyrir.

Ég vil sérstaklega þakka fulltrúum Samfylkingar, óháðra og Vinstri Grænna að verða þeirri ósk minni sem starfandi formanns Velferðaráðs í veikindaleyfi formanns ráðsins, að taka höndum saman með okkur fulltrúum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og tryggja því fólki sem þarf á fjárhagsaðstoð Velferðaráðs hærri greiðslum en verið hefur.


mbl.is Borgarsjóður verði rekinn hallalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist að þið séuð að gera góða hluti.Alla veganna í velferðarmálunum flestum.Hef ekki kynnt mér allt en sumt og er mjög ánægð með það sem ég hef séð.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 16:32

2 identicon

Það er gaman að fá góðar fréttir nú um þessar mundir,held að Hanna Birna sé góð í þessu líka.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 17:12

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Hallur:

Algjörlega sammála þér eins og venjulega. Vona að ég sé ekki að verða framsóknarmaður! Kannski er það bara alls ekki svo slæmt?

Þessi nýi meirihluti í Reykjavík er alveg frábær og samstarfið til mikils sóma. Það má mikið vera ef Hönnu Birnu og félögum í Sjálfstæðisflokknum og Óskari Bergssyni tekst ekki að endurvekja tiltrú manna á borgarstjórn Reykjavík og borgarstjórnarflokkum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.12.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Birna Dís.

Mér þykir ákaflega vænt um þessa athugasemd þína - enda erum við að vinna að sömu markmiðum - ekki satt?

Kristján - ég get staðfest að hanna Birna er að standa sig afar vel!

Guðbjörn!

Það tekur stundum á að vera Framsóknarmaður - en þess á milli er það alls ekki slæmt!

Sammála þér um Hönnu Birnu og Óskar - en verð líka að hrósa Svandísi og Degi B. fyrir að taka útrétta hönd meirihlutans og taka þátt í víðtækri samvinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Mér finnst fjórmenningarnir hafa lagt sig fram um að endurvinna traust borgarbúa á borgarstjórn

Hallur Magnússon, 22.12.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband