Aðför anarkista að lýðræðislegum rétti almennings

Aular úr hópi anarkista gerðu aðför að mikilvægum lýðræðislegum rétti almennings sem hingað til hafa átt greiðan aðgang að áhörfendapöllum Alþingis. Eðlileg viðbrögð Alþingis væri að tryggja öryggi þingmanna og starfsmanna Alþingis með því að takmarka aðgang okkar hinna venjulega Íslendinga að Alþingi og vísa þessi í stað til beinna útsendinga í sjónvarpi ef fólk vill fylgjast með því sem er að gerast á þingi hverju sinni.

Það hefur verið einkenni á íslensku samfélagið að forsetinn, ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa getað stunda vinnu sína án þess að eiga á hættu að gerður sé að þeim aðsúgur eða þeir hafi þurft að óttast ofbeldi. Þetta fólk hefur getað gengið

Hefð hefur verið fyrir friðsömum mótmælum enda hafa Íslendingar alltaf getað komið athugasemdum sínum og mótmælum á framfæri án þess að grípa til skrílsláta.

Þessir tímar virðast því miður verið að baki. Allt vegna aulaskapar nokkurra ungmenna í hasarleik.


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Diesel

Eðlileg viðbrögð alþingis væri að hlusta á það sem þetta fólk fer fram á.

T.d að kalla kvótann til þjóðarinnar

Diesel, 8.12.2008 kl. 18:39

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hallur, þú segir nákvæmlega það sama og ég hugsaði þegar ég sá þessa frétt.

Diesel k., ég ætla ekki að gera lítið úr inntaki mótmælanna undanfarið og þörf fyrir að ráðamenn skapi sér traust almennings með því að hlusta og koma og tala við fólkið. Og sýna að þeir vilji ganga í takt við það sem fólk í landinu vill.

Málið er bara að þegar við drögum mótmæli niður á þetta plan, þá missa þau broddinn.

Það eru til mjög sterk dæmi um það erlendis frá að hópar þurftu að mótmæla grófum mannréttindabrotum. Svartir í Bandaríkjunum og síðar í Suður-Afríku, Indverjar þegar þeir börðust fyrir sjálfstæði sínu undir forystu Mahathma Gandhi, Pólverjar sem fóru í verkföll undir forystu Lech Walesa, sem löngu síðar varð forseti.

Þau mótmæli sem var erfiðast að hundsa einkenndust af því að mótmælendurnir sýndu stillingu, fóru friðsamlega fram en sýndu einbeittan vilja til að láta hlusta á sig. Mótmæltu aftur og aftur þangað til þeir höfðu betur. Fyrst var þetta erfitt en dropinn holar steininn. Vatnsdropinn lætur hins vegar ekki mikið yfir sér og það hafa ekki allir þessa þolinmæði.

Þeir sem missa sig í æsing, múgæsing og svo framvegis, þeir tapa eyrum flestra. Flestir eru fyrir að það sé hægt að talast við og hrista höfuðið þegar ofstopinn talar hærra en rök og skynsemi.

Einar Sigurbergur Arason, 8.12.2008 kl. 18:52

3 identicon

Hér á landi hefur þingið fengið að starfa í friði af því það hefur ekki verið mikil útbreidd óánægja með störf þess. Þegar leppalúðarnir á þinginu fara að skafa skítin úr eyrunum og koma sér í samband við fólkið sem hefur verið að reyna að ná athygli þess síðustu tvo mánuði geta þeir aftur farið að vinna í friði. Það á EKKI að vera einhver réttur þeirra að starfa óáreittir án þess að taka tillit til aðstæðna í þjóðfélaginu. Reyna að róa fólkið og gera eins og það biður um. Fyrr verður engin ró og starfsfriður. Ef þeir ætla ekki að hlusta þá neyðast þeir líklega að panta hríðskotarifla á endanum til að láta þingverði hafa. Meðan ekki er tekið tillit til fólksins sem er að reyna að vekja athygli á því sem miður er að fara eiga svona uppákomur bara eftir að stigmagnast.

Anna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 18:53

4 identicon

Hvað gerist þegar flugeldar koma á markað? Þá skeður eitthvað mikið fyrir utan alþingishúsið, úff.

Elli (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:06

5 identicon

þegar mótmæli eru komin á þetta skrílsplan hættir hinn almenni borgari að taka þátt. Enda voru þetta hálfgerðir krakkar sem einhver æsingamaðurinn hefur æst upp.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Anna: "Þegar leppalúðarnir á þinginu fara að skafa skítin úr eyrunum og koma sér í samband við fólkið sem hefur verið að reyna að ná athygli þess síðustu tvo mánuði geta þeir aftur farið að vinna í friði."

"Reyna að róa fólkið og gera eins og það biður um."

Í fyrsta lagi ætla ég að biðja stjórnvöld um að láta ekki undan einhverju anarkista pakki sem að hylur andlit sitt, því það þorir ekki að leggja nafn sitt undir svona vitleysu.

Í öðru lagi, finnst mér það afskaplega hæpið, að "Anna" hafi yfir höfuð hundsvit á því hvað fólkið í landinu vill eða vill ekki. Hún getur talað fyrir sjálfa sig, en ekki mig.

Það er afskaplega lélegt að reyna að fegra sinn lélega málstað, með því að segja "við, fólkið í landinu". Maður getur talað fyrir sjálfan sig, en ekki aðra.

Ef það er allt í einu orðið lýðræði, að brjóta hurðir, rúður og ráðast inná Alþingi, þá hef ég misst af þeirri "eðlilegu" lýðræðisþróun.

Ingólfur Þór Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 19:38

7 identicon

Einar.

Við höfum ekki áratugi til að láta hola einhvern stein í mannkynssögunni með friðsamlegum mótmælum.  Mótmælafundirnir á Austurvelli hafa staðið yfir í 9 vikur og nánast engu skilað. Það styttist óðum í þjóðar og fjöldagjaldþrot íslenskra heimila í feb 2009.

Á meðan fólk mótmælir kurteist fara sömu glæpirnir fram fyrir framan nefið á okkur. Davíð Oddsson reddar Mogganum stórláni og bankaforstjórarnir eru núna að skipta Exista upp til að henda síðan skuldunum yfir á almenning. O.s.frv. Sömu glæpamennirnir eru að fremja sömu glæpina dag eftir dag og þeir fá nógan tíma og skjól frá ríkisstjórninni til að hylja slóðina.

Núverandi ástand er ekki mannréttindamál Einar, þetta er lögreglumál þar sem aðilar eiga að vera sóttir til saka strax.

Geir Haarde o.fl. eru einfaldlega að nauðga lýðræðinu og dómskerfinu með því að hylma yfir með þeim. Þeir sýna fólkinu í landinu fullkomna fyrirlitningu og hroka. Það stefnir í algert þjóðargjaldþrot í feb 2009 og við megum engan tíma missa að koma lögum yfir þessa bankamenn.

 Ráðamenn hafa brugðist almenningi og gert okkur að skuldaþrælum. Fjölmiðlasamsteypur eru getulausar við að fjalla um ástandið og bankamenn eru glæpalýður sem er ekki svaraverður. Lögreglan vinnur náið með stjórnvöldum og sýnir engan sjálfstæðan vilja til að rannsaka þessi mál.

Það hafa allir brugðist okkur almenningi. ALLIR.  Siðferðið er fullkomlega hrunið hjá íslensku þjóðinni. Við erum eins og dýr, lifandi í mannætustjórnkerfi. Það er takmörk fyrir því hvað sé hægt að leggja á fólk, sérstaklega þegar fjölskyldur geta ekki lengur séð börnum sínum farboða og komið er fram við okkur eins og aumingja sem ekkert megum fá að vita, dag eftir dag. 

Með illu skal illt út reka.

Jóhann Björnsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:56

8 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þetta kattarmjálm um löghlýðni og um þetta hryllilega ofbeldi er hreint út sagt hlægilegt í ljósi þess sem er að gerast í þjóðfélaginu - þjófavinafélaginu.     Þessir "krakkar" sem voru handteknir voru allir á þrítugs- og fertugsaldri, teljast varla börn.     Sá eini sem heyrðist vera með læti á þingpöllunum var lögreglumaðurinn sem hrópaði: "drullastu burtu helvítis auminginn þinn"!!!!!!!     Og Siv skýldi sér bak við ræðustólinn og Grétar Mar var hræddur um að fá egg í hausinn - sjóhetjan!      Það ætti að setja vagt á þá alla því vonandi verður farið að stjaka við þeim, þeir eiga ekki betra skilið, þessi rumpulýður!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 8.12.2008 kl. 20:22

9 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Rétta nafnið á svona aðgerðum eru skrílslæti,dettur nokkrum heilvita manni í hug að taka mark á svona fólki.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.12.2008 kl. 20:38

10 identicon

Sammála þér Hallur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:26

11 identicon

Æ þú er ágætur Ingó eða hvað svo sem þú vilt kalla þig. Ég passaði mig sérstaklega að tala ekki fyrir fólkið í landinu. Ef þú hefðir lesið textann minn þá hefðirðu tekið eftir því að ég var eingöngu að vísa til þeirra sem hafa staðið í mótmælum síðustu tvo mánuði. Það er verið að egna þetta fólk með engum viðbrögðum frá stjórnvöldum. Þetta virðast ekki hafa verið ofbeldisfull mótmæli núna í dag. Hörð og verkleg en engin meiddist og engin skemmdarverk voru unnin. Dáist að þeim að hafa haldið stillingu sinni það mikið.

Ef það er útbreidd óánægja með störf þingsins þá er það ekki að starfa rétt. Það á að huga að velferð okkar allra en er ekki að standa sig.  Við vitum ekki einu sinni hvað er verið að gera. Við höfum ekki hugmynd um hvað við eigum eftir að borga af þessu bankadæmi né hvaða skilyrði lánin sem við fengum eru háð. Og þetta upplýsingaleysi er alls ekki nýtt af nálinni. Í eðlilegu lýðræði þarf lýðurinn upplýsingar til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Nú er búið að kúpla þessu upplýsingaflæði út úr íslensku lýðræði svo já, við búum ekki við eðlilegt lýðræði. Og í þannig árferði fer fólk að sýna andstöðu sína í verki. Eins og að gera aðhróp að þinghaldi og vanvirða tákn þessa lýðræðis.

Svo engar áhyggjur, ég er ekki að tala fyrir þig. Gæti það einfaldlega ekki því skoðanir þínar eru svo á skjön við mínar að ég skil þig varla.

Anna (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:26

12 Smámynd: Methúsalem Þórisson

                               Ekki lái ég unga fólkinu þótt það sýni ekki stjórnmálamönnum ýtrustu kurteisi;

Mér segir svo hugur um að margir styðji unga fókið sem lét til sín taka á þingpöllunum í dag. Ríkisstjórnin er að veðsetja framtíð okkar og situr sem fastast. Embættismenn, stjórnmálamenn, bankamenn og endurskoðendur eru að rannsaka eigið svindl. Hvernig er hægt að sitja þegjandi undir þessu. Svo ætla þau að afhenda útlendingum bankana. Sumir halda að það sé allra meina bót að fá útlenda banka, ganga í Evrópusambandið eða fá sterka foringja til að leiða okkur sauðina. Við ættum heldur að hysja upp um okkur og taka málin í eigin hendur.

Bankastarfsemi ætti að snúast um þjónustu við almenning, vera svona nokkurskonar peningaveita. Innlán og útlán - og vextir ættu að vera o til 1% og kostnaður greiðast með þjónustugjöldum. Dráttarvexti ætti að leggja af og spákaupmennska og okur á ekkert erindi í bankaþjónustuna. :)

Methúsalem Þórisson, 8.12.2008 kl. 21:34

13 identicon

Gott kvöld; Hallur og aðrir skrifarar og lesendur !

Hallur - Einar Sigurbergur - Guðrún Vestfirðingur og Ragnar Gunnlaugsson !

Hygg; að þið ættuð að vita betur. Þið munið kannski; þá Níhilistar drápu Alexander II. Rússakeisara, árið 1881, og hvers lags ólga hafði lengi verið undirliggjandi, undir hans stjórn, þótt svo Búlgarar dáðu hann og virtu, sökum liðveizlu hans, þá hann hratt herjum Tyrkja, af hluta Balkan skagans, meðal annars.

Anarkistar þessir; endurspegla þá miklu ólgu, hver undirliggjandi er, hér á Fróni, og meginsök hennar er; vitaskuld, óreiða - sérdrægni og vanhirða stjórnmálamanna, á raunverulegri stjórnun, sem og að vinna þjóðþrifa málum þann farveg, sem verða mætti, svo sem, með sjálfsögðum handtökum, á hinum raunverulega skríl, það er að segja, ''útrásar''  himpigimpum þeim, hver komið hafa þjóðfélaginu, á kaldan klaka, með: og án hjálpar stjórnmála- og embættismanna þeirra, hverjir standa áttu vaktina, í okkar allra þágu.

Reynið; gott fólk, að sjá allar hliðar þessarra mála, áður en þið fordæmið Anarkista ungmenni þau, sem þátttakendur voru, þarna. Búið er jú; að klyfja þau nauðungar pökkum þeim, sem æfintýrin, með innláns reikningana, víða ytra, hafa orðið valdandi, og bitna munu; jafnt á okkur, sem nú erum á bezta æfiskeiði, líka sem öldnum og óbornum Íslendingum.

Munið þetta; gott fólk, þá þið skoðið framvinduna, í nútímanum, sem og framtíð allri.

Með sæmilegum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:55

14 identicon

Þökk sé þér, síðasti ræðumaður. Viturlega mælt og vissulega orð í tíma töluð.

kolbrún (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 23:15

15 identicon

"Hefð hefur verið fyrir friðsömum mótmælum enda hafa Íslendingar alltaf getað komið athugasemdum sínum og mótmælum á framfæri án þess að grípa til skrílsláta."

Bragð er að þá barnið finnur - Hallur, hefur þú tekið eftir því að hér á Íslandi einnig hefð fyrir spillingu, kallaðist t.d. helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hérna áður fyrr? Jú fólk gat komið athugasemdum sínum á framfæri á friðsamlegan hátt í kosningum á fjögurra ára fresti en gat aldrei vitað hvaða stjórn kæmi úr hattinum. Mér finnst þessi uppákoma bara dapurleg og bera vott um örvæntingu ungs fólks út af framtíðinni!

Getur þú skýrt betur út hvað er að vera venjulegur Íslendingur skv. þínum skilningi? Er það bloggtuðandi sófakartafla eða Framsóknarmaður sem bíður eftir feitum bitlingi?

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:05

16 identicon

Með aukinni spillingu, eykst smá saman hættan á að það sverfi til stáls. 

Löngu tímabær siðbót er yfirvofandi.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 00:40

17 identicon

Sagan hefur sýnt okkur að andspyrna anarkista er öflugust þegar óánægjan er hvað mest. Það má líta á aðgerðir anarkista sem fyrirboða um byltingu. Hvort hún verði blóðug er í höndum ráðamanna. Ef þeir bara aulast til að boða til kosninga......

Kreppan hefur ekki skollið nærri því eins illa á Grikkjum en samt er þar boðað sólarhrings allsherjarverkfall.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item240964/

Hvernig ætli Góðborgararnir þar bloggi núna?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 03:28

18 identicon

Óskar Helgi ég hef og mun aldrei telja að ofbeldi leysi neinn vanda. Og finnst mér það mikil ábyrgð hjá þeim sem æsir krakka svona upp,  meirihlutinn af þessu fólki var mjög ungt. 

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:08

19 identicon

Skammist þið ykkar, sem talið niður til mótmælendanna fyrir það að þau séu ung! Þau eru ung og reið og hafa ástæðu til! Gamla pakkið, sem á sök á því að þeim hefur verið drekkt í skuldafeni til lífstíðar og þeirra börnum á eftir þeim, situr sem fastast í ríkisstjórn og á þingi og vill ekki sleppa tökunum, svo tilberarnir geti haldið áfram að sjúga hvern blóðdropa úr þjóðinni. Bylting er það eina úrræði, sem eftir er. Tími kurteisinnar er einfaldlega liðinn.

Trillukarl (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 08:59

20 identicon

Áhrifaríkustu mótmæli sem við getum gert er að sleppa því að versla í fjárglæfrabúðum auðmanna, þegar þeir fá engan aur þá fylgja þeim kannski burt af landinu spilltir stjórnmálamenn. Ég og mitt fólk er steinhætt að versla í B búðum 

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 10:01

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Torfi!

Það kemur mér ekki á óvart að það komi við kauninn á þér að ég gagnrýni aula í hópi anrakista!  Hefðir að líkindum verið til í svipaðan slag á sínum tíma - ef ég man rétt!

Það liggur í orðanna hljóðan hvað venjulegur Íslendingur er. Almenningur eins og ég og þú og þessir krakkar sem létu eins og vitleysingar á þingpöllunum og hún Guðrún Vestfirðingur.

Fram að þessu þá höfum við getar komið hljóðum mótmælum á framfæri með setu á þingpöllum þegar fjallað hefur verið um mál sem okkur hefur ekki verið að skapi. Eða hreinlega rölt á þingpallanna og fylgst þar með störfum Alþingis. Það hefur verið okkar lýðræðislegi réttur.

Í gegnum áratugina höfum við getað komið okkar skoðunum á framfæri á mótmælafundum og mótmælastöðu á Austurvelli fyrir framan Alþingi - en haft þann þroska til að bera að ráðst ekki til inngöngu í Alþingishúsið með háreisti, skrílshætti og ofbeldi.

Þótt við séum ekki sátt við þá sem þar sitja - kjörnir á lýðræðislegan hátt - þá er algjör óþarfi að láta eins og fífl á þingpöllum.  Slíkt veikir málstaðinn - en styrkir hann ekki. En ég veit að það verður skemmtilegra yfir bjórglasinu að rifja upp fætinginn í Alþingishúsinu og krökkunum líður eins og hetjum fyrir vikið. "Ég er sko aktivisti" - og uppskorið aðdáun félaganna.

Þú manst sjálfur hvernig þetta var á sínum tíma - þótt það séu ríkari ástæður til að mótmæla nú en oft á tíðum í gamla daga! 

Trillukarl!

Það er ekki verið að tala niður til mótmælendanna vegna þess að þau séu ung - heldur vegna þess að þau eru að sýna af sér aulaskap sem verður til þess að skerða aðgengi almennings að Alþingi.

Hallur Magnússon, 9.12.2008 kl. 11:13

22 identicon

Hvaða við ertu að tala um - ég efa að þú munir eftir mér!

Tek þig á orðinu og boða til hljóðra mótmæla á heimilum landsmanna næsta laugardag og virkjum okkar lýðræðislega rétt - engin ástæða til að opna munninn á torgum enda getur það leitt af sér skrílslæti!

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:30

23 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Guðrún Vestfirðingur ! Ég tel; að ekki þurfi nú brýningar ''hjá þeim sem æsir krakka svona upp,'' eins og þú gefur til kynna. Andlegt ofbeldi ráðamanna, eitt og sér, er næg ástæða, til þeirra aðgerða, sem urðu, á þingpöllunum, í gær. Og vita skaltu; Guðrún, að aldur viðkomandi skiptir engu máli, í þessu samhengi.

Þarna er jú; hópur ungmenna, hverjum Alþingismenn ætla, auk annarra landsmanna, að greiða fyrir óskammfeilni og svik braskaranna, innanlands sem utan, næstu ár og áratugi, og,......... Guðrún ! Hvorki ég; né þú höfum hugmynd um, hvað þessar fjárhæðir kunna að hljóða upp á, áður lengra er haldið.

Finnst þér Haarde hirðin vera svo upplýsingaglöð, að við fáum nokkurn tíma vitneskju um, hvaða ættliður, frá okkur, muni gera upp endanlega skuld ?

Dapurlegt; þá þýlindi fólks, eins og þitt, kemur svo augljóslega fram, með þessum hætti, og að þú skulir dirfast, að taka upp hanskann, fyrir þessi hrakmenni, hver teljast eiga ráðamenn, hér á  gömlu Ísafoldu, Guðrún mín.

Með sæmilegum kveðjum enn; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 11:35

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég er sammála nafna i hans skrifum hér.. og að sama skap ósammála Halli.. því stjórnmálamenn hafa EKKI hlustað og þá tekur við næsta stig mótmælanna.. sem er einmitt ofbeldi.

Óskar Þorkelsson, 9.12.2008 kl. 11:49

25 Smámynd: Hallur Magnússon

Jæja Torfi!

Þið eruð reyndar tveir með sama nafni  - svo það getur verið verið að ég hafi nafna þinn í huga.

Kemur mér ekki á óvart að þú reynir að snúa út úr því sem ég segi.  Ég hef aldrei sagt að það ætti ekki að opna munnin á torgum - þvert á móti - ef þú lest bloggið mitt - þá mæli ég einmitt með því - og nefndi sérstaklega Austurvöll!

Hins vegar er aulaskapur að ráðast inn í Alþingi með ólæti og ofbeldi. Fyrir utan að það er stjórnarskrárbrot!  Bendi á að ef þér finnst það léttvægt að brjóta stjórnarskránna - þá mætti gagnálykta að þér þætti væntanlega léttvægt að brjóta önnu ákvæði stjórnarskrár - eins og td.  málfrelsisákvæðið!

Óskar!

Það hryggir mig að þú talir fyrir ofbeldi.  Það hefur aldrei leyst mál til langframa. Þvert á móti. Yfirleitt hafa slíkar aðgerðir leitt til ofbeldisstjórna.

Hallur Magnússon, 9.12.2008 kl. 12:09

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Óskar!

Það hryggir mig að þú talir fyrir ofbeldi. Það hefur aldrei leyst mál til langframa. Þvert á móti. Yfirleitt hafa slíkar aðgerðir leitt til ofbeldisstjórn
a.

Ég er ekki að tala fyrir ofbeldi.. ég er að útskýra hvað gerist þegar stjórnvöld þumbast við !   

Óskar Þorkelsson, 9.12.2008 kl. 16:58

27 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ef við nefnum byltingu, hvað breytist þá við byltingu?

Ekki neitt nema nýir stjórnendur sem oft sækja í sama farið og þeir fyrri. Þeir sem ala á því illa í sjálfum sér, beiskju, reiði, ofstopa; hafa tilhneigingu til að fara óvart að líkjast þeim sem þeir eru beiskir út í, því þeir hugsa of mikið um þá.

Því miður.

Kosturinn við friðsamleg mótmæli er sá að maður heldur sinni eigin reisn. Maður er ekki að draga sjálfan sig niður í svaðið.

Einar Sigurbergur Arason, 10.12.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband